Færsluflokkur: Bloggar

Er útlenskur matur hættulegur ?

Það er alveg makalaust að fylgjast með umræðum um innflutning á fersku kjöti.

Helstu rökin sem notuð eru gegn innflutningi á kjöti eru annars vegar að fólki stafi hætta af kjötinu vegna sýkinga eins og t.d. salmonellu og Campylobacter og hins vegar er því haldið fram að íslenskur bústofn,  sem okkur hefur tekist að verja fyrir ýmsum hættulegum sjúkdómum,  geti sýkst.

Gömul kona hringdi um daginn á útvarpsstöð og sagði að hún myndi  aldrei kaupa útlenskt kjöt, jafnvel þó það væri mun ódýrara en það Íslenska vegna þess að það væri svo hættulegt.

Það er ótrúlegt að fullorðið fólk, þokkalega skynsamt, skuli halda því fram fullum fetum að útlenskt kjöt sé beinlínis hættulegt til manneldis. Hefur þetta fólk aldrei farið til útlanda ? Tekur það kannski með sér birgðir af mat ? Hefur það ekki tekið eftir því að það býr fólk í útlöndum og því fjölgar meira að segja ískyggilega hratt.

Hvað með allan þann útlenska mat sem fólk borðar dags daglega. Megnið af niðursuðuvöru er útlensk, kex og kökur allskonar, pakkamatur og svona mætti lengi telja.

Það er engu líkara en að það eigi að flytja inn kjöt af sjálfdauðum hræjum.

Það kjöt sem flutt verður inn er 1. flokks, unnið í 1. flokks sláturhúsum og kjötvinnslum. Heldur fólk að við hér á landi séum eina fólkið sem kunni að slátra og vinna kjöt. Hluti af þeim fjölmörgu reglum Evrópusambandsins sem við höfum "neyðst" til að taka upp eins og oft er sagt, hafa einmitt snúið að sláturhúsum.

Hvað með innflutt skepnufóður ? Er það ekki stórhættulegt ?

Íslenskum  búpeningi stafar mun meiri hætta af ferðamönnum sem koma á stígvélunum sínum í fjós og klappa kúm heldur en af hráu kjöti sem kaupstaðafólkið kaupir sér í matinn.


Í gær !!!

Er ekki í lagi með konuna ? "Í gær" segir allt sem segja þarf. Ef stjórn LSH hefði verið alvara þá hefði sáttarhöndin komið fyrr.

„Skiljanlega eru þetta mikil vonbrigði. Við réttum fram sáttahönd í gær en það var slegið á hana," sagði Anna Stefánsdóttir í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins hún sagði að stjórn LSH hefði gjarnan viljað verða við áskorunum og sjónarmiðum hjúkrunarfræðinga um meira samráð.


mbl.is Forstjóri LSH: Mikil vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauðans alvara

Uppsagnir þessara hjúkrunarfæðinga hafa vofað yfir í 3 mánuði. Í þrjá MÁNUÐI og jafnvel lengur hafa stjórnendur spítalans vitað af þessari megnu óánægju með breytt vaktafyrirkomulag en ekki brugðist við.

Þeir hafa heldur ekki nýtt tímann til að fá nýtt fólk í stað þess sem ætlar að hætta.

Nú þegar þrír DAGAR eru til stefnu þá kemur tillaga um að fresta breytingum.

Héldu yfirvöld og stjórnendur spítalans að hjúkrunarfræðingarnir væru bara að grínast ? 

Ég heyrði viðtal við Ástu Möller þar sem hún sagði að þetta vandamál væri ekki á borði heilbrigðisnefndar, þetta væri ekki þeirra mál.

Hvað ætlar heilbrigðisráðherra að gera, er þetta kannski ekki heldur hans mál ? Er þetta kannski bara mál stjórnenda spítalans ?

Þetta á að vera mál ríkisstjórnarinnar allrar, þetta er meira að segja má okkar landsmanna allra og við erum sammála um að við viljum hafa spítalann í lagi.

 


mbl.is Uppsagnirnar standa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað fór úr böndunum ?

Hingað til hef ég staðið með lögreglunni í nánast öllum málum. Ég hef alltaf talað vel um hana og alið syni mína upp við að bera virðingu fyrir lögreglunni.

Lögreglan segir að mótmælin hafi farið úr böndunum, eftir því sem ég best séð voru það aðgerðir lögreglunnar sem fóru úr böndunum.

Bara það að mæta í fullum herklæðum og stilla sér upp eins og þeir gerðu er til þess fallið að æsa fólk upp. Hvað þá að sprauta piparúða fyrir fólk sem bara stendur og horfir á. Framkoma lögreglunnar var til háborinnar skammar þetta er ekki sú lögregla sem ég treysti.

Það má líka spyrja sig að því hver skapaði hættu, voru það vörubílstjórarnir, skólakrakkarnir venjulegt fólk á miðjum aldri eða lögreglan sjálf.

