Færsluflokkur: Bloggar
Íþróttafréttamynd ársins
Laugardagur, 23. ágúst 2008
Ótrúlega skemmtileg mynd sem fangar stemninguna. Fínleg og flott kona leggur stórveldið Þýskaland að velli.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ábyrgð eða ábyrgðaleysi Marsibil
Föstudagur, 15. ágúst 2008
Ef hægt hefði verið að kjósa núna, væri hægt að tala um að Marsibil sýndi ábyrgð með því að neita að taka þátt og þannig knýja fram kosningar. En þar sem það er ekki hægt get ég ekki tekið undir það.
Það er alveg ljóst að binda varð endi á þetta samstarf við Ólaf F. Í rauninni hefði það aldrei átt að verða, það voru stærstu mistök Sjálfstæðisflokksins.
Meira að segja hefur Marsibil sagt að ekki sé hægt að vinna með Ólafi.
Þess vegna urðu borgarfulltrúar að sýna ábyrgð með því að mynda starfhæfa stjórn.
Hvað annað hefði verið hægt að gera?
Hefði það verið raunhæft, eftir allt sem á undan er gengið, að byggja nýjan meirihluta á fjarveru Ólafs? Það má ekki gleyma því að Tjarnarkvartettinn títtnefndi byggðist á Margréti Sverrisdóttur sem á sína borgarstjórnartilveru undir fjarveru Ólafs.
Tjarnarkvartettinn féll einmitt á endurkomu Ólafs, sem fannst hafa verið framhjá sér gengið í því samstarfi.
Úr því sem komið var held ég að þetta hafi einmitt verið skásti kosturinn í stöðunni.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sætasti strákurinn á ballinu.
Föstudagur, 15. ágúst 2008
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sigurjón Þórðarson framkvæmdastjóri Frjálslyndra?
Föstudagur, 1. ágúst 2008
Í tekjublaði Frjálsrar Verslunar er Sigurjón Þórðarson titlaður framkvæmdastjóri Frjálslyndra. Mér vitanlega er hann það ekki og hefur aldrei verið. Það stóð kannski til um tíma, en af því varð aldrei.
Á öðrum stað í blaðinu er Guðbjörg Glóð Logadóttir framkvæmdastjóri Fylgifiska sögð vera með fimm milljónir á mánuði. Sjálf segir hún það vera alrangt.
Ætli þetta séu einu villurnar í blaðinu ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tíu hestar fengir að láni.
Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Í fréttum stöðvar tvö í kvöld var viðtal við Guðmund Ólafson hagfræðing. Ég hef yfirleitt miklar mætur á karlinum og finnst hann oftast tala af mikilli þekkingu og skynsemi. Samt ekki í kvöld.
Hann var spurður um álit á þeirri hugmynd að fella verðtryggingu niður. Hann er alfarið á móti henni.
Ásræðan er sú að honum finnst sjálfsagt að sá sem fær fé að láni borgi það allt til baka, með vöxtum, sama hvað.
Sá sem lánar eigi að fá allt sitt til baka, sama hvað svo kann að gerast á lánstímanum.
Þessu má líkja við það að ef maður fær tíu hesta að láni (dæmið sem hann tók) og síðan geisar skæð hestafarsótt og tveir hestanna drepast, þá skal sá sem fékk þá að láni, bera tjónið aleinn.
Hestaeigandinn á ekki að bera nokkra áhættu. Þó má telja það víst að hefði eigandinn haft hestana heima hjá sér hefðu þeir samt drepist.
Eins er það með þann sem á peninga. Hann stendur frammi fyrir því að ákveða hvað hann á að gera við þá. Ef hann ákveður að geyma þá undir koddanum vitum við hvað gerist, ef hann kaupir sér fasteign, fyrirtæki eða verðbréf, getur hann átt von á ýmsu. Fasteignaverð getur hrapað, fyrirtæki geta farið á hausinn og verðbréf orðið verðlaus.
Ef hann aftur á móti kýs að lána peningana sína þá er eðlilegt að hann fái vexti en það er líka eðlilegt að hann taki, ásamt lántakanum, þátt í þeim áhættum sem við búum alltaf við. Svo sem eins og olíuverðshækkunum uppskerubresti úti í heimi og svo framvegis.
Þess vegna er það eðlileg krafa að verðtryggingin verði allavega ednurskoðuð með það í huga að jafna út áhættu lánþega og lánveitenda.
Bloggar | Breytt 1.8.2008 kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Áfram Agnes
Þriðjudagur, 29. júlí 2008
Það að Árni Johnsen ætli að fara í mál við Agnesi Bragadóttur vegna þess sem hún sagði, er auðvitað bara hlægilegt.
Hún sagði ekkert annað en það sem allir vita, hún bætti reyndar þeirri skoðun sinni að Árni væri í rauninni hálfgert stórslys. Þar er ég algjörlega sammála henni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Guðsmaðurinn" Gunnar í Krossinum
Sunnudagur, 27. júlí 2008
Þegar ég kveikti á tölvunni minni í kvöld sá ég þessi skilaboð frá Jóni Val. Bloggvinir, það er sorglegt að sjá óbilgjarna aðförina að Gunnari í Krossinum og að jafnvel kristið fólk taki þátt í henni.
http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/598544/
Skemmtileg tilviljun. Fyrr í dag kallaði sonur minn á mig. Hann hafði verið að "fletta" sjónvarpsstöðunum og rambaði á Omega. Þar var Gunnar einmitt að predika. Ástæða þess að drengurinn kallaði á mig var sú að Gunnar var að segja að Þróunarkenningin væri tómt bull og það væri búið að afsanna hana. Maðurinn væri skapaður af Guði, punktur. Ég sat um stund og horfði og hlustaði í forundran.
Neðst á skjánum voru svo upplýsingar um bankareikning sem maður getur lagt inná. Hvert þeir peningar fara eða hvað er gert við þá hef ég ekki hugmynd um en mér finnst lélegt af guðsmönnum að vera sífellt að betla peninga af fólki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hvað heitir hrossaþjófurinn?
Sunnudagur, 27. júlí 2008
Sæunn Oddsdóttir á Steinum í Stafholtstungum lánaði hestinn sinn Baldur, til hestaferðar.
Sá sem fékk Baldur lánaðan lét örmerkja hann, breytti nafninu, laug til um uppruna og seldi hann til Þýskalands.
Þremur árum síðar kemst hún að hinu sanna.
Ég er frekar forvitin, mig langar að vita hver það er sem er svona rosalega ósvífinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Frumþarfir.
Fimmtudagur, 24. júlí 2008
Öll þurfum við að nærast, hvílast og ganga örna okkar.
Hvar sem við þvælumst um heiminn verður ekki hjá þessum þörfum komist. Víðast hvar keppist fólk við að uppfylla fyrstu tvö atriðin en því þriðja virðist enginn hafa áhuga á að sinna.
Hvort heldur sem er á fjölförnum ferðamannastöðum úti um land eða í miðbæ Reykjavíkur er reynt að hundsa þessa staðreynd og það er eins og enginn hafi áhuga á að sinna þessu almennilega.
Ég skrapp nýlega upp að Geysi og þar var hið fínasta hús þar sem hægt var að fá sér í svanginn og meira að segja á sanngjörnu verði en snyrtingin var hreint ekki góð.
Mér þætti meira en sjálfsagt að borga eitthvert gjald og fá þá í staðinn snyrtilega salernisaðstöðu.
Skrásetja klósettferðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Réttur hverra?
Fimmtudagur, 24. júlí 2008
Á fréttavef vísis er sagt frá því að Íslenskar lesbíur geta fengið nafnlaust gjafasæði frá dönskum sæðisbanka.
Lesbíur hafa talið það sinn rétt að fá að ganga með og eignast börn.
Það getur ekki verið réttur nokkurrar manneskju að eignast börn.
Mér finnst það hins vegar vera skýlaus réttur barna að vel sé að þeim búið, komi þau á annað borð í heiminn.
Það er líka jafnsjálfsagður réttur barna að þekkja bæði föður sinn og móður.
Eins er það réttur þeirra að umgangast bæði föður sinn og móður sé þess nokkur kostur.
Í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er þetta eitt af höfuðatriðum sáttmálans.
Hvernig stendur á því að þessi réttur barnanna er hundsaður ?
Við þekkjum ótal dæmi um að fólk sem af einhverjum ástæðum veit ekki hver faðir þess er, eyðir ómældum tíma og peningum til að finna hann. Nærtækast er að nefna börn Bandarískra hermanna. Þetta fólk segir frá því að því finnist mikið vanta þegar það þekkir ekki uppruna sinn og skiptir þá engu hvort það hafi átt góða æsku eða ekki. Þetta virðist vera þeim mikið mál.
Hver vegna í ósköpunum erum við að stuðla að því, með nafnlausu gjafasæði, að fjölga svona málum?
Hafa þessar ágætu konur sem þrá svona heitt að eignast börn ekki leitt hugann að þessu.?
Hvers vegna kjósa þær að svipta börnin sín þessum sjálfsagða rétti þeirra ?
Hvers vegna er þetta ekki gert fyrir opnum tjöldum?
Fólk á rétt á því að vita uppruna sinn það á ekki að vera hægt að ganga fram hjá því.
Áður birt í okt. 2007.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)