Færsluflokkur: Bloggar

Látið Íbúðalánasjóð í friði.



Það er gott að vita til þess að almenningur virðist hafa vit á málinu. Reynsla okkar af hinum "frjálsa"  íbúðalánamarkaði ætti að vera öllum næg lexía. Líka pólitíkusum. Sá markaður þyrfti alla vega að þroskast áður en honum yrði treyst fyrir svo mikilvægu verkefni sem þessu.

mbl.is 92% vilja óbreyttan Íbúðalánasjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefði ekki verið upplagt að fara með krakkana á námskeið í mannasiðum?

Fyrst þetta átti að vera óvissuferð hefði þá ekki verið upplagt að fara með krakkana á námskeið í mannasiðum og hópefli? Láta þau erfiða soldið og ganga yfir fjöll og firnindi.



mbl.is Hætt við óvissuferð vegna slæms orðspors nemenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara borða, ekki drepa.

Hvers vegna að vera að drepa blessuð dýrin þegar hægt er að kaupa kjötið úti í búð?

 

 


mbl.is Áhorfendum hryllti við lundaáti Ramsay
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er svona hræðilegt við að ganga að kröfum ljósmæðra?

Þeir sem vilja ekki ganga að kröfum ljósmæðra, tala mikið um fordæmi. Þeir óttast að aðrar stéttir komi á eftir og óski eftir sömu hækkunum.

Eins og málið blasir við mér þá eru ljósmæður bara að fara fram á leiðréttingu, þær eru að fara fram á að menntun þeirra verð metin til launa. Í dag bera þær minna úr býtum en margir aðrir ríkisstarfsmenn sem hafa styttra nám á bakinu.

Er þetta svona voðalega vont, eru það slæm skilaboð að  aukin menntun verði metin til hærri launa? Er það slæmt og hættulegt fordæmi að þessar dæmigerðu kvennastéttir fái uppreisn æru ?

Það hljómar kannski frekjulega í eyrum einhverra að fara fram á 25% hækkun en þegar viðmiðunin er lág þá eru þetta engin ósköp. Síðasta launahækkun þingmanna var svo sem ekki há í prósentum en krónutalan var samt mun hærri. 

Svo segir Ingibjörg blessunin að leiðin að launajafnrétti kynjanna liggi ekki í gegnum kjarasamninga. Hvernig hún kemst að þeirri niðurstöðu er mér hulin ráðgáta. Hún, sem hluti af ríkistjórninni, hefur einstakt tækifæri núna til að sýna að slagorð hennar sem femínista og jafnréttissinna eru ekki bara orðin tóm. 


Er Árni Matt á leiðinni út úr pólitík.

Það mætti ætla að Árni sé að hætta. Honum virðist alla vega vera slétt sama um sitt pólitíska framhaldslíf.

Það á bara að ganga að kröfum ljósmæðra, annað er ekki sæmandi.

Þegar allt lék hér í lyndi var ekki hægt að hækka launin þeirra vegna þess að þá gætu launahækkanir aukið á þenslu, núna eru svo engir peningar til. Algjörlega óþolandi. 

 

 


mbl.is Ljósmæður: Uppsagnir löglegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirgefning?

Miðað við yfirlýsingu Árna er ekki annað að sjá en að hann kunni jafnilla að fyrirgefa og hann virðist kunna að iðrast.

 


mbl.is Árni fellur frá málssókn á hendur Agnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauði og dj.....?

Menn verða að gæta orða sinna. Það að tala endalaust um hvað ástandið sé slæmt gerir það bara verra.

 

Við eigum auðvitað engan annan kost en að halda áfram að lifa hvernig svo sem efnahagsástandið er. Það er algjör óþarfi að vera endalaust að tala kjarkinn úr fólki.

Ábyrgð fréttamanna er mikil, með sífelldri bölsýni og heimsendaspám er alveg hægt að leggja fólk í rúmið. 

Það væri nær að hvetja fólk til dáða, benda á lausnir og leiðir út úr því ástandi sem nú ríkir.

 


mbl.is Ógnvænleg efnahagsþróun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert stórmál að menn missi vinnuna?

Þetta eru engin stórtíðindi, á þessum árstíma er margt fólk að fara frá okkur í skóla og aðrir að koma inn. Það er eitthvað verið að draga saman seglin og stilla sig af fyrir veturinn,“ segir Hermann Guðmundsson, forstjóri N1.

Sérkennilega að orði komist miðað við að verið var að segja upp starfsmönnum sem sumir hverjir höfðu unnið í áratugi hjá Bílanausti og eiga ekki nema fáein ár eftir í eftirlaunaaldurinn.

"Aðrir að koma inn" hverjir skyldu það nú vera ?


mbl.is Uppsagnir hjá N1
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að gráta sigurinn.

Þegar ég horfði á verðlaunaafhendinguna í morgun, fannst mér skondið hvað Spánverjarnir voru rosalega kátir. Þeir sem  fengu "bara" brons hugsaði ég með tárin í augunum. Ég, eins og svo margir aðrir var farin að gera mér  raunverulegar vonir um gull.  Málið var auðvitað að Spánverjarnir kepptu í morgun um bronsið og unnu. Við kepptum um gullið og töpuðum.

Samt vorum við auðvitað búin að vinna helling. Við unnum í rauninni á föstudaginn.

Það sem gerði mig svona hálf sorgmædda með silfrið var að mér fannst liðið aldrei ná sér almennilega á strik í leiknum gegn Frökkum. Sá töfraljómi sem hefur verið yfir liðinu lét ekki sjá sig í morgun.

Ég sem fylgist alla jafna ekki með íþróttum hef fylgst vel með strákunum okkar í þetta skiptið og það hefur verið beinlínis ævintýralegt. Að sjá hverja sóknina á fætur annarri ganga upp og fylgjast með leikgleðinni og sjá þann neista sem hefur einkennt hvern og einn leikmann hefur verið hreint út sagt frábært. Þetta vantaði í leiknum í morgun.

Ég hef verið að reyna að útskýra fyrir sumum vinum mínum sem engan áhuga hafa, láta sér fátt um finnast um "einhvern boltaleik" að þetta snúist ekki um einhvern kjánalegan leik.

Þessi keppni snýst um svo miklu, miklu meira.  Hún snýst um okkur sem þjóð, hún snertir bókstaflega streng í hjartanu. Það er svo gott að finna að maður sé hluti af heild sem stefnir að sama markmiði og nær því. 

 

Takk fyrir mig og til hamingju Ísland. 


mbl.is Íslendingar taka við silfrinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menning og ómenning

Fyrir tveimur árum var ég niðri í bæ á menningarnótt. Ég var í Bankastrætinu rétt fyrir kl. 10. Þvílíkt og annað eins. Maður óð rusl upp í ökkla og ölvun var mjög áberandi. Fullorðið fólk með barnakerrur og vagna var vel við skál og drukknir unglingar fóru þar í hópum. Ég heyrði á tal nokkurra sem voru að segja frá því sigri hrósandi, að þeir hefðu bara hringt í pabba hans ........... og viðtið þið hvað ? Við sögðumst bara vera vinir hans.......... og  helv. kallinn fór bara í Ríkið fyrir okkur.

 

 


mbl.is Áfengi tekið af unglingum í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband