Nýjan gjaldmiðil núna strax!
Sunnudagur, 9. nóvember 2008
Ég hef hlustað fram og til baka á nánast alla hagfræðinga Íslands. Mín niðurstaða er sú að það væri hreint glapræði að svo mikið sem reyna að koma krónunni aftur á flot.
Öllum virðist bera saman um að því fylgi rosaleg áhætta. Ef allt færi á versta veg, eins og virðist hafa gert upp á síðkastið, þá félli hún eins og steinn og þar með fykju milljarðatugirnir út um gluggann.
Ef við aftur á móti tækjum upp nýjan gjaldmiðil þá væri sú hætta ekki fyrir hendi og gjaldeyriskreppan frá.
Þeir sem hafa einhverja trú á því að það takist að koma krónunni aftur á flot eru teljandi á fingrum annarrar handar. Verst er að það eru einmitt þeir sem ráða og um leið eru þeir algjörlega stikkfrí frá afleiðingunum.
Að lokum legg ég til að ríkistjórnin ásamt allri stjórn Seðlabankans víki.
Athugasemdir
Sæl Þóra. Þú ert greinilega búin að kynna þér þetta vel. Hvaða gjaldmiðil vildir þú sjá verða okkar gjaldmiðil? Hvernig líst þér á nýjustu tillögu Ásgeirs Valfells og Þórólfs um að taka upp nýja mynt án þess að spyrja kóng né prest. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 9.11.2008 kl. 20:04
Ég velti því upp að í denn átti ég mér uppáhaldsleikara, í dag á ég mér uppáhaldshagfræðinga,allir þeir seiga við VERÐUM að skipta um minnt.Í dag vil ég utanþingsstjórn og taka málin fræðilegum tökum við ráðum ekki við þetta pólitískt.
Rannveig H, 9.11.2008 kl. 20:08
Það er farið að líta þannig út að krónan muni ekki vakna úr dáinu. Ég trúði á hana, ég vildi henni vel, en ég held að hún sé einfaldlega bara dáin.
Blessuð sé minning hennar.
Villi Asgeirsson, 9.11.2008 kl. 21:11
Já blessuðu krónan okkar er dáin, því miður. Einu sinni (þegar ég var ung) fannst mér lykilatriði fyrir þjóðina að hafa eigin mynt en núna þá vil ég bara hafa mynt sem virkar. Hún má heita hvað sem er fyrir mér, bar ef hún er gjaldgeng og sveiflast ekki eins og lauf í vindi.
Dollar, Evra eða Norsk króna sama er mér, ég er bara búin að fá nóg af þessu rugli. Mér leist vel á tillögur Ágeirs og Þórólfs.
Ég var um daginn á fundi með Jóni Þór aðstoðarmanni viðskiptaráðherra, og ég gat ekki skilið hann betur en að honum þætti ansi mikil áhætta felast í því að reyna að koma krónunni okkar aftur á flot.
Ég held að þeir sem hafi einhverja trú á því að það takist séu teljandi á fingrum annarrar handar. Verst er að það eru einmitt þeir sem ráða.
Þóra Guðmundsdóttir, 9.11.2008 kl. 23:03
Sæl. Já mér fannst áhugaverð þessi leið að taka upp einhliða dollar. Þá ættum við ekki að þurfa að óttast aðgerðir ESB eins og ef það væri Evra. Mér er líka sama hvað þetta heitir allt saman og allt bendir til að krónustyrking núna verði dýr. kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 10.11.2008 kl. 11:40
Ég er sammála þér Þóra krónan er handónýt.
Gunnar Gunnarsson, 10.11.2008 kl. 17:11
Heyr Heyr ! Hjartanlega sammála þér Þóra. Ég var eins og þú fyrir nokkrum árum, ég mátti ekki heyra það nefnt að sleppa KRÓNUNNI, en það var vegna þjóðarstolts og íhaldssemi. EN NÚ ER ÞAÐ HORFIÐ. Við verðum að lifa, svo ég segi HENDUM KRÓNUNNI til Hel... sorry ég meina Bretlands eða eitthvað lengra . Ég mun ekki sjá eftir henni,
Kv. Kristján
Kristjan (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.