Mistök ?

Það virðist vera að svona glæpamenn fái "magnafslátt" af glæpum sínum. Það virðist ekki skipta neinu máli hvað þeir brjóta gegn mörgum refsingin virðist alltaf taka mið af því að einungis hafi verið brotið gegn einu fórnarlambi. Þó svo fórnarlömbin séu fimm þá er talað um fyrsta brot ef um er að ræða fyrsta sinn sem maðurinn kemur fyrir dóm.

Því datt mér í hug hvort ekki væri réttara að ákæra aðeins fyrir eitt brot í einu. Þannig að ef fórnarlömb þessa manns eru fleiri en nú hafa komið fram, þá ættu þau að bíða með að kæra þar til dæmt hefur verið í þessu máli, þá er líka von á þyngri dómi þar sem það yrði þá tæplega um fyrsta brot að ræða.


mbl.is Grunaður um fleiri kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband