Það er gott.

Margir skilja ekkert í því Gunnar taki ekki til starfa þar sem hann hafi verið sýknaður í Hæstarétti.

Vissulega var hann sýknaður en,,, hann sagðist hafa strokið stúlkurnar, faðmað og sagt þeim hvað þær væru fallegar. Gott ef hann smellti ekki á þær kossi líka. Þetta sagðist hann hafa gert til þess að "sækja sér styrk eftir erfiða jarðaför."

Mér finnst það hreint ekki í lagi að fullorðinn maður í hans stöðu "sæki sér styrk"  með þessum hætti. Hegðun hans var að mínu mati fullkomlega ósæmileg manni í hans stöðu. Preststarfið er auðvitað þrælerfitt á köflum en ef hann getur ekki sinnt því öðruvísi en að gerast nærgöngull við unglingsstúlkur þá er hann ekki fær um að gegna starfinu.

Sem betur fer virðist siðanefnd kirkjunnar líka vera á þeirri skoðun. Menn geta brotið siðareglur án þess að gerast brotlegir við lög.


mbl.is Leyfi séra Gunnars framlengt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algerlega sammála þér Þóra. Bezt væri að hann yrði settur á eftirlaun, bezt fyri alla, hann á hvort eð er svo stutt í þau.

Sólveig Hannesdóttir (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 13:47

2 Smámynd: Ari Kolbeinsson

Nákvæmlega. Löglegt þýðir ekki endilega siðlegt (nú, eða boðlegt).

Maður sem finnst þessi hegðun eðlileg á alls ekki heima að vinna í kring um börn og unglinga. Síðan má ekki gleyma því að verpt siðferði getur komið ú annarsstaðar. Syrgjandi ekkjur, eða aðrar konur sem líður illa eða eru veikar fyrir.

Var það ekki nokkurn veginn þannig sem Gummi í byrginu starfaði.

Síðan er það nú mín persónulega reynsla að fólkið sem munstrar sig með heilugustu merkjunum er yfirleitt með óhreinasta pokahornið. Sanntrúaðsta fólk sem ég þekki hefur gert hluti sem trúleysingjunum kæmi ekki til hugar. Trúleysingjarnir geta nebblega ekki bara horft til himins með spenntar greipar og sagt "sorrí, ég er mennskur" og fengið þannig hreinsaða samvisku... 

Ari Kolbeinsson, 30.5.2009 kl. 14:29

3 identicon

Sammála þér, Þóra. Ef prestur þarf að sækja sér styrk eftir erfiða jarðarför eða aðra erfiðleika, sem óhjákvæmilega fylgja starfi hans, þá ber honum að leita styrksins hjá jafningjum sínum og starfssystkinum en ekki að nudda sér utan í börn og óþroskaða unglinga.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 14:33

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Því miður eru allt of margir sem halda að það sé í lagi að gera hvað sem er svo fremi sem það brjóti ekki beinlínis í bága við lög. Samanber fjárglæframennina sem komu okkur til fj.

Orðasambandið Löglegt en siðlaust er í fullu gildi.

Þóra Guðmundsdóttir, 30.5.2009 kl. 17:39

5 Smámynd:  Íris Ásdísardóttir

Þetta er aum og næstum hlægileg afsökun hjá þessum " presti ". Ætti ekki prestur að sækja styrk sinn hjá Guði ??

Íris Ásdísardóttir, 31.5.2009 kl. 01:15

6 identicon

Það eru, og eiga að vera mörk, ef einhver vafi er hjá embættismanni með þessi mörk, verða þeir að læra það.  Erfitt ef meðferðaraðili sækir í skjól, skjólstæðings   Trúnaðarbrestur og ekkert annað, gagnvart skjólstæðingi, og meira en það.

Sólveig Hannesdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 15:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband