Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010
Hrunið var hinn stóri áfellisdómur.
Föstudagur, 18. júní 2010
Mér finnst skondið þegar menn segja að nýfallnir dómar Hæstaréttar muni rýra álit útlendinga á Íslensku viðskiptalífi og gæti fælt erlenda fjárfesta frá.
Hvar hafa þessir menn verið. Stóri áfellisdómurinn er auðvitað hrunið. Það var ekki bara viðskiptalífið og fólkið þar sem brást heldur líka eftirlitsaðilar og stjórnvöld.
Þetta er bara beint framhald. Þetta er bara enn ein staðfestingin á því hvað viðskiptalífið var og er sennilega enn, tæpt.
Það sem mér finnst einna alvarlegast í þessu er að allar harkalegu innheimtuaðgerðirnar af hálfu þessara fjármögnunarfyrirtækja hafi farið fram fyrir framan augun á yfirvöldum átölulaust. Fólk hrópaði og kallaði á hjálp en allt kom fyrir ekki. Það meira að segja kallaði á lögregluna til að koma í veg fyrir að bílunum yrði beinlínis stolið en enginn sá ástæðu til að hjálpa.
Meira að segja dómstólar úrskurðuðu fólk gjaldþrota á grundvelli þessara ólöglegu samninga.
Þetta er hinn alvarlegi áfellisdómur.
Meiriháttar áfellisdómur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Óvissa!!!!!!!!
Föstudagur, 18. júní 2010
SP fjármögnun ætlar að setja innheimtu á ís á meðan óvissa er um framhald mála. Nú tala þeir um að valda viðskiptavinum sínum ekki óþægindum. Þetta hljómar eins og lélegur brandari miðað við það sem á undan er gengið.
Hvað með vörslusviptingarnar og aðrar harðar aðgerðir sem þeir beittu allt fram undir það síðasta. Þeim hefði átt að vera ljóst að þá ríkti óvissa í málinu þar sem það var til umfjöllunar í Hæstarétti.
Senda ekki út greiðsluseðla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Réttur dómur í Hæstarétti tryggir friðinn.
Fimmtudagur, 17. júní 2010
Það er alltaf erfitt að geta sér til um ef.... en ég er nokkuð viss um að ef dómur Hæstaréttar í gær hefði fallið á hinn veginn þá hefðu menn mátt vera við öllu búnir. Þessi góði dómur gefur fólki von um að réttlætið nái fram að ganga.
Gott að við búum enn í réttarríki.
Til hamingju með daginn.
Lögregla við öllu búin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Auðvitað
Miðvikudagur, 16. júní 2010
Þetta hefði átt að vera auðsótt mál. Skil ekki hvers vegna þetta þurfti að fara fyrir dómstóla yfirleitt. Það er grundvallarréttur hvers einstaklings að vita hverjir foreldrar hans eru.
Þess vegna er það alveg óskiljanlegt að fólk geti fengið nafnlaus egg og sæði.
Fallist á uppgröft Fischers | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvernig er hægt að koma skilaboðunum til skila?
Miðvikudagur, 16. júní 2010
Ragnheiður Davíðsdóttir er rosalega hissa á því hvað stór hluti þeirra sem teknir eru ölvaðir við akstur eru mikið ölvaðir.
Mér finnst það rökrétt, því þegar fólk er orðið mjög ölvað þá er dómgreindin fokin og eins og Kristín sagði þá fannst henni sjálfri ekkert athugavert við að keyra heim af ballinu.
Það þyrfti eiginlega að koma því í undirvitund fólks að það sé rangt að keyra þegar maður er orðinn drukkinn nú eða koma svona græju í bílana sem neitar að starta nema blásið sé fyrst í mæli.
Ók drukkin og endaði í hjólastól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Orðfæri íþróttafréttamanna.
Þriðjudagur, 15. júní 2010
Úr íþróttafréttum Sjónvarpsins í kvöld.
Skaut bylmingsskoti, sættust á jafntefli. Ég legg ekki meira á ykkur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Verður einhver með Evru 2014?
Mánudagur, 14. júní 2010
Margir efast um að Evran lifi svo lengi.
Ég held að við ættum að stefna að því að taka um US Dollar nú eða eins og sumir hafa stungið upp á vera áfram með krónuna og reka Ríkið skuldlaust.
Verðum ekki með evru árið 2014 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Sóðaskapur.
Sunnudagur, 13. júní 2010
Samkvæmt vef Pressunar vísar Svanur í Bandaríska rannsókn. Ekkert bendir til að hægt sé að heimfæra þá rannsókn beint til Íslands.
Það eru engin ný tíðindi að sóðaskapur geti leitt af sér alvarlega hluti. Það rifjast upp fyrir mér að einn sona minna fékk heiftarlega sýkingu í handlegginn eftir bólusetningu sem framkvæmd var af heilbrigðistarfsfólki í skólanum hans.
Hvernig væri nú að fara að skoða meðferð Jónínu heildrænt og fordómalaust? Þá gætu læknar eflaust lagt ýmislegt til sem myndi bæta meðferðina og sjálfir tileinkað sér eitt og annað sem þar fer fram.
Ristilskolun og sníkjudýr í görnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Læknar.
Miðvikudagur, 9. júní 2010
Árlega berast Landlæknisembættinu hundruð kvartana vegna lækna. Bæði vegna starfa þeirra og framkomu. Ekki hef ég orðið vör við að Landlæknir vari við þeim.
Á vefsíðu Landlæknisembættisins má lesa eftirfarandi:
" Upplýsingar um fjölda þeirra sem skaðast á sjúkrahúsum hérlendis eru ekki til. Ef hins vegar niðurstöður úr erlendum rannsóknum eru yfirfærðar á Ísland má gera ráð fyrir 50 til 300 ( feitletrun mín) dauðsföllum árlega hér á landi vegna óvæntra skaða, segir á vefsíðu Landlæknisembættisins. Óvæntur skaði er þegar meðferð sjúklings á spítala mistekst á einhvern hátt eða beinlínis ef mistök eru gerð, til dæmis við lyfjagjöf."
Kvartað yfir detox til landlæknis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)