Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Væri ekki bara best...
Miðvikudagur, 30. apríl 2008
.. að byggja nýjan spítala með öllu alveg frá grunni. Skipuleggja alla starfsemi uppá nýtt, auglýsa eftir fólki í öll störf og hreinlega henda gamla spítalanum eins og hann leggur sig með öllu heila galleríinu.
Þannig væri hægt að losna við alla fortíðardrauga.
Hjúkrunarfræðingar fóru aftur á fund ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Hvað ræður vali á ráðherrum ?
Þriðjudagur, 29. apríl 2008
þegar ljóst var að Sjálfstæðisflokkurinn yrði áfram við völd, eftir síðustu kosningar, fór ég eins og margir aðrir að velta því fyrir mér hverja þeir veldu í ráðherrastöðurnar. Það var alveg klárt með suma en ekki eins augljóst með aðra.
Ég furðaði mig á því að Guðfinna Bjarnadóttir hafi ekki orðið fyrir valinu en aðrir sögðu að það gengi aldrei því hún hefði ekki verið áður á þingi og skorti því reynslu.
Reynslu í hverju ? Konan er þrælvön í allskonar stjórnun og hefur náð frábærum árangri á því sviði. Hún hefði örugglega ráðið betur við heilbrigðismálin en sá sem ræður þeim málaflokki nú.
Hvers vegna skyldi hann annars hafa fengið stöðuna ? Ætli það hafi verið vegna reynslu sinnar ? á þingi eða úti í hinum stóra heimi ? Eða átti hann réttu vinina ?
Við hvað vann Guðlaugur Þór áður en hann varð ráðherra ?
jHann var þingmaður.
En þar áður ?
Ekki man ég það.
Magnað annars að þingmennska skuli vega svo þungt í ferilskrá. Alþingi er sá vinnustaður sem er víðfrægur fyrir skipulagsleysi og skort á skilvirkni.
Ætli það sé meðvitað að fyrst þurfi að þreyta fólk og ná úr því öllum krafti og eldmóði áður en það er gert að ráðherrum ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Er útlenskur matur hættulegur ?
Þriðjudagur, 29. apríl 2008
Það er alveg makalaust að fylgjast með umræðum um innflutning á fersku kjöti.
Helstu rökin sem notuð eru gegn innflutningi á kjöti eru annars vegar að fólki stafi hætta af kjötinu vegna sýkinga eins og t.d. salmonellu og Campylobacter og hins vegar er því haldið fram að íslenskur bústofn, sem okkur hefur tekist að verja fyrir ýmsum hættulegum sjúkdómum, geti sýkst.
Gömul kona hringdi um daginn á útvarpsstöð og sagði að hún myndi aldrei kaupa útlenskt kjöt, jafnvel þó það væri mun ódýrara en það Íslenska vegna þess að það væri svo hættulegt.
Það er ótrúlegt að fullorðið fólk, þokkalega skynsamt, skuli halda því fram fullum fetum að útlenskt kjöt sé beinlínis hættulegt til manneldis. Hefur þetta fólk aldrei farið til útlanda ? Tekur það kannski með sér birgðir af mat ? Hefur það ekki tekið eftir því að það býr fólk í útlöndum og því fjölgar meira að segja ískyggilega hratt.
Hvað með allan þann útlenska mat sem fólk borðar dags daglega. Megnið af niðursuðuvöru er útlensk, kex og kökur allskonar, pakkamatur og svona mætti lengi telja.
Það er engu líkara en að það eigi að flytja inn kjöt af sjálfdauðum hræjum.
Það kjöt sem flutt verður inn er 1. flokks, unnið í 1. flokks sláturhúsum og kjötvinnslum. Heldur fólk að við hér á landi séum eina fólkið sem kunni að slátra og vinna kjöt. Hluti af þeim fjölmörgu reglum Evrópusambandsins sem við höfum "neyðst" til að taka upp eins og oft er sagt, hafa einmitt snúið að sláturhúsum.
Hvað með innflutt skepnufóður ? Er það ekki stórhættulegt ?
Íslenskum búpeningi stafar mun meiri hætta af ferðamönnum sem koma á stígvélunum sínum í fjós og klappa kúm heldur en af hráu kjöti sem kaupstaðafólkið kaupir sér í matinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Í gær !!!
Þriðjudagur, 29. apríl 2008
Er ekki í lagi með konuna ? "Í gær" segir allt sem segja þarf. Ef stjórn LSH hefði verið alvara þá hefði sáttarhöndin komið fyrr.
Skiljanlega eru þetta mikil vonbrigði. Við réttum fram sáttahönd í gær en það var slegið á hana," sagði Anna Stefánsdóttir í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins hún sagði að stjórn LSH hefði gjarnan viljað verða við áskorunum og sjónarmiðum hjúkrunarfræðinga um meira samráð.
Forstjóri LSH: Mikil vonbrigði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Dauðans alvara
Þriðjudagur, 29. apríl 2008
Uppsagnir þessara hjúkrunarfæðinga hafa vofað yfir í 3 mánuði. Í þrjá MÁNUÐI og jafnvel lengur hafa stjórnendur spítalans vitað af þessari megnu óánægju með breytt vaktafyrirkomulag en ekki brugðist við.
Þeir hafa heldur ekki nýtt tímann til að fá nýtt fólk í stað þess sem ætlar að hætta.
Nú þegar þrír DAGAR eru til stefnu þá kemur tillaga um að fresta breytingum.
Héldu yfirvöld og stjórnendur spítalans að hjúkrunarfræðingarnir væru bara að grínast ?
Ég heyrði viðtal við Ástu Möller þar sem hún sagði að þetta vandamál væri ekki á borði heilbrigðisnefndar, þetta væri ekki þeirra mál.
Hvað ætlar heilbrigðisráðherra að gera, er þetta kannski ekki heldur hans mál ? Er þetta kannski bara mál stjórnenda spítalans ?
Þetta á að vera mál ríkisstjórnarinnar allrar, þetta er meira að segja má okkar landsmanna allra og við erum sammála um að við viljum hafa spítalann í lagi.
Uppsagnirnar standa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 30.4.2008 kl. 08:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað fór úr böndunum ?
Miðvikudagur, 23. apríl 2008
Hingað til hef ég staðið með lögreglunni í nánast öllum málum. Ég hef alltaf talað vel um hana og alið syni mína upp við að bera virðingu fyrir lögreglunni.
Lögreglan segir að mótmælin hafi farið úr böndunum, eftir því sem ég best séð voru það aðgerðir lögreglunnar sem fóru úr böndunum.
Bara það að mæta í fullum herklæðum og stilla sér upp eins og þeir gerðu er til þess fallið að æsa fólk upp. Hvað þá að sprauta piparúða fyrir fólk sem bara stendur og horfir á. Framkoma lögreglunnar var til háborinnar skammar þetta er ekki sú lögregla sem ég treysti.
Það má líka spyrja sig að því hver skapaði hættu, voru það vörubílstjórarnir, skólakrakkarnir venjulegt fólk á miðjum aldri eða lögreglan sjálf.
Hingað til hefur enginn slasast við mótmæli bílstjóranna en núna þegar lögreglan fríkar út þá meiðist fjöldi fólks.
Mótmælin fóru úr böndunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þetta er orðið virkilega óhuggulegt.
Miðvikudagur, 23. apríl 2008
Ég verð að segja að ég var orðin hálf þreytt á mótmælum bílstjóranna en núna.....
Ég hlustaði á fréttir í útvarpinu í hádeginu og heyrði þar af óeirðunum, fannst hálf óhuggulegt að heyra nefnda óeirðalögreglu og úðabrúsa.
Svo kem ég heim og horfi á upptökur af atburðunum á öllum vefmiðlum og mér er mjög brugðið, ég er hreinlega í sjokki. Mér finnst það ekki fara á milli mála að þarna fór lögreglan offari. Bara það að mæta með hjálma og skildi er stríðsyfirlýsing.
Að sjá svo aðfarirnar, þvílíkt og annað eins. Hingað til hef ég ekki verið mótfallin því að lögreglan fengi stuðbyssur en ég hef skipt um skoðun, þeir hafa ekkert við fleiri vopn að gera miðað við hvernig þeir fara með þau sem þeir hafa nú þegar.
Mótmælin virtust stjórnlaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Já var það ekki.
Mánudagur, 21. apríl 2008
Þessu trúi ég alveg. Auðvitað réttum við úr kútnum, þetta var bara smá hiksti í góðærinu.
Fjárfestingabankinn Bear Stearns (hef ekki hugmynd um hver hann er) spáir 8% gengishækkun Íslensku krónunnar á næstunni. Þvílíkur léttir.
Bara bjart framundan og í ofanálag, hlýindi í sumar. Frábært.
Bear Stearns spáir 8% gengishækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Flott hjá Íbúðalánasjóði.
Mánudagur, 21. apríl 2008
Fyrir fáeinum árum var það eindregin skoðun mín að leggja ætti Íbúðalánasjóð niður, bankarnir gætu svo vel sinnt hans hlutverki. Annað hefur svo komið á daginn þannig að ég hef skipt um skoðun.
Bankarnir voru ekki lengi að sýna það og sanna að þeim er ekki treystandi, alla vega ekki ennþá hvað sem síðar verður.
Ranglega hefur því verið haldið fram að hækkað lánshlutfall sjóðsins hafi valdið allri þessari þenslu. Menn "gleyma" alltaf að taka það fram að Íbúðalánasjóður miðar alltaf við brunabótamat eða fasteignamat sem er í langflestum tilfellum mun lægra en söluverð eignanna.
Flott hjá þeim að lækka vextina á þessum síðustu og verstu tímum.
Fordómar
Sunnudagur, 20. apríl 2008
Það er hálf kaldhæðnislegt að kona sem kvartar undan fordómum skuli sjálf hafa í frammi fordóma.
Það er ekki skrítið að erfitt sé að vinna gegn þeim.
"Stundum er erfitt að skilja hvernig fólk getur verið þunglynt á Íslandi" Þetta segir Jurgita, sem flutti hingað frá Litháen.
Hún hefur greinilega enga þekkingu á þeim alvarlega sjúkdómi sem þunglyndi er. Þunglyndi getur lagst á hvern sem er við hvaða aðstæður sem er.
Ég er líka viss um að hún hefur ekki áttað sig á þessu sjálf og örugglega er þetta ekki meint þannig. Eflaust á hún við að hún eigi erfitt með að skilja að fólk hér hafi undan einhverju að kvarta.
Bitnar mest á börnunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)