Hvort er mikilvægara traust eða ímyndaður stöðugleiki?

Sjálfstæðismenn hætta aldrei að koma manni á óvart. Núna segja þeir ekkert vera mikilvægara en að það ríki stöðugleiki í kring um helstu stofnanir landsins og þess vegna má ekki hrófla við neinum,þar með ekki þeim sjálfum.

Við þessar aðstæður er TRAUST mikilvægast af öllu. Almenningur þarf að treysta stjórnvöldum og stofnunum. Það er ekki síður mikilvægt að ríkisstjórn Íslands njóti trausts þeirra ríkja sem ætla að hjálpa okkur út úr þessum ósköpum með því að lána okkur peninga.

Við getum rétt ímyndað okkur hvaða orð Sjálfstæðismenn  hefðu látið falla ef vinstri stjórn væri í landinu. Því eftir því sem Sjálfstæðismenn segja þá "gerðist þetta bara"  Hamfarirnar komu eins og þruma úr heiðskýru lofti og enginn hefði getað komið í veg fyrir það.

Mér er sem ég sæi Sjálfstæðismenn bíða rólega og gefa þeirri stjórn vinnufrið.  

 


mbl.is Hissa á ummælunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband