Yfirtaka ?
Sunnudagur, 13. maí 2007
Það var athyglisvert að hlusta á Ómar Ragnarsson í Kastljósi í kvöld.
Jóhanna Vigdís spurði Ómar: Hvar stendur Íslandshreyfingin núna? Þá svaraði hann hróðugur: Hún stendur þannig núna, það eru kannski ekki margir sem vita það, en efstu fimm borgarfulltrúar F listans í Reykjavík eru í Íslandshreyfingunni. Þetta er bara byrjunin
Þetta er að vísu ekki allskostar rétt hjá Ómari því Ólafur F. sem er fjarverandi vegna veikinda hefur ekki sagt sig úr Frjálslynda flokknum og Kjartan Eggertsson sem er sá fimmti á lista er nýorðinn varaþingmaður Jóns Magnússonar og er því innmúraður í Frjálslynda flokkinn.
En það er alveg stórmerkilegt að þetta skuli vera hægt. Ólafur F. Magnússon náði kjöri í borgarstjórnarkosningunum sem Frjálslyndur, hann veikist, Margrét tekur hans sæti í borgarstjórn og allir þekkja framhaldið.Eftir sem áður kallast Margrét fulltrúi Frjálslyndra.
Það kom mér á óvart að Ómar skuli vera stoltur af þessari stöðu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Halló !! Framsókn, skiljið þið ekki skilaboðin ?
Sunnudagur, 13. maí 2007
Það er greinlilega akkúrat ekkert að marka Jón Sigurðsson. Fyrir kosningar segir hann að Framsókn yrði að draga sig í hlé og fara í naflaskoðun ef þeir kæmu illa út út kosningunum en viti menn. Nú geta menn ekki skorast undan ábyrgð............ það var þá útúrsnúningur.
Kemur samt ekki á óvart, merkilegt.
Sama með Geir. Það er hreint og beint sorglegt hvernig hann ætlar að taka á eða kannski ekki taka á útstrikununum sem hans menn urðu fyrir.
Sem betur fer virðist stór hluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins vera ærlegir og hafna siðspillingu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er lýðræðið hættulegt ? I
Miðvikudagur, 9. maí 2007
Ummæli Sjálfstæðismanna undanfarið, hafa vakið upp þessa spurningu.
Hver á fætur öðrum keppast þeir við að telja okkur trú um að hér sé ALLT í lukkunnar velstandi og engin ástæða sé til breytinga. Breytingar séu beinlínis hættulegar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leynilögga ?
Mánudagur, 7. maí 2007
Ég rakst á órtúlega frétt á fréttavef Ruv. Þar er sagt frá því að auglýst hafi verið eftir aðstoðarlögreglustjóra "leynilega". Auglýsingin birtist í vefútgáfu lögbirtingarblaðsins og svo í þvi prentaða á lokadegi umsóknarfrestsins.
Einn sótti um.
Umsækjandinn er Páll Winkel lögfræðingur en hann hefur síðustu vikur stýrt stjórnsýslusviði ríkislögreglustjóra en var áður framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna.
Birni Bjarnasyni finnst þetta vera eðlileg vinnubrögð, það finnst mér ekki, mér finnst ver vond lykt af þessu máli.
Þú getur séð þessa frétt Hér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað með krakkana sem eru á aldrinum 13-18 ára?
Laugardagur, 5. maí 2007
![]() |
Samið um tannlæknaþjónustu og forvarnarskoðanir 3 og 12 ára barna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sniðugt á Íslandi.
Miðvikudagur, 2. maí 2007
Alveg er það merkilegt þegar talað er um að Íslenskt verkafólk eigi að þakka því erlenda að það skuli hafa það svona gott. Aftur og aftur er tönglast á því hvað við séum nú heppin að þetta fólk hafi lagt leið sína hingað okkur til hjálpar. Í hverju er svo þessi hjálp fólgin ? jú með því að halda launum verkafólks niðri.
Hún er merkileg þessi röksemdarfærsla. Í einu orðinu er fullyrt að innsteymi verkafólks hafi ekki leitt til lægri launa en í hinu er sagt að það hafi slegið á þenslu.
Þetta fékk ég að láni á vísir.is
"Rannveig Sigurðardóttir, forstöðumaður hjá Seðlabankanum, benti á að erlent vinnuafl hefðu aukið framleiðslugetu hagkerfisins verulega. Dregið hefði úr launa- og verðbólguþrýstingi. Fyrirtæki gætu brugðist við tímabundinni eftirspurnaraukningu án þess að þurfa að hækka laun og verð og aðlögun að nýju jafnvægi ætti að verða auðveldari.
Rannveig fór einnig yfir það hvernig staðan væri ef erlent starfsfólk hefði ekki komið til Íslands. Þá hefði verðbólgan verið hærri, stýrivextir hærri, hagvöxtur allt að 2,5 prósentum minni, einkaneysla allt að sex prósentum minni, fjárfesting atvinnuvega nokkrum prósentum minni og kaupmáttur ráðstöfunartekna allt að 4,5 prósentum minni. "
Afleiðingin er svo aukið bil á milli þeirra sem hafa það gott, eru sem sagt í þeirri stöðu að vera í nokkurn vegin verduðu umhverfi gagnvart erlendu vinnuafli, fá enga samkeppni , og hinna sem þurfa að sætta sig við harða samkeppni um vinnu.
Laun þessara vernduðu hafa hækkað og hækkað en ekki hinna og fyrir það ber okkur að þakka.
Kannski breytist þetta ef hingað koma læknar, lögfræðingar, tannlæknar og fl. sem væru tilbúnir að vinna fyrir mun lægri laun en þessar stéttir gera í dag.
Svo er þessi setning sem Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra lét falla um daginn alveg stórmerkileg "Þetta fólk er hingað komið til að hjálpa okkur við að byggja upp okkar þjóðfélag"
Heldur maðurinn virkilega að fólk úti í heimi segi sisona: "Best að fara til Íslands til að hjálpa Íslendingum að byggja upp gott þjóðfélag".
http://visir.is/article/20070502/FRETTIR01/105020139
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Alvöru borgarstjóri.
Fimmtudagur, 19. apríl 2007
Það var ömurlegt að sjá gömlu húsin í miðbænum brenna í gær.
Mér fannst samt frábært að sjá borgarstjórann á staðnum. Þarna var hann í eldlínunni með slökkviliðsmönnunum og fylgdist með af lífi og sál. Mér fannst það flott hjá honum. Ég veit líka að þetta yljaði mögum um hjartaræturnar á erfiðri stund.
Þessi atburður varðar okkur öll og þess vegna var viðvera hans viðeigandi en alls ekki sjálfsögð.
Fyrst ég er nú farin að hæla Villa þá ætla ég í leiðinni óska honum og félögum í borgarstjórninni til hamingju með umhverfisvænu breytingarnar. Ég hefði að vísu viljað sjá öryrkja og aldraða með námsmönnum í Strætó en engu að síður eru þetta mjög jákvæðar aðgerðir.
Áfram Villi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hannes, hættu að reikna.
Mánudagur, 16. apríl 2007
Kæri Hannes, nú skalt þú hætta að reikna og fara að vinna. Byrjaðu á því að heimsækja þá sem búa við hvað lökust kjör og sýndu þeim milliliðalaust hvað þú átt við þegar þú talar um hvað kjör þeirra hafa batnað. Þér verður eflaust tekið fagnandi.
Þú getur farið yfir heimilisbókaldið með þeim og sýnt þeim hvað þeir hafi það gott. Ég er nefninlega ekki viss um að fólk sem þarf að draga fram lífið á lágum bótum eða er á lægstu laununum átti síg á þessum prósentum, línum og súlum sem þú býður uppá á síðum blaðanna.
Svo þegar þú ert búinn að þessu þá máttu koma til mín. Ég hef það reyndar ekki sem verst en þar sem ég hef það þó nokkru betra en þeir verst settu ætti ég að vera mjög efnuð, sem ég er ekki og því gæti ég vel þegið að vera reiknuð uppí ríkidæmi. Það ætti ekki að vera svo mikið mál.
Hlakka til að sjá þig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
"Þetta fólk"
Þriðjudagur, 10. apríl 2007
Það var eitthvað dapurt við Kastljósið í kvöld. Ekkert þeirra komst á almennilegt flug. Umræðan frekar dauf og ekkert nýtt kom fram.
Innflytjendamálin bar auðvitað á góma og það var athyglisvert að það skuli fyrst og fremst vera litið á innflytjendur sem skattgreiðendur og þá er allt í lagi.
Svo í miðjum klíðum sagðist Geir vera orðinn þreyttur á að heyra sífellt talað um "þetta fólk". Frasi sem hann hefur heyrt, það fylgdi ekki mikil sannfæring.
Það vill nú þannig til að Íslenskt mál er bara þannig vaxið að svona tekur fólk til orða. Það þarf alls ekki að fylgja því einhver lítilsvirðing eins og hann vildi meina, síður en svo. Þegar verið er að tala um afmarkaða hópa þá segir maður bara svona. Þessi börn, sem fara í sumarbúðir. Þetta fólk, sem er í skóla. Þessar konur, um konur i barneign o.s.frv.
Svo finnst mér alltaf fyndið þegar Geir nefnir sjálfan sig sem dæmi um vel heppnaðan innflutning á fólki því hann er sonur innflytjanda. Hann virðist ekki átta sig á því að þessi umræða snýst ekki um einstaklinga. Þetta er svona svipað því og ef ég nefndi sjálfa mig sem dæmi um að framhjáhald væri í góðu lagi fyrst ég varð til með þeim hætti.
Svo kom faðir Geirs væntanlega ekki í hópi með tugum þúsunda landa sinna, ef svo hefði verið þá væri Geir tæplega svona ljómandi vel heppnaður og vel talandi á Íslenska tungu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Er annar hver maður þjófur?
Sunnudagur, 8. apríl 2007
Ég rakst á þessa frétt á Vísi. Þar er fullyrt að á hverjum degi sé stolið úr verslunum hér á landi fyrir níu milljónir króna og ekki nóg með það heldur standi starfsfólk í verslunum fyrir allt að 45% þjófnaða.
Þessu heldur "örryggissérfræðingur" fram hefur tölur frá Bretlandi sem hann telur óhætt að yfirfæra hingað.
Ég verð að segja að sem fyrrverandi starsmanni í verslun þá er mér stórlega misboðið. Þarna er verið að þjófkenna heila stétt. Hvað segir VR við þessum ásökunum.
Ég efast ekki um að það sé stolið úr verslunum en fyrr má nú aldeilis fyrrvera, ég leyfi mér að stórefast um að þjofnaðurinn sé í þessum mæli.
Hvað gengur mönnum til með þessum fullyrðingum ? Er kannski verið að réttlæta lág laun í verslunum og/eða ofurálagningu ? Spyr sú sem ekki veit.
http://www.visir.is/article/20070407/FRETTIR01/70407049
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Allt í plati ?
Þriðjudagur, 3. apríl 2007
Það væri svo eftir öðru ef stækkunin ætti sér stað engu að síður. Þið getið fengið að ráða ef þið samþykkið það sem ég segi.
![]() |
Kostnaður Sólar í Straumi um 3,5 milljón króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það skyldi þó ekki vera.
Sunnudagur, 1. apríl 2007
Sá grunur hefur læðst að mér að yfirvöld í Hafnarfirði muni finna leið framhjá þessum úrslitum. Hvur veit nema það verði bara gert nýtt skipulag sem geri ráði fyrir stækkun álversins í hina áttina, á landfyllingu út í sjó. Það skipulag þarf þá ekki að bera undir atkvæði Hafnfirðinga þar sem það mun ekki taka neitt af byggingarlandi.
Það sem ýtir undir þessar vangaveltur eru orð Lúðvíks á þá leið að í þessum úrslitum felist ný tækifæri fyrir álverið.
![]() |
Erfið ákvörðun en nauðsynleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Engin mynd
Laugardagur, 31. mars 2007
![]() |
Pétur og Svana unnu Íslandsglímuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hræddur Björn
Laugardagur, 31. mars 2007
Ég fer nú að hafa verulegar áhyggjur af Birni Bjarnasyni maðurinn er alltaf logandi hræddur. Þetta er sennilega orðin einhverskonar fóbía og yfirleitt eru fóbíur órökréttur ofsa ótti við hluti sem engin eða lítil ástæða er til að óttast svo sem eins og köngulær.
Hvernig væri að skilgreina þær ógnir sem að okkur steðja svona dagsdaglega ?
Þær ógnir eru ósköp hversdagslegar og óspennandi.
Fyrst og fremst eru það eiturlyf og áfengi sem leggja unga fólkið okkar að velli og það á við um allan heim. Þeir eru margfallt fleiri sem falla í valinn á ári hverju af völdum þessara efna beint og óbeint en munu nokkurn tíma koma til með að falla fyrir hryðjuverkum. Meira að segja mannfallið í Írak er hjóm eitt miðað við hve margir deyja af eyturlyfjaneyslu í Bandaríkjunum einum.
Eiturlyfjaneyslan hefur svo líka víðtækar afleiðingar. Það eru ekki bara fíklarnir sjálfir sem skaðast heldur öll hans fjölskylda og í raun samfélagið allt.
Svo eru það geðrænir sjúkdómar sem verða æ algengari sem og lísstílstengdir sjúkdómar sem valda því að fólk deyr um aldur fram sem og bílslys.
Það væri nær að efla varnir okkar gegn þessum ógnum með öflugri landamæragæslu og löggæslu yfirleitt. Það þarf líka að hlúa betur að börnum og unglingum í uppvextinum og allmennri andlegri líðan en það er því miður ekki gert .
Það verður að viðurkennast að baráttan gegn þessum ógnum býður ekki upp á þann hetjuljóma sem baráttan gegn hinum hefðbundndu hryðjuverkum kann að gera en hún er engu að síður mun brýnni og hún er líka beinlínis arðbær því það er dýrt að hafa ástandið óbreytt.
Svo ein spurning í lokin. Hvað væri betur til þess fallið að eyðileggja þjóðfélag innan frá en eiturlyf og áfengi ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Toshiki Toma og fordómar
Miðvikudagur, 21. mars 2007
Í Morgunblaðinu í dag skrifar Toshiki Toma um dulda fordóma. Nefnir sem dæmi eftirfarandi reynslu manns frá einu af nýustu aðildarlöndum Evrópusambandsins þegar hann fór í verslun.
"Maðurinn upplifði að sá sem afgreiddi hann breytti hegðun sinni, áreiðanlega ómeðvitað og óviljandi, þegar hann uppgötvaði frá hvaða landi maðurinn var."
Toshiki og öðrum innflytjendum til upplýsingar vil ég taka fram eftirfarandi.
Íslendingar verða fyrir þessu á hverjum degi. Starfsfólk í verslunum sérstaklega þeim sem selja dýra hluti gera mjög upp á milli fólks. Það er ekki óalgengt að viðskiptavinur sé "mældur út" veginn og metinn með tilliti til þess hversu líklegur hann sé að kaupa þann dýra varning sem er í versluninni.
Ef afgreislufólkið skynjar ekki peninga og viðkomandi er ekki þekkt persóna þá er hann varla virtur viðlits, ég hef (innfædd í alla ættliði og get rakið ættir mínar til landnáms) stundum fengið þau svör þegar ég spurði um verð "þetta er mjööög dýrt".
Vissulega má segja að þetta séu fordómar en þetta hefur ekkert með kynþátt að gera. Þetta heitir snobb.
Þetta geta menn sannreynt með þvi að klæða sig eins og olíufursta og þá fá þeir fyrsta flokks þjónustu alveg sama frá hvaða heimshorni þeir eru eða hvernig þeir eru á litinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)