Hingað til hefur enginn slasast við mótmæli bílstjóranna en núna þegar lögreglan fríkar út þá meiðist fjöldi fólks.


mbl.is Mótmælin fóru úr böndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er orðið virkilega óhuggulegt.

Ég verð að segja að ég var orðin hálf þreytt á mótmælum bílstjóranna en núna.....

Ég hlustaði á fréttir í útvarpinu í hádeginu og heyrði þar af óeirðunum, fannst hálf óhuggulegt að heyra nefnda óeirðalögreglu og úðabrúsa.

Svo kem ég heim og horfi á upptökur af atburðunum á öllum vefmiðlum og mér er mjög brugðið, ég er hreinlega í sjokki. Mér finnst það ekki fara á milli mála að þarna fór lögreglan offari. Bara það að mæta með hjálma og skildi er stríðsyfirlýsing.

Að sjá svo aðfarirnar, þvílíkt og annað eins. Hingað til hef ég ekki verið mótfallin því að lögreglan fengi stuðbyssur en ég hef skipt um skoðun, þeir hafa ekkert við fleiri vopn að gera miðað við hvernig þeir fara með þau sem þeir hafa nú þegar. 


mbl.is Mótmælin virtust stjórnlaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já var það ekki.

Þessu trúi ég alveg. Auðvitað réttum við úr kútnum, þetta var bara smá hiksti í góðærinu.

Fjárfestingabankinn Bear Stearns (hef ekki hugmynd um hver hann er) spáir 8% gengishækkun Íslensku krónunnar á næstunni. Þvílíkur léttir.

Bara bjart framundan og í ofanálag, hlýindi í sumar. Frábært.

 


mbl.is Bear Stearns spáir 8% gengishækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fordómar

Það er hálf kaldhæðnislegt að kona sem kvartar undan fordómum skuli sjálf hafa  í frammi fordóma.

Það er ekki skrítið að erfitt sé að vinna gegn þeim. 

"Stundum er erfitt að skilja hvernig fólk getur verið þunglynt á Íslandi" Þetta segir Jurgita, sem flutti hingað frá Litháen.

Hún hefur greinilega enga þekkingu á þeim alvarlega sjúkdómi sem þunglyndi er. Þunglyndi getur lagst á hvern sem er við hvaða aðstæður sem er.

Ég er líka viss um að hún hefur ekki áttað sig á þessu sjálf og örugglega er þetta ekki meint þannig. Eflaust á hún við að hún eigi erfitt með að skilja að fólk hér hafi undan einhverju að kvarta.

depression


mbl.is Bitnar mest á börnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki of seint.

Ef það er eitthvert vit í að hætta við þá er það ekki enn orðið of seint.

Eftir því sem ég hef heyrt og lesið um málið þá finnst mér ekkert vit í Bakkafjöru.

Í fyrsta lagi þá segja margir sem mark er á takandi, að oftar yrði ófært á milli lands og eyja og ekki síður sú staðreynd þá lengist leiðin um landveg til muna, miðað við að leiðir flestra lægju til Reykjavíkur, og það gæti þýtt fjölgun alvarlega bílslysa.

Að vetrarlagi er hreint ekki fýsilegt að auka umferð um Suðurlandsveg.

Það væri miklu nær að fá öflugri og hraðskreiðari Herjólf og halda áfram að sigla til Þorlákshafnar. 

 

,l_image45dd5d21cf98e

 


mbl.is Of seint segir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það til of mikils mælst

Að þingmenn og þó sérstaklega Ráðherrar, leggi það á sig að læra að flytja mál sitt sómasamlega ?

Ég hef af sérstökum ástæðum haft tækifæri til að fylgjast með umræðum á Alþingi síðustu daga og mér finnst alltof margir þingmenn vera heldur daprir ræðumenn.

Sumir standa eins og drumbar í ræðustólnum og muldra svo að það er jafnvel erfitt að heyra hvað þeir segja. Þetta finnst mér ekki sæmandi.

Nú er engrar sérstakrar menntunnar krafist af þeim sem sækjast eftir þingsæti og eðlilegt að þingmenn séu af fjölbreyttu sauðahúsi og með mismunandi bakgrunn.

Það er þó lágmarks krafa okkar sem hlusta á þá, að þeir geti flutt mál sitt þannig að sómi sé að. Hvað þeir svo aftur segja er þeirra mál 

 

,althingiinside

 


Sópa göturnar takk.

Svifryk í Reykjavík fór yfir heilsuverndarmörk í dag. Það er í rauninni ekkert undarlegt miðað við þau óhreinindi sem eru á götum borgarinnar. Sumar göturnar eru þaktar mold og sandi eftir veturinn og í dag blés hressilega svo að allt fór af stað.

Skítið hvað göturnar eru sjaldan hreinsaðar og í ofanálag ganga flutningabílstjórar oft svo illa frá malar- og sandförmum sínum að þeir strá hreinlega farminum á göturnar.

Upp með kústana.

 


mbl.is Svifryk yfir mörkum í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband