Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Það er gott.

Margir skilja ekkert í því Gunnar taki ekki til starfa þar sem hann hafi verið sýknaður í Hæstarétti.

Vissulega var hann sýknaður en,,, hann sagðist hafa strokið stúlkurnar, faðmað og sagt þeim hvað þær væru fallegar. Gott ef hann smellti ekki á þær kossi líka. Þetta sagðist hann hafa gert til þess að "sækja sér styrk eftir erfiða jarðaför."

Mér finnst það hreint ekki í lagi að fullorðinn maður í hans stöðu "sæki sér styrk"  með þessum hætti. Hegðun hans var að mínu mati fullkomlega ósæmileg manni í hans stöðu. Preststarfið er auðvitað þrælerfitt á köflum en ef hann getur ekki sinnt því öðruvísi en að gerast nærgöngull við unglingsstúlkur þá er hann ekki fær um að gegna starfinu.

Sem betur fer virðist siðanefnd kirkjunnar líka vera á þeirri skoðun. Menn geta brotið siðareglur án þess að gerast brotlegir við lög.


mbl.is Leyfi séra Gunnars framlengt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um það bil 4 milljarðar í ríkissjóð kosta þjóðina 8 milljarða.

Hvert fer mismunurinn? Hluti hans fer augljóslega til fjármagnseigenda í formi hækkaðrar vísitölu en tæplega allt. Hver fær rest?
mbl.is Ný gjöld hækka tíu milljóna króna lán um 50 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefði ekki verið einfaldara að hækka bara tekjuskattinn?

Þessar hækkanir á áfengi, tóbak og eldsneyti er auðvitað bara skattahækkun. Hún leggst á alla bæði í því formi að þessar vörur hækka en ekki síður að þetta mun hafa áhrif á ótætis vísitöluna og þar með á öll lán. Sem áfram mun hækka aðrar vörur. Eldsneytishækkunin ein og sér mun líka leiða til hækkaðs vöruverðs og aukins flutningskostnaðar.

Í kjölfarið þarf að hækka persónuafslátt og lífeyrisgreiðslur öryrkja og ellilífeyrisþega. Það þarf líka að hækka vaxtabætur. 

Allt þetta umstang virkar eins og spírall öllum til óþurftar.

Mun einfaldara hefði verið að hækka tekjuskattinn. Það hefði verið hrein og bein aðferð sem hefði eingöngu komið niður á þeim sem eru í vinnu.

Ég sem hafði vonað að tími svona "lausna" væri liðinn


mbl.is Allt tekið með í reikninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fékk hjartastopp!

Fékk hjartastopp. Er virkilega ekki hægt að orða þetta öðruvísi ?
mbl.is Braust inn í banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru hundarnir með.

Mér datt í hug hvort ekki væri rétt að ákveðnir hundar í þjónustu lögreglunnar væru með í för, alla vega til sumra.
mbl.is Húsleit gerð á 10 stöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna fáum við og náttúran ekki að njóta vafans?

Enn hefur hvorki tekist að sanna né afsanna að öllu verði óhætt. Á meðan svo er á ekki að tefla á tvær hættur.

 


mbl.is Ætlar að rækta erfðabreytt bygg á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

4-5 milljónir, hvert fara þær?

Einu sinni heyrði ég sagt að þeir peningar sem fengjust fyrir hjólin og aðra óskilamuni í vörslu lögreglunnar, rynnu til félags lögreglumanna.

Hvergi sé ég þess getið hvert þessir peningar fara. Það vantar líka í fréttina síðan hvenær þessi hjól eru. Einu sinni var hjól ekki sett á uppboð nema það hefði verið  í að minnsta kost 1 ár í óskilum. Ætli sú regla sé enn viðhöfð?

Nú má búast við að sú upphæð sem fæst fyrir hjólin  verði á bilinu 4-5 milljónir, þ.e. meðal verð verði á bilinu 25.000.- til 35.000.- kr. Það er dágóð upphæð. Þá eru eftir allir hinir óskilamunirnir.


mbl.is 150 reiðhjól á uppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband