Hvað þarf almenningur að gera?

 
Björn Bjarnason lenti í því, nú í vikunni að eggjum var kastað í ráðherrabílinn hans. Hann hafði orð á því á heimasíðunni sinni
_"Á /mbl.is/ er sagt frá því, að samtökin Nýir tímar hafi staðið fyrir þessum aðgerðum við þinghúsið en þau berjist fyrir því að ríkisstjórnin víki og tímabundin þjóðstjórn verði skipuð. Að það markmið náist með því að kasta eggjum í ráðherrabíla, finnst mér ólíklegt."_

Ég er alveg sammála Birni, en hvaða aðgerðir eru líklegar til árangurs? Hvað þarf fólk sem er þessarar skoðunar að gera, til að Björn taki mark á því.
Fólk skrifar greinar í blöð, hringir inná útvarpsstöðvar, bloggar sér til óbóta, fundar úti og inni út um allan bæ og ég veit ekki hvað og hvað. Ekkert virðist duga, menn vilja ekki hlusta.
Eru einhverjar reglur eða lög um það að t.d. ákveðinn hluti kjósenda geti með undirskriftum farið fram á kosningar? Gerir lýðræðisríkið kannski ekki ráð fyrir því að almenningur geti afturkallað umboð sitt ef því finnst illa farið með það?


mbl.is Vantrauststillaga komin fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Það er eins og ríkisstjórnin sé ekki að fatta hvað hún er slöppl!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 21.11.2008 kl. 16:35

2 identicon

Þóra mín!  Er ekki allt í lagi? Ég er farinn að sakna þess að sjá ekkert frá þér, það er kominn 27. nóv. og þú bara þegir, þetta gengur ekki .

Kv. Kristján. 

Kristjan (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband