Falsar Útvarp Saga niðurstöður í eigin könnunum?

 

 Tekið af vef Útvarps Sögu kl. 11.45.

Skoðanakönnun

Thanks for your vote!
  • Ert þú sammála aðgerðum biskups gegn séra Gunnari Björnssyni?
  • nei - 38%
  • Já - 58%
  • Hlutlaus - 4%
 
Þetta blasti við þeim sem tóku þátt í skoðanakönnun á Útvarpi  Sögu í gærkvöldi og svo aftur þegar klukkuna vantaði 15 mínútur í tólf. Þegar útvarpsmaðurinn las niðurstöðurnar rétt fyrir kl. 12 var allt annað uppi á teningnum. Þá voru þeir sem voru sammála aðgerðum biskups komnir niður í 30% en óssammála 70%. Er  nema von að maður spyrji?
Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem hlustað hefur á stöðina að stjórnendur hennar eru á bandi sr. Gunnars. Hvers vegna er ekki gott að segja.
Mér er það alveg óskiljanlegt að fólk geti lagt blessun sína yfir það háttarlag sem sérann sýndi af sér, það er að leita sjálfum sér huggunar með því að strjúka og kyssa fermingarstelpur. Því þrátt fyrir sýknudóm fyrir Hæstarétti þá er sú hegðun óumdeild.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Einu gleymdi ég að gera ráð fyrir, stuðningsmenn prestsins hafa heyrt af könnuninni og komið svona rosalega sterkir inn á endasprettinum.

Þóra Guðmundsdóttir, 21.10.2009 kl. 12:25

2 identicon

Þeir sem styðja prestinn... þeir hinir sömu traðka á stúlkunum..
Og takið eftir... þeir eru að gera þetta vegna þess að þeir telja sig fá verðlaun

DoctorE (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 12:34

3 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Þessi hegðun er víst umdeild Þóra

Halldóra Hjaltadóttir, 21.10.2009 kl. 12:38

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ekki trúi ég því að Saga falsi niðurstöður. Aftur á móti er áróðurinn gegn biskupi gegndarlaus.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.10.2009 kl. 12:48

5 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Dr. E, ég er hrædd um að þessi hegðun sé útbreiddari en margur heldur, allavega var það þannig. Vonandi er það að breytast og gerir það örugglega ef menn hætta að komast upp með að haga sér svona.

Halldóra, það sem ég átti við er að það er óumdeilt að Gunnar hafi strokið stelpunum. Hann viðurkenndi það sjálfur. Það er hins vegar deilt um hvort það hafi verið við hæfi eða ekki. Mér finnst það alls ekki.

Heimir, ég  trúi því nú varla sjálf. En mér finnst þetta líka rosalega skrítið, ég kíkti á þetta í gærkvöldi því mig langaði að vita hvort þessi áróður gegn biskupi hefði náð til hlustenda stöðvarinnar, svo gáði ég aftur þarna korter fyrir tólf. En eins og ég segi, kannski voru stuðningsmenn Gunnars svona sterkir á endasprettinum.

Þóra Guðmundsdóttir, 21.10.2009 kl. 13:19

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ljótt ef satt er.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.10.2009 kl. 13:32

7 Smámynd: Benedikt Jónasson

Ég var einmitt að skoða þessa könnun,það var lengi vel mikill meirihluti sem studdi biskupinn skyndilega snýst það við og það ekki lítið.Þátttakan sló líka öll met u.m 2500 manns,ekkert að marka þessa könnun og kæmi mér ekki á óvart að útvarp Saga stæði á bak við.

Benedikt Jónasson, 21.10.2009 kl. 13:39

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Svokallaðar "skoðanakannanir" á Útvarpi Sögu geta aldrei talist marktækar sem slíkar. Hér er um frjálsar innhringingar að ræða og hver og einn getur greitt atkvæði oftar en einu sinni hafi hann aðgang að fleiri en einni tölvu.

Til að um skoðanakönnun sé að ræða þarf úrtakið að vera valið tilviljanakennt.

Þetta getur í besta falli kallast samkvæmisleikur, ágætur sem slíkur. Enda eru niðurstöðurnar oft illa á skjön við taktinn í samfélaginu.

Það er bæði fyndið og sorglegt í senn að kalla það áróður gegn sr Gunnari, þegar foreldrar, af ást og umhyggju fyrir börnum sínum, geta ekki fallist á  að hans heilagleiki hafi "frjálsar hendur" við fermingarbörn.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.10.2009 kl. 13:53

9 Smámynd: Óli Jón

Við eigum ekki að taka mark á bullinu og blaðrinu sem felst í skoðanakönnunum Útvarps Sögu, enda eru þær ekkert nema argasta bull og blaður. Í besta falli eru þær lélegar og ómarkvissar, í versta falli eru þær falsaðar og vísvitandi rangar.

Ég hef áður skrifað grein um þessar ólukku kannanir. Eftir lestur hennar vona ég að lesendur verði mér sammála um að Útvarp Saga og aðrir fjölmiðlar eigi að hætta að gera svona bull að umfjöllunarefni, enda er það aðeins til ógagns. Ég þykist vita að ábyrgðarfullir forráðamenn Útvarps Sögu hljóti að taka þetta til greina ...

... nema ætlun þeirra sé að halda fram bulli og rangfærslum?

Óli Jón, 21.10.2009 kl. 14:30

10 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Þess má geta að kl. 11.45 höfðu 706 tekið þátt en um það bil 15 mínútum síðar voru þátttakendur orðnir 2591. Mjög dularfullt.

Þóra Guðmundsdóttir, 21.10.2009 kl. 15:09

11 Smámynd: Óli Jón

Þetta sýnir að það er ekkert að marka þetta, en þetta hefur þau skaðlegu áhrif að það afvegaleiðir og bjagar vitræna umræðu.

Vonandi hættir Útvarp Saga þessari vitleysu ... en ég myndi þó ekki veðja á það!

Óli Jón, 21.10.2009 kl. 15:16

12 identicon

Það sem biskup á að gera ef hann er alvöru maður með alvöru mál... hann á að henda hempu sinni og segja eins og er: Við höfum verið að boða rugl og bull.. sóað óhemju miklu af peningum í ruglið okkar... nú er mál að linni, Guddi er ekki til...
Þá verður biskups minnst sem mannsins sem tók af skarið, maður sannleikans.. í stað þess að verða bara einn af rislaeðlunum.

DoctorE (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 15:34

13 identicon

Rugl er þetta í þér Þóra. Ég þekki nú til á Útvarpi Sögu. Gamall skólabróðir Arnþrúðar. Hlustun á stöðina hefur aukist gríðalega undafarna mánuði, enda er stöðin mjög öflug í þjóðfélagsumræðuni. Það er bara hægt að kjósa einu sinni úr hverri tölvu. og siðustu 30 til 40 mínúturnar sem könnunin er, er fólk hvatt til að kjósa í tíma, sem er mjög eðlilegt. Ég veit að það heiðursfólk sem stendur að Útvarpi Sögu er ekki að falsa kannanir. Annars er gott að þú hlustar á Útvarp Sögu eins og annsi margir aðrir þessa dagana. Njóttu heil.

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 16:28

14 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Gunnar Gunnarsson er gamall skólabróðir útvarpsstjóra. Hann ætti að vita hvað rétt er!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.10.2009 kl. 16:40

15 Smámynd: Jens Guð

  Ég þekki það vel til á Útvarpi Sögu að ég tel mig geta fullyrt að þar eru niðurstöðu í skoðanakönnunum ekki falsaðar.  Það er algengt að þátttaka í skoðanakönnunum á Útvarps Sögu taki góðan kipp á síðustu mínútum. 

  Ég veit ekki hvers vegna það er.  Sjálfur er ég einn þeirra sem tek þátt í skoðanakönnunum á síðustu mínútum.  Það er að segja þegar dagskrárgerðarmaðurinn vekur athygli á að ný spurning verði sett inn eftir nokkrar mínútur.

  Hitt er annað mál að skoðanakannanir sem þessi,  þar sem þátttakendur velja sjálfa sig í úrtak,  eru fyrst og fremst léttur samkvæmisleikur.  Alveg eins og þær skoðanakannanir sem við setjum upp á bloggsíðum okkar.  Eða þegar hlustendur rásar 2 velja mann ársins.  Og svo framvegis.

  Stundum hleypur kapp í einhverja varðandi tilteknar skoðanakannanir.  Ég hef oftar en einu sinni og oftar en tvisvar verið beðinn um að taka þátt í skoðanakönnun á vísir.is,  rás 2 eða Útvarpi Sögu.  Þá er um svokallaða smölun að ræða til að hafa áhrif á niðurstöðu. 

  Á sínum tíma gerðum við í Frjálslynda flokknum þetta ítrekað til að sýna sterka stöðu flokksins þegar spurt var um hvað menn ætli að kjósa í alþingis- eða sveitastjórnakosningum. 

  Ég tek fram að ég er sammála ákvörðun biskopps í máli Gunnars og skrifaði fyrir nokkrum dögum bloggfærslu um það.  Hún uppskar líflega umræðu þar sem ekki voru allir á einu máli.  Eins og gengur.

Jens Guð, 21.10.2009 kl. 17:00

16 identicon

Sem tæknimaður Útvarps Sögu og sem sá aðili sem sér um skoðanakannanir á vefsvæði stöðvarinnar get ég fullvissað ykkur um að ekki er hægt að breyta niðurstöðum í könnunardálknum að neinu leiti.

Þetta getiði sannreynt sjálf t,d með því að setja upp könnun á bloggsvæðinu ykkar. Aðgangur að könnunum takmarkast að því leyti að einu breytingar sem hægt er að gera inn á vefkerfum sem innihalda slíkar kannanir eru þær að hægt er að sjá sundurliðun  atkvæða og að setja inn nýjar kannanir, Engu öðru er hægt að hreyfa við í vefkerfinu sem við kemur könnuninni.  

Í lokin vil ég taka fram að einungis er hægt að kjósa í 1 skipti úr hverri tölvu, og ekki er heldur hægt að hringja inn atkvæði,

Útvarp Saga getur að sjálfsögðu ekki tekið ábyrgð á hvort fólk sé sátt við niðurstöður könnunar eður ei.

Það er nú ekki flóknara en það.

virðingarfyllst 

Jóhann Kristjánsson tæknmaður á Útvarpi Sögu

Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 17:00

17 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hvað kaustu Jóhann Kristjánsson? Nei, mér kemur það ekki við.

Mér finnst að herra Karl Sigurbjörnsson hafi tekið ákaflega vel á máli Gunnars Björnssonar og miðað við viðbrögð Gunnars hefur biskup sýnt honum of mikið traust.

Gunnar Björnsson lifir við það að vera talinn af þjóðinni mjög fjölþreifinn um kvennabekki og eru til mýmargar sögur af þreifingum klerksins.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.10.2009 kl. 17:07

18 identicon

Bylgjan sem sambærilega könnun þar sem 87% segja biskup hafa gert rétt...

Eru bara vitleysingar sem hlusta á kjafta-Sögu.. eða what gives

DoctorE (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 17:33

19 identicon

DoktorE finnst þér þessi athugasemd þín yfirleitt svaraverð?

Mér þykir þú nú ekki mikill maður að þora ekki að koma fram undir nafni en geta samt leyft þér að láta slíkt útúr þér.

Nafnleysisbloggarar eru heigulsbloggarar það er deginum ljósara.

Jóhann Kristjánsson (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 20:05

20 identicon

Allt fyrir verðlaunin. Þetta lið sem samþykir kynbundið ofbeldi gerir það vegna þess að það heldur að hinn ímyndaði guð sé sammála Gunnari í málinu, Þvílíkt hyski og eins og þessi fundur sem var haldinn á Selfossi, þar hefði verið réttast að standa fyrir utan með stórt skilti sem á stæði ,,hér funda barnaníðingar"

Valsól (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 20:40

21 identicon

Jóhann minn... aðeins á smáskerinu íslandi, löndum íslam og kína.. eru menn að velta nöfnum fyrir sér.

BTW Vissir þú að biblían er nafnlaus skrif út í gegn, nafnlaus meint vitni að súperofurmega atburðum...

Að auki veit enginn hver þú ert vinur minn.. ég gæti droppað hér inn eins og þú og notað hvaða nafn sem er..
tsk tsk

DoctorE (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 20:44

22 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ef þetta er rétt "könnun" þá er greinilegt að þessi gengdarlausi áróður gegn biskupi, með perrum, svínvirkar á hlustendur Útvarps Sögu.

Það var svo sem við því að búast. Af einhverjum undarlegum ástæðum þá hafa menn eins og Guðmundur í Byrginu, Geiri í Goldfinger og Gunnar prestur átt hauka í horni á þeirri stöð.

Mér finnst samt sérkennilegt að á þessum lokaspretti hafi hlutföllin gjörsamlega snúist við.

Þóra Guðmundsdóttir, 21.10.2009 kl. 21:20

23 identicon

Bara eitt sem ég vil benda á frá tæknilegri hlið málsins að hver sem er getur falsað niðurstöður í könnunum sem innskráning er óþörf. Það þyrfti ekki nema einn stuðningsmann með smá tækniþekkingu eða nokkra með minni þekkingu og þolinmæði. 

Ævar Örn Kvaran (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband