Það má ekki anda á Arnþrúði.

Fyrir nokkru síðan gagnrýndi ég Útvarp Sögu og það var eins og við manninn mælt, Pétur Guðlaugsson sérlegur fylgisveinn útvarpsstjórans hringdi í mig til að skamma mig.

Arnþrúður hefur farið mikinn og fordæmt ritskoðun sem að hennar sögn er viðhöfð á öðrum fjölmiðlum.  Nú hefur hún endanlega sannað að hún þolir ekki hina minnstu gagnrýni.  Gagnrýni "gömlu konunnar í Keflavík" átti fyllilega rétt á sér, þessi dæmalausa hringing Arnþrúðar í verðandi fósturmóður drengs var ósmekkleg í meira lagi.

Hvað svo sem hægt er að segja um framgöngu barnaverndaryfirvalda þá var þetta útspil Arnþrúðar ótrúlega ósvífið og beinlínis heimskulegt.

Því miður er þetta ekki eina dæmið um ósmekkleg og ófagleg vinnubrögð á stöðinni. Mér er til dæmis í fersku minni þegar lesið var upp úr dagbók 15 ára stúlku í beinni útsendingu. Þau eru mörg dæmin af svipuðum toga en ég læt þetta duga.


mbl.is Guðmundur rekinn af Útvarpi Sögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Kræst Þóra. Af hverju er þér ekki sama um hvað kemur fram á Útvarp Sögu.  Ég er löngu hætt að hlusta á Útvarp Sögu en mér fannst Guðmundur Ól. og Sigurður alltaf skemmtilegir. Annað sem mér fannst sérstakt við Sögu og var til þess að ég hlustaði á rásina (þvagrásina eins og sumir kalla hana) var að mér fannst tónlistin svo frábær. Mér finnst bara allir tóna eins og Eiríkur Stefánsson og ég hef heyrt nóg til hans. Algert slys ef ég lendi á þessari stöð og fljót að hafa mig í burtu, þess vegna yfir á gufuna. Annars sammála þér um vinnubrögð stöðvarinnar og má minna á umræðu Arnþrúðar um Jónínu Ben. forðum þó hagsmunir þeirra virðist fara saman um þessar mundir. Ekki gleyma heldur að Bónus eigandinn silfurgrái var kosinn maður ársins eða viðskiptajöfur ársins 2007 á ÚS ef ég man rétt.  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 17.11.2009 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband