Mikið rosalega er ég orðin þreytt á þessu.

Hvað þarf til þess að koma þessu fólki í skilning um að það hefur ekki lengur umboð? Björn Bjarnason sagðist ekki telja eggjakast líklegt til árangurs og ég er algjörlega sammála honum með það. En þá spyr ég hvað er líklegt til árangurs?

Fólk skrifar greinar í blöð, heldur fundi úti og inni, bloggar sig máttlaust, sendir þingmönnum tölvupóst, hringir í símatíma útvarpsstöðva og ég veit ekki hvað og hvað.

Ekkert dugar. Síðast í gær heyrði ég Geir segja að stutt sé frá síðustu kosningum þar sem núverandi ríkisstjórn hafi fengið skýrt og öruggt umboð til fjögurra ára, frá kosningum að telja. 

Halló, umboðið hefur verið afturkallað. 

Almenningur treystir ykkur ekki lengur, vill ykkur burt, vill hleypa nýju fólki að.

Það er gripið til allskonar líkinga," ekki skynsamlegt að skipta um hest í miðrið á". Við venjulegar aðstæður á það fyllilega við, en hvað ef hrossið sturlast í miðri á og hættir við að fara yfir, berst með straumnum og stefnir fram af fossbrún? Nú eða hrossið er bara dautt? Þá þarf að skipta. 

Svo koma Geir og Björgvin fram í glansþáttum þar sem þeir hreykja sjálfum sér fyrir ósérhlífni og mæra sjálfa sig í bak og fyrir. Eflaust kaupa þetta einhverjir en ég segi fyrir mig, mér verður illt. 

 


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband