4-5 milljónir, hvert fara þær?

Einu sinni heyrði ég sagt að þeir peningar sem fengjust fyrir hjólin og aðra óskilamuni í vörslu lögreglunnar, rynnu til félags lögreglumanna.

Hvergi sé ég þess getið hvert þessir peningar fara. Það vantar líka í fréttina síðan hvenær þessi hjól eru. Einu sinni var hjól ekki sett á uppboð nema það hefði verið  í að minnsta kost 1 ár í óskilum. Ætli sú regla sé enn viðhöfð?

Nú má búast við að sú upphæð sem fæst fyrir hjólin  verði á bilinu 4-5 milljónir, þ.e. meðal verð verði á bilinu 25.000.- til 35.000.- kr. Það er dágóð upphæð. Þá eru eftir allir hinir óskilamunirnir.


mbl.is 150 reiðhjól á uppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huldukonan

Þeir eru aldrei að selja hjólin á svona háu verði. Boðin byrja á kannski mesta lagi 5 þús og enda í mesta lagi fimmtán til tuttugu. búin að fara þarna tvisvar og þetta er bara hin mesta skemmtun ;)

Huldukonan, 19.5.2009 kl. 18:05

2 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Þá hefur þetta breyst. Ég hef farið nokkrum sinnum, það er að vísu orðið frekar langt síðan, en þá var fólk hálf klikkað og bauð og bauð. Stundum langt yfir því sem hlutirnir kostuðu nýir. Ég man sérstaklega eftir einu skipti þegar bensínstöðvartopplyklasett var selt á mun hærra verði en nýtt.

Þó svo hjólin seljist á því verði sem þú segir þá er um verulega peninga að ræða  2,2-3 millj.

Þóra Guðmundsdóttir, 19.5.2009 kl. 18:34

3 Smámynd: Huldukonan

það eru tvö ár síðan ég fór síðast.. En þetta er allavega skárri kostur en að henda þessu á haugana ;)

Er ekki allt í lagi svosem að lögreglumenn fái eitthvað ?

Huldukonan, 19.5.2009 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband