Þetta er orðið virkilega óhuggulegt.

Ég verð að segja að ég var orðin hálf þreytt á mótmælum bílstjóranna en núna.....

Ég hlustaði á fréttir í útvarpinu í hádeginu og heyrði þar af óeirðunum, fannst hálf óhuggulegt að heyra nefnda óeirðalögreglu og úðabrúsa.

Svo kem ég heim og horfi á upptökur af atburðunum á öllum vefmiðlum og mér er mjög brugðið, ég er hreinlega í sjokki. Mér finnst það ekki fara á milli mála að þarna fór lögreglan offari. Bara það að mæta með hjálma og skildi er stríðsyfirlýsing.

Að sjá svo aðfarirnar, þvílíkt og annað eins. Hingað til hef ég ekki verið mótfallin því að lögreglan fengi stuðbyssur en ég hef skipt um skoðun, þeir hafa ekkert við fleiri vopn að gera miðað við hvernig þeir fara með þau sem þeir hafa nú þegar. 


mbl.is Mótmælin virtust stjórnlaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ósammála því að lögreglan hafi farið offari, ég var á ferð þarna sem saklaus borgari og varð vitni að ruddaskap bílstjórana sem að mínu viti ættu að vera á Litlahrauni næsta árið að minnsta kosti. Lögreglan var að sinna skyldustörfum sínum.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 17:00

2 Smámynd: besservissinn

já mikið er ég sammála þessu!

áður en ég sá þetta þá fannst mér einmitt alltí lagi þó lögreglan hérna fengi stuðbyssur...en eftir þetta finnst mér að það eigi tvímælalaust að taka piparúðann af þeim

besservissinn, 23.4.2008 kl. 18:50

3 identicon

sæl Öllsömul.

Ekki get ég dæmt um aðgerðirnar í dag, þar sem ég var ekki á staðnum, og hef ekki kynnt mér mál þeirra aðila sem að málinu koma.

Telji fólk á sér brotið af hálfu lögreglunnar, þá má alltaf leggja fram kæru og verður málið þá vonandi rannsakað.

Varðandi útbúnað lögreglu, þá tel ég þá sjálfa fullfæra um að meta hvaða búnað þeir þurfa í starfi sínu.

Það er lögreglan sem er á vettvangi, þeir einir vita hvaða búnað þeir þurfa til að geta sinnt starfi sínu með sóma.

Miðað við fréttir af starfi lögreglu, og annara sem að öryggisgæslu koma, undanfarna mánuði, þá tel ég fulla þörf á að þeir eigi þann valmöguleika að beita rafbyssum.

Vísa ég til dæmis í samskipti lögreglu við fíkniefnaleit og árás á öryggisvörð í 10-11 verslun.

Betur væri ef fólk sýndi lögreglunni virðingu í starfi sínu. Engin veit hvenær hann/hún þarf á aðstoð lögreglu að halda.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.

Heimir H. Karlsson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 23:10

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Ég vona svo sannarlega að málið verði rannsakað.

Þóra Guðmundsdóttir, 29.4.2008 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband