Læknar.

Ekki þekki ég til Detox Jónínu nema af afspurn og bara heyrt vel af því látið og það er alveg klárt að henni tekst með sínum aðferðum mun betur upp við ofurfeita einstaklinga heldur en þeim læknum sem dæla í þá lyfjum eins og því miður oft er raunin.

Árlega berast Landlæknisembættinu hundruð kvartana vegna lækna. Bæði vegna starfa þeirra og framkomu. Ekki hef ég orðið vör við að Landlæknir vari við þeim.

Á vefsíðu Landlæknisembættisins má lesa eftirfarandi:

" Upplýsingar um fjölda þeirra sem skaðast á sjúkrahúsum hérlendis eru ekki til. Ef hins vegar niðurstöður úr erlendum rannsóknum eru yfirfærðar á Ísland má gera ráð fyrir 50 til 300 ( feitletrun mín) dauðsföllum árlega hér á landi vegna óvæntra skaða, segir á vefsíðu Landlæknisembættisins. Óvæntur skaði er þegar meðferð sjúklings á spítala mistekst á einhvern hátt eða beinlínis ef mistök eru gerð, til dæmis við lyfjagjöf."


mbl.is Kvartað yfir detox til landlæknis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þetta er réttmæt athugasemd hjá þér og til mikillar skammar að Landsspítalinn hafi ekki gæðastjórnun sem sýnir okkur tölfræðilega hvaða skaðsemi getur orðið vegna meðferðar undir handarjaðri stærsta sjúkrahúss landsins. Það vantar líka tölulegar upplýsingar um allar læknisfræðilega starfsemi einsog aðgerðir og árangursmat þeirra. Endurkomur og endurinnlagnir.

Það er því erfitt að gagnrýna starfsemi spítalans nema með ágiskunum einsog Landlæknir bendir á. Hvað varðar Jónínu Ben þá stundar hún ekki læknisstarfsemi og því ekki hægt að setja hana undir sama hatt. Landlæknir á þó að hafa eftirlit með slíkri starfssemi. Ég hef ekki hugmynd um hvor J Ben hafi einhverja upplýsinga skyldu gagnvart Landlækni einsog til dæmis sjálfstætt starfandi sérfræðingar hafa samkvæmt lögum.

Gísli Ingvarsson, 9.6.2010 kl. 13:33

2 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Spurning hvort kvartanir undan Jónínu eigi yfirleitt heima hjá landlækni líklegra er að þær eigi að fara til Neytendastofu.

Þóra Guðmundsdóttir, 9.6.2010 kl. 14:13

3 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Spurning hvort kvartanir undan Jónínu eigi yfirleitt heima hjá landlækni líklegra er að þær eigi að fara til Neytendastofu.

Ef partur af hennar meðferð er að hvetja fólk til að hætta að taka lyf (hversu mikið er til í þessari fullyrðingu ætla ég ekki að leggja mikið við, en samkvæmt hennar auglýsingu er þetta allra meina bót t.d. fyrir sykursjúka sem læknast víst á 3 dögum, fyrir þetta fólk er það stórhættulegt að hætta að taka lyfin sín) þá er það vissulega í verkahring landlæknis að athuga með þetta, einnig þar sem þetta er oft auglýst sem viðurkennd aðferð af læknum.

Hvað varðar læknamistök þá verður líka að hafa í huga þetta, hversu mörgum mannslífum bjarga læknar á ári hverju, læknisfræði er flókin og ekki möguleiki fyrir 1 manneskju að hafa allt á hreinu.

Það væri gaman að sjá hversu margar kvartanir og hversu mörg dauðsföll yrðu ef allir sjúklingar og slasaðir yrðu sendir í afturenda hreinsun hjá Jónínu, það er jú eins og ég sagði áður , auglýst sem allra meina bót.

Hver einasta manneskja sem hefur farið í þetta getur sparað sér þessar 180.000 krónur eða hvað sem það kostar með því að hreyfa sig aðeins á hverjum degi, fá einhvern vin með sér í átakið og passa upp á mataræðið (allar upplýsingar er hægt að nálgast með einfaldri leit á netinu).

Halldór Björgvin Jóhannsson, 9.6.2010 kl. 14:47

4 Smámynd: Billi bilaði

Þú þekkir þetta bara af afspurn, en fullyrðir samt að það sé alveg klárt að henni takist betur upp en læknum?

Billi bilaði, 9.6.2010 kl. 15:50

5 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Já Billi ég fullyrði. Það er voðalega auðvelt að segja við fólk sem er of feitt að það eigi að hreyfa sig og borða hollan mat. Það er líka voðalega auðvelt að segja við alkahólistann að hætta að drekka.

Málið við þessa meðferð hennar Jónínu er að fólk fer í burtu frá sínu hversdagslega amstri í nokkurskonar einangrun frá hinu daglega áreiti svona svipað og þeir sem fara í áfengismeðferð. Það hlustar á fyrirlestra, fer í skipulegar gönguferðir, fær virkilega að kynnast því hvað hollur matur gerir því gott og er innan um annað fólk sem er í svipuðum sporum það gefur líka styrk. Svo ekki sé talað um hvíldina sem gerir öllum gott.

Þetta með verðið þá held ég nú að það sé bara svipað og það kostar að vera á hóteli jafnlengi.

Ég hef annars aldrei skilið hvað sumir eru heiftúðugir út í þessa meðferð Jónínu. Hún virðist gera fjölmörgum gagn og ég hef þrátt fyrir þessi ummæli landlæknis ekki heyrt að hún hafi valdið nokkrum skaða. Það hefur nefnilega ekki komið fram út á hvað þessar kvartanir ganga

Þóra Guðmundsdóttir, 9.6.2010 kl. 23:36

6 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Tad er nu kannski ekki sanngjarnt ad bera tetta saman vid afengismedferd tvi Jonina er ad tessu fyrst og fremst til ad græda peninga og sa eini sem hefur haft peniga ut ur afengismedferdu er Gummi rock og alli vita hvernig tad endadi.

Þorvaldur Guðmundsson, 10.6.2010 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband