Óþolandi óvissa
Fimmtudagur, 13. nóvember 2008
Ef Björgólfur segir satt, sérstaklega varðandi þann þátt að eignir dugi fyrir skuldunum, þá hefur ríkisstjórnin staðið sig verr heldur en ég hélt. Þá hefur hún látið okkur engjast af kvöl og kvíða alveg að óþörfu.
Reyndar talaði Ingibjörg líka um það í kvöld að sennilega væri slatti til af eignum á móti.
Það er löngu tímabært að við fáum að vita hver staðan er í raun og veru.
Annars er það alveg skelfilegt hvað Sigmar er lélegur spyrill, hann ætti bara að halda sig við þætti eins og Útsvar ef hann vill endilega spyrja spurninga.
![]() |
Skuldir lenda ekki á þjóðinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég er sammála Þór Sigfússyni, burt með spillingaliðið.
Fimmtudagur, 13. nóvember 2008
Líkingin við fjölskylduna er ágæt, nema ég myndi segja að yngsti bróðirinn hefði brotið allt og bramlað heima hjá nágrönnunum. Nágrennarnir eðlilega öskureiðir og vilja fá tjónið bætt.
Foreldrarnir hafi ekki gætt þess að vera nægilega tryggðir fyrir áföllum né heldur reynt að koma í veg fyrir að drengurinn léki lausum hala, jafnvel þó þeir hafi um nokkurt skeið vitað af hegðunarvanda hans. Þess í stað héldu þeir í þá von að glannaskapurinn eltist af honum.
![]() |
Formaður SA: Þurfum skipstjórn sem segir okkur hvert við stefnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bréf frá Íslandsvini í Danmörku.
Fimmtudagur, 13. nóvember 2008
Ekki veit ég hvernig þetta ætlar allt saman að enda hjá ykkur. Mér líst verr og verr á þetta, eins sennilega ykkur líka.
Hér var stór frétt í gær í Politiken þar sem var sagt að Ólafur Ragnar hafði úthúðað Dönum og öðrum fyrir að hjálpa ekki Íslandi.
Ég held að hann ætti að spyrja sjálfa sig hvers vegna Danir og fleiri ekki hafi komið hlaupandi til hjálpar. Kannski af því að þeir hafa séð hvernig fjármálunum á Íslandi hefur verið stjórnað eða öllu heldur ekki stjórnað síðustu árin. Enn eru sömu mennirnir við stjórn, enginn tekur ábyrgð og það eru heldur ekki komin nein plön um hvernig eigi að ráðstafa þessum lánum. Margir Danir, Englendingar, Þjóðverjar og aðilar annarra þjóða hafa misst vinnuna út af útrásarþörf Íslendinganna frægu. Mér finnst mikil frekja að bara krefjast skilyrðislaust að þessi lönd komi hlaupandi til hjálpar. Þeir vilja líka vita í hvað peningarnir fara , þeir eru sennilega skíthræddir um að þeir bara fuðri upp eins gerðist til dæmis í Argentínu. Það eru engin merki um að þessum lánuðu peningum muni verða ráðstafað skynsamlega, og að hjálparlöndin eigi einhverja von um að fá þessi lán greidd til baka. Það er samdráttur allsstaðar í heiminum og það er stór beiðni um að óska eftir lánum á þessum tímum. Og hvernig er það annars hafa Íslensk yfirvöld leitað til annarra landa m.a. Danmerkur um hjálp eða ætlast þeir bara til að þeir gefa hana óbeiðnir?
Mér finnst reyndar að Íslensk yfirföld ættu ekki að biðja um pening, heldur bara dvalar- og vinnuleyfi fyrir íslendinga í öðrum löndum. Svo getur ríkisstjórnin og stjórn Seðlabankans verið ein eftir á skerinu, og lifað í ein og ótrufluð í sinni ostakúpu.
Hvernig hafið þið það annars þarna Þarf ég að koma með rúgbrauð og mjólk með mér þegar ég kem, eða nægir áfengi og sælgæti. Það er kannski þörf á einhverju sterkara en rauðvíni og bjór á þessum síðustu og verstu tímum?
Ég held að þetta bréf lýsi því vel hvernig litið er á okkur í útlöndum þess vegna er það forgangsverkefni okkar að losa okkur við spillingarliðið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
"Hvers konar vitleysa er þetta?"
Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Sagði Halldór Blöndal með fyrirlitningu, "ætlið þið að meina mér að ganga inn í Alþingishúsið?"
Rétt hjá Dóra, þetta er algjör vitleysa. Vitleysan er hins vegar hjá Ríkisstjórninni og þá fyrst og fremst hans eigin flokksfélögum en ekki hjá almenningi sem er búinn að fá nóg.
![]() |
Staðan er grafalvarleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 13.11.2008 kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvert var flugvélin að fara og hvaðan kom hún?
Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Þetta þykir mér ákaflega skrítið. Flugvél á leið yfir Norður-Atlandshaf drekkhlaðin sprengiefni og verður bensínlaus á miðri leið.
Hver átti farminn? Varla hafa Rússar verið að fara með sprengiefni vestur um haf, höfðu þeir kannski keypt það í Bandaríkjunum?
Sá grunur læðist að mér að vopnasalar hafi haft flugvélina á leigu.
Hvernig stendur á því að þessi frétt dúkkar upp núna? Er það til að minna okkur á að Rússar eru "vondu kallarnir"?
Eins og svo oft þá vantar mig að vita meira.
![]() |
Lenti hlaðin sprengiefni á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvers vegna er þetta fyrsta frétt.
Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Framferði Bjarna er vissulega skandall. Hafi hann viljað gagnrýna Valgerði minna hana á hennar mistök þá hefði hann bara átt að gera það beint sjálfur.
En mér finnst klúður og getuleysi Ríkisstjórnarinnar miklu alvarlegra. Það er engu líkara en að þessi ríkisstjórn klúðri beinlínis öllu sem hægt er að klúðra.
Fimm vikur eru liðnar frá hruni bankanna og enn glittir ekki í lausn. Ef fram heldur sem horfir munu öll hjól atvinnulífsins stöðvast með tiheyrandi hörmungum.
Það er tími til kominn að skipta út fólki á öllum helstu stöðum.
Skipta út ráðherrum, allavega í viðskipta og fjármálaráðuneytinu. Síðan ætti skipta um stjórn í Seðlabankanum og einn Seðlabankastjóri er nóg.
![]() |
Guðni: Bjarni axlar ábyrgð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Nýjan gjaldmiðil núna strax!
Sunnudagur, 9. nóvember 2008
Ég hef hlustað fram og til baka á nánast alla hagfræðinga Íslands. Mín niðurstaða er sú að það væri hreint glapræði að svo mikið sem reyna að koma krónunni aftur á flot.
Öllum virðist bera saman um að því fylgi rosaleg áhætta. Ef allt færi á versta veg, eins og virðist hafa gert upp á síðkastið, þá félli hún eins og steinn og þar með fykju milljarðatugirnir út um gluggann.
Ef við aftur á móti tækjum upp nýjan gjaldmiðil þá væri sú hætta ekki fyrir hendi og gjaldeyriskreppan frá.
Þeir sem hafa einhverja trú á því að það takist að koma krónunni aftur á flot eru teljandi á fingrum annarrar handar. Verst er að það eru einmitt þeir sem ráða og um leið eru þeir algjörlega stikkfrí frá afleiðingunum.
Að lokum legg ég til að ríkistjórnin ásamt allri stjórn Seðlabankans víki.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
ÍSLAND ÚR NATO
Föstudagur, 7. nóvember 2008
Ég tel réttast að við göngum úr Nato og bjóðum Rússa velkomna.
Við getum leigt þeim æfingaaðstöðu á Keflavíkurflugvelli, á góðu verði, til næstu 50 ára eða svo.
Hvað gera Bretar þá ?
![]() |
Dómstólaleiðin greið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Menn ætla greinilega ekkert að læra.
Fimmtudagur, 6. nóvember 2008
Í ljósi þess sem á undan er gengið hjlómar þessi spá eins og lélegur brandari. Síðastliðin ár hefur ekkert verið að marka verðbólguspár Seðlabankans, akkúrat ekki neitt.
Því ætla ég að leyfa mér, geðheilsu minnar vegna, að hundsa þessa dómsdagspá.
![]() |
Spá 40% lækkun íbúðaverðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ragnheiður í ónáð?
Þriðjudagur, 4. nóvember 2008
Hvers vegna er ekkert fjallað um grein Ragnheiðar Ríkharðsdóttur á mbl.is?
Í greininni sem ber yfirskriftina; Hingað og ekki lengra, segir hún meðal annars að til þess að Seðlabankinn öðlist traust á nýjan leik þurfi bankastjórarnir og öll stjórnin að víkja.
Á fréttavef vísis segir hún að hún hafi fengið ákúrur fyrir skoðanir sínar.
Það hefði nú verið gaman að vita hver eða hverjir það voru sem veittu henni þessar ákúrur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Björn, misskilningurinn er þín megin.
Mánudagur, 3. nóvember 2008
Björn, skilur þú ekki að fólk vill ekki svona spillingu meir? Það er ekki í lagi að menn "kortleggi" gjörðir fjölskyldu sinnar, einfalt.
Er þér algjörlega fyrirmunað að sjá muninn á réttu og röngu?
Kannski er þetta afleiðingin af of langri stjórnarsetu.
Þess vegna þarf ríkisstjórnin að víkja
![]() |
Björn Bjarnason: Ákveðinn misskilningur í gangi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Akkúrat ekkert að marka það sem þessi maður segir.
Mánudagur, 3. nóvember 2008
Því miður hefur Geir Haarde glatað öllum trúverðugleika gangvart almenningi. Hann hefur alltof oft sagt okkur beinlínis ósatt um svo margt.
En ef þetta er satt, þá breytir það ekki því að það eru komnir brestir í samstarf ríkisstjórnar og þjóðar og það er ekki síður alvarlegt.
![]() |
Geir: Engir brestir í stjórnarsamstarfinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þvílík hamingja.
Mánudagur, 3. nóvember 2008
Oft hefur því verið haldið fram að hamingja fáist ekki keypt fyrir peninga. En mikið held ég samt að vinningshafanum hafi létt við að fá 33 milljónir inná reikninginn sinn á þessum síðustu og verstu tímum.
Allavega yrði ég hamingjusöm ef ég gæti rétt sisvona greitt niður allar mínar skuldir, þá gæti ég farið að hafa áhyggjur af merkilegri hlutum
![]() |
Hyggst nýta milljónirnar til að greiða niður skuldir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað svo????
Sunnudagur, 2. nóvember 2008
Samfylkingin afneitar Davíð, en hvað þýðir það í raun? Ætlar Samfylkingin að aðhafast eitthvað frekar, ætlar hún að una því að Davíð verði áfram Seðlabankastjóri í skjóli Sjálfstæðisflokksins?
Hvað ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að gera? Ætlar hann að hafa Davíð áfram þrátt fyrir óánægju samstafsflokksins?
Hvað ætlar Þorgerður Katrín að gera? Ætlar hún að láta það yfir sig ganga að Davíð tjái sig eins og honum sýnist og að ekki megi ræða Evrópu?
![]() |
Samfylking afneitar Davíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hefur prófarkalestri verið hætt?
Sunnudagur, 2. nóvember 2008
Undanfarið hef ég orðið vör við ótrúlega illa skrifaðar fréttir á mbl.is. Þessi er með þeim lélegustu sem ég hef séð.
Er heimilisfang Valgerðar svona merkilegt eða eru það sjö árin ?
Hvernig geta drengir sem eiga afmæli 1. nóv, átt afmæli í "gær" þegar fréttin er skrifuð 1.nóv. ?
Hvernig geta drengirnir verið fæddir sama dag þegar þeir eru fæddir með 11 ára millibili ?
Hvað eru tvöfaldir tvíburar ?
Til hamingju með daginn srákar.
![]() |
Fjórir bræður fæddir sama dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)