Þar höfum við það, ríkisstjórnin fallin.
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
![]() |
Davíð á ábyrgð forystu ríkisstjórnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Eintómt svekkelsi.
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Geir er trúr sínum gamla formanni og heldur áfram að verja hann. Samt örlar á smá svekkelsi hjá honum yfir því að Davíð hafi ekki sagt honum hvað væri til ráða.
Eðlilegt að Geir sé svekktur, hvernig hefði hann svo sem átt að vita hvað til bragðs átti að taka. Davíð mátti vita það og þess vegna hefði hann átt að tala skýrar
Annars var þessi ræða Davíðs alveg úr takti við yfirskrift fundarins. Hann rakti bara raunir sínar og reyndi að fría sig og Seðlabankann allri ábyrgð. Hann kvartaði sárt undan skilningsleysi ríkistjórnarinnar. Sagðist hafa sagt skýrt og skorinort að ekki væri allt með felldu.
Þá hafi ríkisstjórnin fundað með bankamönnum sem fullvissuðu hana um að víst væri allt í lagi.
Þetta staðfestir Geir. Hann hefur greinilega kosið að trúa bankamönnunum frekar. Eðlilegt að Davíð sé svekktur út af því.
![]() |
Ábyrgðin liggur hjá bönkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hörður tekur völdin.
Mánudagur, 17. nóvember 2008
Hann er séður þessi Hörður. Smátt og smátt kemur hann afkomendum sínum til áhrifa.
Þó mætti draga dómgreind hans í efa þegar litið er til þess hvar hann kemur þeim að
Í fréttinni kemur reyndar fram að ekki sé alveg öruggt að Eygló taki sæti en ég vona það. Mig minnir að hún sé bara alveg ágæt, fyrir Framsóknarmann.
![]() |
Eygló næst á lista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Guðni segir af sér þingmennsku.
Mánudagur, 17. nóvember 2008
Nýjustu fréttir koma óneytanlega á óvart en svona er það nú samt. Ég veit ekki hvaða ástæður hann gefur upp en líklega nýtur hann ekki lengur trausts sinna flokksmanna.
Ég hefði frekar kosið að formenn stjórnarflokkanna tækju pokann sinn.
Það er kannski einkennandi fyrir hið skrítna ástand hér á landi að þeir tveir sem hafa sagt af sér þingmennsku skuli hvorugur tilheyra stjórnarliðinu.
Annar, Bjarni Harðar, er sárasaklaus af því klúðri sem við erum nú stödd í en það sama verður ekki sagt um Guðna kallinn.
Svo er bara spurningin: Hvort er þetta upphafið að endalokum Framsóknarflokksins eða upphaf nýrrar og betri Framsóknar? Eitt er víst að vegur kvenna í Framsóknarflokknum fer hratt vaxandi.
![]() |
Guðni segir af sér þingmennsku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sjónarmið sem Íslenskir lánadrottnar ættu að taka sér til fyrirmyndar.
Mánudagur, 17. nóvember 2008
Ummæli Percy Westlund sendiherra Evrópusambandsins vöktu athygli mína: "Þetta er eins og í sérhverju sambandi lánardrottins og skuldunautar. Lánardrottnar vilja fá endurgreitt og setja þess vegna sanngjarna skilmála. Það er allra hagur að íslenskt efnahagslíf nái sér sem fyrst á strik."
Ef þetta er raunin en ekki bara innantómt orðagjálfur þá er það fínt. Þetta er hin skynsamlega afstaða sem ætti ávallt að hafa að leiðarljósi, hvort heldur sem um er að ræða einstaklinga, fyrirtæki eða þjóðir.
Ég þekki það sjálf af biturri reynslu að þannig hafa Íslenskir lánadrottnar EKKI hagað sér gagnvart skuldurum sínum. Þeir hafa oftast þrautpínt þá til hins ýtrasta. Oft virðist það vera háð geðþóttaákvörðunum hvernig og hvort samið sé við skuldara. Innheimtulögfræðingar hafa beinlínis haft óheft veiðileyfi á skuldarana. Mýmörg dæmi eru um að þóknun til þeirra nemi hærri upphæð en skuldinni.
Hér á landi leyfilegt að taka allt að 75% af brúttó launum upp í opinber gjöld. Sem þýðir þá, fyrir venjulega launamenn, að ekkert er eftir til þess að lifa af. Þetta fyrirkomulag hefur svo leitt til þess að margir flýja land eða fara að vinna svart. Hversu skynsamlegt er það? Í flestum öðrum löndum er þess gætt að skuldarinn hafi peninga til lágmarksframfærslu.
Það er ekki fyrr en núna þegar allt stefnir í að fjöldinn lendi í vandræðum að farið er að huga að þessum málum.
Annars er gott að einhver er ánægður. Ég ætla að bíða með að lýsa ánægju minni þangað til ég veit meira.
![]() |
Ánægður með samninginn við ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Illt er að vera Íslendingur þessa dagana.
Mánudagur, 17. nóvember 2008
Allavega á meðan allt er ekki komið uppá borðið.
Munu eignir bankanna fara langt með að borga skuldirnar eða ekki? Nánasta framtíð okkar veltur á því.
Versta tilfinningin sem ég upplifi þessa dagana er sú að ég treysti ekki stjórnvöldum til að vinna að lausn vandans.
Ég treysti ekki þeim sem voru á vaktinni og hefðu átt að sjá alla boðana en ýmist gerðu það ekki eða brugðust ekki við í tíma.
Ég er nefnilega viss um að hægt sé að finna viðunandi lausnir og leið úr vandanum ef rétt er að því staðið.
Þess vegna vil ég sjá nýtt fólk, Burt með spillingarliðið.
![]() |
Fagna árangri í Icesave-málinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þjóðin sett á bið á meðan risaeðlan klórar sér.
Sunnudagur, 16. nóvember 2008
Við megum engan tíma missa. Mörg mál krefjast úrlausnar strax. Samt ætlar Sjálfstæðisflokkurinn sér dágóðan tíma fyrir sjálfan sig og sín innanflokksmál.
Evrópu umræðan hefur ekki verið "tímabær" hjá Sjálfstæðisflokknum. Ekki hefur mátt ræða þau mál innan flokksins nema í vernduðu umhverfi undir traustri stjórn Evrópunefndar. Flokkurinn hefði átt að vera búinn að vinna heimavinnuna sína tímanlega.
Það er nefnilega fjandi hart að taka hana undir þessum kringumstæðum þegar allt er komið í hnút.
![]() |
Vilja kosningar í upphafi nýs árs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta hefði átt að gerast strax.
Sunnudagur, 16. nóvember 2008
Enn eitt dæmið um klúður. Eðlilegast hefði verið að kalla þessa erlendu kröfuhafa að borðinu strax í upphafi.
Með hverjum deginum sem hefur liðið frá hruninu hafa eignir bankanna rýrnað. Sumir hafa talað um að þær hafi beinlínis fuðrað upp. Samt gera menn sér vonir um að eignirnar dugi langleiðina upp í kröfurnar.
Ráðaleysi ríkistjórnarinnar hefur verið átakanlegt.
"Samhljómur var á meðal þeirra fulltrúa erlendra kröfuhafa sem Morgunblaðið ræddi við að setning neyðarlaganna þann 6. október hefði verið afleikur af hálfu íslenskra stjórnvalda. Með þeim hefðu þau gert tvenn afdrifarík mistök: þjóðnýtt eignir sem þau áttu ekki og breytt leikreglum eftir á."
Listinn yfir "mistök" ríkisstjórnarinnar í kjölfar hrunsins er orðinn ansi langur og fjandi dýr.
Það skyldi þó ekki vera að draumur margra, um að fá erlenda banka, sé í þann veginn að rætast þó með heldur óvæntum hætti sé.
![]() |
Erlendir vilja eiga banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hver ætlar þá í Guðna?
Sunnudagur, 16. nóvember 2008
Nú þurfa allir flokkar að taka ærlega til hjá sér, skoða sína forystu gaumgæfilega og spyrja sig hvort hún sé líkleg til afreka.
Það er alveg klárt að Framsókn á ekki séns með Guðna og Valgerði í forystu. Ekki frekar en Sjálfstæðisflokkurinn með sína forystu óbreytta.
Flokkarnir þurfa líka að gaumgæfa stefnu sína og áherslur með tilliti til gjörbreyttra aðstæðna. Nú þýðir ekki lengur að hugsa um sérhagsmuni og hreppapólitík, við höfum ekki efni á því lengur. Við höfum auðvitað aldrei haft efni á því en hingað til hafa menn komist upp með að haga sér eins og greifar sem eru einir í heiminum.
![]() |
Siv ekki á leið í formannsslag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þetta ættum við að gera líka.
Laugardagur, 15. nóvember 2008
Listi yfir hættulegustu fjármálafyrirtæki og fjárglæframenn er ekki aðeins æskilegur heldur líka nauðsynlegur. Interpol hefur haldið úti lista yfir hættulega glæpamenn og hvers vegna þá ekki svona listi líka?
Það hefur heldur betur komið í ljós hversu fjárglæfrar eru hættulegir efnahagslífi þjóða og þar með afkomu almennings.
Það gæti kannski verið erfitt að skilgreina hverjir teldust hættulegir en ég hef samt fulla trú á að það sé hægt.
![]() |
Listi yfir „hættulegustu“ fjármálafyrirtækin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Batnandi fréttamönnum er.....
Laugardagur, 15. nóvember 2008
Þetta er þó framför í fréttaflutningi.
Fyrir viku síðan var samskonar háttalag aðalfréttin. Það sem mér finnst skuggalegast í þessu öllu saman er að virðing unga fólksins, og sérstaklega unglinga, fyrir yfirvöldum fer þverrandi. Eðlilega.
Þegar öll þjóðin hefur orðið vitni að meiriháttar afglöpum yfirvalda án þess að nokkur einasti maður sjái ástæðu til að axla ábyrgð og víkja, þá er ekki nema von að unglingar "gefi skít í kerfið".
Ekki er nóg með að þjóðin verði vitni, heldur þarf hún að borga brúsann. Þegar svo blessuð börnin horfa og hlusta á fullorðna fólkið beinlínis trompast yfir ábyrgðaleysinu og klúðrinu þá er ekki von á góðu.
![]() |
Örsmár hópur ungmenna grýtir þinghúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
BURT MEÐ LÝÐINN!!!
Laugardagur, 15. nóvember 2008
Krafa dagsins er: Burt með spillingarlýðinn.
Nú var sem, betur fer, bein sjónvarpsútsending frá mótmælafundinum á Austurvelli. Að vísu bara á Stöð 2. Ríkisútvarpið hefur ekki séð ástæðu til þess, heldur lét útvarpið duga.
Hörður Torfason hefði átt að boða til blaðamannafundar. Það hefði kannski vakið Ríkisfjölmiðilinn.
Ég hef velt því fyrir mér hvað þarf til til þess að ráðamenn þjóðarinnar taki við sér og átti sig á því að það er engin eftirspurn eftir þeim lengur.
Ég legg til að þegar uppsagnirnar taka gildi og þúsundir verða í raun atvinnulausar, þá geri fólk sér það beinlínis að atvinnu að safnast saman daglega.
![]() |
Þúsundir mótmæla á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Akkúrat eins og ég hef sagt.
Föstudagur, 14. nóvember 2008
Ég hef alltaf sagt að yfirlýsing af því tagi að við ætlum að sækja um aðild myndi virka á svipaðan hátt og ef alkahólisti sem væri búinn að leggja allt í rúst myndi lýsa því yfir að hann ætlaði inná Vog.
Bara sú yfirlýsing gæti komið í veg fyrir að hann missti vinnuna og að konan færi frá honum.
Þess vegna mæli ég með slíkri umsókn.
![]() |
Skref í átt að ESB væru jákvæð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Flest bendir til þess að eignir dugi fyrir kröfum.
Föstudagur, 14. nóvember 2008
Segir Björgvin G. Jafnvel mun verða afgangur. Samt hafa gífurleg verðmæti tapast. Ef þetta reynist rétt, þurftu bankarnir þá að fara á hausinn?
Núna fyrst er fólk að segja okkur þetta. Við sem erum búin að engjast af kvíða yfir því að þurfa að þola aukabyrgðar um ókomin ár vegna þessara reikninga. Eins og við þurfum ekki að þola nóg samt.
Það var líka að heyra á Ingibjörgu í hádegisfréttum að hennar helsta heimild um stöðu mála væri Kastljósþáttur í gær. Ég spyr, hafa ráðherrar ríkistjórnarinnar ekki haft fyrir því að ræða málið við Björgólf og félaga? Þarf Ingibjörg að horfa á sjónvarpið eins og við til þess að fá fréttir.
Ástandið verður stöðugt skrítnara.
Ríkistjórnin og stjórn Seðlabankans þurfa að víkja núna strax svo alvöru fólk komist að .
![]() |
Icesave skuldin 640 milljarðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hverju ætlar Geir að skrökva að okkur í dag.
Föstudagur, 14. nóvember 2008
Á þeim blaðamannafundum sem haldnir hafa verið til þessa hafa þeir Geir og Björgvin, síðar Ingibjörg, sagt ákaflega fátt að gagni. Þau hafa líka sagt okkur ósatt. Í fljótu bragði hef ég ekki tölu á öllum þeim ósannindum en mér er efst í huga varðandi IMF að Icesave reikningarnir komi þar hvergi nærri.
Þau hafa líka látið ógert að segja okkur hver staðan er eða hvort og hvað mikið sé til í bönkunum upp í kröfurnar. Ingibjörg hefur rétt tæpt á því nú nýlega.
Það sem er svo allra verst er að þau virðast enga grein gera sér fyrir því ástandi sem ríkir hjá almenningi í þessu landi.
Þúsundir missa vinnuna aðrir þurfa "bara" að taka á sig launalækkun sumir allverulega.
Þetta sama fólk hefur tapað sparifé sínu ýmist í formi peningabréfa eða hlutabréfa.
Eignirnar hrapa í verði og lánin snarhækka.
Vöruverð á nauðsynjum rýkur upp úr öllu valdi, það sama gildir um opinbera þjónustu.
Er það nema von að fólki sé ofboðið.
Þess vegna fer ég fram á að Ríkisstjórn og stjórn Seðlabankans víki.
![]() |
Ríkisstjórnin boðar blaðamannafund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)