Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Hvað þarf almenningur að gera?

 
Björn Bjarnason lenti í því, nú í vikunni að eggjum var kastað í ráðherrabílinn hans. Hann hafði orð á því á heimasíðunni sinni
_"Á /mbl.is/ er sagt frá því, að samtökin Nýir tímar hafi staðið fyrir þessum aðgerðum við þinghúsið en þau berjist fyrir því að ríkisstjórnin víki og tímabundin þjóðstjórn verði skipuð. Að það markmið náist með því að kasta eggjum í ráðherrabíla, finnst mér ólíklegt."_

Ég er alveg sammála Birni, en hvaða aðgerðir eru líklegar til árangurs? Hvað þarf fólk sem er þessarar skoðunar að gera, til að Björn taki mark á því.
Fólk skrifar greinar í blöð, hringir inná útvarpsstöðvar, bloggar sér til óbóta, fundar úti og inni út um allan bæ og ég veit ekki hvað og hvað. Ekkert virðist duga, menn vilja ekki hlusta.
Eru einhverjar reglur eða lög um það að t.d. ákveðinn hluti kjósenda geti með undirskriftum farið fram á kosningar? Gerir lýðræðisríkið kannski ekki ráð fyrir því að almenningur geti afturkallað umboð sitt ef því finnst illa farið með það?


mbl.is Vantrauststillaga komin fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný stefna í heilbrigðismálum.

Nú þarf að taka upp nýja siði.

Stefna ber að því að koma öllum Íslendingum sem mögulegt er,  til heilsu eins fljótt og unnt er og burt með alla biðlista.

Svo gerum við heilbrigðisþjónustuna út. Útrásarliðið getur þá farið út um allan heim og sótt sjúklinga til að koma með til lækninga á Íslandi.

Það er að segja ef einhver treystir þeim þá. Ef ekki þá fáum við aðra í það. Með því móti getum við fengið gjaldeyri til landsins um leið og við vinnum okkur í áliti á nýjum grunni.


mbl.is Auðmaður skoðaði skurðstofur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort er mikilvægara traust eða ímyndaður stöðugleiki?

Sjálfstæðismenn hætta aldrei að koma manni á óvart. Núna segja þeir ekkert vera mikilvægara en að það ríki stöðugleiki í kring um helstu stofnanir landsins og þess vegna má ekki hrófla við neinum,þar með ekki þeim sjálfum.

Við þessar aðstæður er TRAUST mikilvægast af öllu. Almenningur þarf að treysta stjórnvöldum og stofnunum. Það er ekki síður mikilvægt að ríkisstjórn Íslands njóti trausts þeirra ríkja sem ætla að hjálpa okkur út úr þessum ósköpum með því að lána okkur peninga.

Við getum rétt ímyndað okkur hvaða orð Sjálfstæðismenn  hefðu látið falla ef vinstri stjórn væri í landinu. Því eftir því sem Sjálfstæðismenn segja þá "gerðist þetta bara"  Hamfarirnar komu eins og þruma úr heiðskýru lofti og enginn hefði getað komið í veg fyrir það.

Mér er sem ég sæi Sjálfstæðismenn bíða rólega og gefa þeirri stjórn vinnufrið.  

 


mbl.is Hissa á ummælunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið rosalega er ég orðin þreytt á þessu.

Hvað þarf til þess að koma þessu fólki í skilning um að það hefur ekki lengur umboð? Björn Bjarnason sagðist ekki telja eggjakast líklegt til árangurs og ég er algjörlega sammála honum með það. En þá spyr ég hvað er líklegt til árangurs?

Fólk skrifar greinar í blöð, heldur fundi úti og inni, bloggar sig máttlaust, sendir þingmönnum tölvupóst, hringir í símatíma útvarpsstöðva og ég veit ekki hvað og hvað.

Ekkert dugar. Síðast í gær heyrði ég Geir segja að stutt sé frá síðustu kosningum þar sem núverandi ríkisstjórn hafi fengið skýrt og öruggt umboð til fjögurra ára, frá kosningum að telja. 

Halló, umboðið hefur verið afturkallað. 

Almenningur treystir ykkur ekki lengur, vill ykkur burt, vill hleypa nýju fólki að.

Það er gripið til allskonar líkinga," ekki skynsamlegt að skipta um hest í miðrið á". Við venjulegar aðstæður á það fyllilega við, en hvað ef hrossið sturlast í miðri á og hættir við að fara yfir, berst með straumnum og stefnir fram af fossbrún? Nú eða hrossið er bara dautt? Þá þarf að skipta. 

Svo koma Geir og Björgvin fram í glansþáttum þar sem þeir hreykja sjálfum sér fyrir ósérhlífni og mæra sjálfa sig í bak og fyrir. Eflaust kaupa þetta einhverjir en ég segi fyrir mig, mér verður illt. 

 


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er það svart lagsmaður.

Þetta er það sem ég óttast mest. Þeir sem eru líklegastir til þess að fara eru einmitt þeir sem við megum síst við því að missa. Ungt fólk með börn og fólk á besta aldri með mestu stafsorkuna.

Þetta er einmitt það fólk sem ríkisstjórnin hefur lagt á þyngstu byrðarnar. 

Nú hefur ríkisstjórnin tilkynnt "björgunarpakka fjölskyldunnar" og það kemur í ljós að ekkert, akkúrat ekkert eigi að gera til að létta venjulegum fjölskyldum lífið. Eftir sem áður verður ekkert hreyft við verðtryggingunni, hún mun halda áfram óáreitt í þeirri óðaverðbólgu sem framundan er. Eignirnar rýrna í verði um allt að 50% segja svörtustu spár, á meðan lánin hækka upp úr öllu valdi. 

Þá sér fólk auðvitað engan tilgang með því að berjast hér áfram, án þess að eiga von um að uppskera árangur erfiðisins og fer.

 


mbl.is Ásókn í störf í útlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar höfum við það, ríkisstjórnin fallin.

"Þessi ráðherra hér" segir skírt og skorinort að stjórn Seðlabankans hafi brugðist og henni beri að víkja. Fróðlegt verður að fylgjast með næsta skrefi Össurar. Hann getur ekki sætt sig við óbreytt ástand og því gæti þetta þýtt stjórnarslit.
mbl.is Davíð á ábyrgð forystu ríkisstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eintómt svekkelsi.

Geir er trúr sínum gamla formanni og heldur áfram að verja hann. Samt örlar á smá svekkelsi hjá honum yfir því að Davíð hafi ekki sagt honum hvað væri til ráða.

Eðlilegt að Geir sé svekktur, hvernig hefði hann svo sem átt að vita hvað til bragðs átti að taka.  Davíð mátti vita það og þess vegna hefði hann átt að tala skýrar

Annars var þessi ræða Davíðs alveg úr takti við yfirskrift fundarins. Hann rakti bara raunir sínar og reyndi að fría sig og Seðlabankann allri ábyrgð. Hann kvartaði sárt undan skilningsleysi ríkistjórnarinnar. Sagðist hafa sagt skýrt og skorinort að ekki væri allt með felldu.

Þá hafi ríkisstjórnin fundað með bankamönnum sem fullvissuðu hana um að víst væri allt í lagi.

Þetta staðfestir Geir. Hann hefur greinilega kosið að trúa bankamönnunum frekar. Eðlilegt að Davíð sé svekktur út af því.


mbl.is Ábyrgðin liggur hjá bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hörður tekur völdin.

Hann er séður þessi Hörður. Smátt og smátt kemur hann afkomendum sínum til áhrifa.

Þó mætti draga dómgreind hans í efa þegar litið er til þess hvar hann kemur þeim aðCool

Í fréttinni kemur reyndar fram að ekki sé alveg öruggt að Eygló taki sæti en ég vona það. Mig minnir að hún sé bara alveg ágæt, fyrir Framsóknarmann. 


mbl.is Eygló næst á lista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guðni segir af sér þingmennsku.

Nýjustu fréttir koma óneytanlega á óvart en svona er það nú samt. Ég veit ekki hvaða ástæður hann gefur upp en líklega nýtur hann ekki lengur trausts sinna flokksmanna.

Ég hefði frekar kosið að formenn stjórnarflokkanna tækju pokann sinn.

Það er kannski einkennandi fyrir hið skrítna ástand hér á landi að þeir tveir sem hafa sagt af sér þingmennsku skuli hvorugur tilheyra stjórnarliðinu. 

Annar, Bjarni Harðar, er sárasaklaus af því klúðri sem við erum nú stödd í en það sama verður ekki sagt um Guðna kallinn.

Svo er bara spurningin: Hvort er þetta upphafið að endalokum Framsóknarflokksins eða upphaf nýrrar og betri Framsóknar? Eitt er víst að vegur kvenna í Framsóknarflokknum fer hratt vaxandi.

 


mbl.is Guðni segir af sér þingmennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjónarmið sem Íslenskir lánadrottnar ættu að taka sér til fyrirmyndar.

 

Ummæli Percy Westlund sendiherra Evrópusambandsins vöktu athygli mína: "Þetta er eins og í sérhverju sambandi lánardrottins og skuldunautar. Lánardrottnar vilja fá endurgreitt og setja þess vegna sanngjarna skilmála. Það er allra hagur að íslenskt efnahagslíf nái sér sem fyrst á strik."

Ef þetta er raunin en ekki bara innantómt orðagjálfur þá er það fínt. Þetta er hin skynsamlega afstaða sem ætti ávallt að hafa að leiðarljósi, hvort heldur sem um er að ræða einstaklinga, fyrirtæki eða þjóðir.

Ég þekki það sjálf af biturri reynslu að þannig hafa Íslenskir lánadrottnar EKKI hagað sér gagnvart skuldurum sínum. Þeir hafa oftast þrautpínt þá til hins ýtrasta. Oft virðist það vera háð geðþóttaákvörðunum hvernig og hvort samið sé við skuldara. Innheimtulögfræðingar hafa beinlínis haft óheft veiðileyfi á skuldarana. Mýmörg dæmi eru um að þóknun til þeirra nemi hærri upphæð en skuldinni.

Hér á landi leyfilegt að taka allt að 75% af brúttó launum upp í opinber gjöld. Sem þýðir þá, fyrir venjulega launamenn, að ekkert er eftir til þess að lifa af. Þetta fyrirkomulag hefur svo leitt til þess að margir flýja land eða fara að vinna svart. Hversu skynsamlegt er það? Í flestum öðrum löndum er þess gætt að skuldarinn hafi peninga til lágmarksframfærslu.

Það er ekki fyrr en núna þegar allt stefnir í að fjöldinn lendi í vandræðum að farið er að huga að þessum málum. 

Annars er gott að einhver er ánægður. Ég ætla að bíða með að lýsa ánægju minni þangað til ég veit meira.


mbl.is Ánægður með samninginn við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband