Hvers vegna er þetta fyrsta frétt.

Framferði Bjarna er vissulega skandall. Hafi hann viljað gagnrýna Valgerði minna hana á hennar mistök þá hefði hann bara átt að gera það beint sjálfur.

En mér finnst klúður og getuleysi Ríkisstjórnarinnar miklu alvarlegra. Það er engu líkara en að þessi ríkisstjórn klúðri beinlínis öllu sem hægt er að klúðra.

Fimm vikur eru liðnar frá hruni bankanna og enn glittir ekki í lausn. Ef fram heldur sem horfir munu öll hjól atvinnulífsins stöðvast með tiheyrandi hörmungum. 

Það er tími til kominn að skipta út fólki á öllum helstu stöðum.

Skipta út ráðherrum, allavega í viðskipta og fjármálaráðuneytinu. Síðan ætti skipta um stjórn í Seðlabankanum og einn Seðlabankastjóri er nóg.  


mbl.is Guðni: Bjarni axlar ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Mér finnst það gott hjá honum að segja af sér og vonandi taka margir sér þetta til fyrirmyndar. T.d Seðlabankastjórarnir og allir ráðherrarnir en þeir munu því miður ekki gera það.

Það sem er lang verst er að þeir hlusta bara á þá sem það hentar þeim að hlusta á en ekki aðra þó að allir séu á því að það sé bilun að setja krónuna á flot virðast þeir ætla að gera það og það mun sennilega reynast okkur dýrt.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 11.11.2008 kl. 16:33

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl Þóra. Það er nú þannig að það telst stórfrétt ef maður bítur hund en minni frétt ef hundur bítur mann. Ég varð meira undrandi á því að umræddur þingmaður skyldi haga sér svona heldur en þó enn ein frétt eða umræða um getuleysi stjórnar hefði komið fram. Reyndar finnst mér kominn tími á lausnir og efast ekki um að verið er að vinna að einhverri teikningu um framtíðarspá svo hægt sé að leggja hana fyrir IMF til að væla út lán þar. Bjarni sá þó sóma sinn í að segja af sér og það er meira en aðrir hafa gert sem hafa verið í svipuðum leik og hann. Þessi framkoma var óafsakanleg og vonandi er afleiðingin leiðandi fordæmi fyrir aðra. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 11.11.2008 kl. 20:42

3 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Það var tvennt sem sló mig varðandi Bjarna. Annað var það að það virtist sem þetta væru viðtekin vinnubrögð hjá honum og svo klaufaskapurinn. Strax í upphafi internetsins lærði ég þá grundvallarreglu að það sem þú lætur frá þér fara í tölvupósti á ekki að vera meira trúnaðarmál en það sem þú myndir láta frá þér fara á póstkorti.

Hins vegar er ég alveg sammála þeirri niðurstöðu karlsgarmsins að segja af sér.

Varðandi efni bréfsins þá má alveg minna á þátt Framsóknarflokksins í einkavinavæðingu bankanna. Það er auðvitað ekkert nema hneyksli að Finnur Ingólfsson og félagar skyldu hafa verið gerðir að auðmönnum á kostnað almennings.

Þóra Guðmundsdóttir, 11.11.2008 kl. 21:08

4 Smámynd: Halla Rut

Þetta minnir mig svona á það sem menn hafa verið að segja í þá veru að þegar maður stelur snúði þá verður hann sóttur til saka en ef maður stelur milljörðum þá gerist ekki neitt.

Sömuleiðis er þetta eins og núna þegar almenningur argar og gargar á Davíð Oddson og ber skilti með mynd af honum afmynduðum í miðbæ Reykjavíkur en engin setur upp mynd af t.d. Björgúlfi og krefst þess að hann komi til baka með þá peninga sem hann liggur á. Sá eldir fær að stunda sinn "buisness" algjörlega í friði. 

Halla Rut , 11.11.2008 kl. 21:43

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Já Halla þetta er rétt hjá þér. Til er máltæki eða frasi sem hljóðar svona:

Stelirðu litlu og standirðu lágt -í steininn ferðu

En stelirðu miklu og standirðu hátt- í stjórnarráðið ferðu. 

Nú er fyrrverandi bankastjóri Landsbankans orðinn verktaki í bankanum. skondið kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 11.11.2008 kl. 22:04

6 Smámynd: Skattborgari

Mér finnst þetta nú bara vera smámál miðað við vinnubrögðin hjá ríkistjórninni. Hann Geir hefur marg oft verið gripinn við það að ljúga að þjóðinni að neyðarfundir um miðjar nætur séu venjulegir fundir. Bíddu ef fundur er ekki um eitthvað virkilega alvarlegt þá má hann bíða þangað til daginn eftir.

Ég er alveghandviss um það að þetta mun styrkja stöðu hans til lengri tíma litið því að þetta vill almenningur sjá pólitíkusa sem gera alvarleg mistök gera.

Ég vona það að margir aðrir taki sér þetta til fyrirmyndar.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 11.11.2008 kl. 22:12

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Ég geri mér grein fyrir að Geir getur ekki alltaf sagt allt sem hann veit meðan staðan er svona eldfim. Held stundum að hann viti ekki alveg hver staðan er. Björgvin viðskiptaráðherra blekkti starfsfólk Landsbankans þegar hann sagði að enginn yrði rekinn og laun ekki lækkuð nema ofurlaunin. Allir hafa fengið skerðingu nema gjaldkerar er mér sagt. Ef einhver hefur logið að þjóðinni er það helst formaður VR sem lét viðgangast að starfsmenn KB tækju ofurlán til að halda uppi gengi á hlutabréfunum til að fólk héldi að sér höndum og seldi ekki bréfin sín. Síðan átti bara að gefa starfsmönnum upp sakir fyrir greiðann.  Auðvitað erum við nógu vitlaus til að hafa hann áfram í  embætti af því hann hefur svo mikið "vit" á bankarekstri. Ekki satt. kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 11.11.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband