Jafnrétti

 Það getur oft verið skondið að fylgjast með jafnréttisumræðunni. 

Sumir kvarta undan frekju kvenna, segja að það sé alls ekki hægt að ráða konu "bara vegna þess að hún sé kona".

Hvers vegna tala svona margir á þessum nótum? Það er eins og valið standi alltaf á milli karls sem er hæfur og svo óhæfrar konu, og eina ástæðan fyrir ráðningu konunnar væri þá kynferði hennar.

Þetta er auðvitað bara bull. Það er fjöldinn allur af mjög hæfum konum til allra starfa það er bara eins og menn fatti það ekki. 

Þegar ég var ung (ótrúlega langt síðan) þá var ég algjörlega andvíg öllum þvingunaraðferðum og kvótum til jafnréttis, sagði bara að konur jafnt og karlar yrðu bara að komast áfram á eigin verðleikum.

Núna mörgum árum síðar er ég bara komin á þá skoðun að það verði bara að fara í þannig aðgerðir.  Því var nefnilega alltaf haldið fram að ástæðan fyrir misréttinu væri sú að konur væru minna menntaðar og svo að þær sæktust ekki eftir ábyrgðarstöðum og svo framvegis. Konur hafa afsannað þetta allt saman en eru enn skildar útundan 

Enn er gerð sú krafa til kvenna að þær séu ekki einungis jafngóðar til starfa og karlar, heldur þurfa þær helst að vera betri.

Það er alltaf eins og það sé sjálfsagt að karlinn fái stöðuna en ef konan fær hana þarf að færa rök fyrir því . Þetta er farið að vera þreytandi.  

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, hvað ég er sammála þér. Þessi umræða er orðin þreytandi og rökin halda engan veginn.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.5.2007 kl. 00:29

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Við þurfum að skilja hvers vegna konur þeysast ekki fram á völlinn af sama ákafa og karlarnir. Ég veit ekki svarið því ef ég vissi það væri vandamálið úr sögunni. Ég er ekki viss um að kvennakvóti leysi málið, óhæf kona vegna hans gerir konum mikið ógagn, miklu meir en óhæfur karl því miður. Ég held að ekki skorti áhugann hjá konum. Ég held að þegar karl hellir sér út í pólitík eða eitthvað viðlíka spretta upp konur úr hans umhverfi-mamma, amma, konan, frænkur osvfr- sem dekka hann svo honum gangi vel. Þegar kona gerir sama hlut gerist ekkert annað en að uppvaskið bíður aðeins lengur eftir henni. Ástæðan fyrir því að ég segi þetta er að allar konur sem ég þekki og hafa náð langt hafa átt karl sem virkilega standa á bak við sína konu. Ég finn það að þetta er það sem koma skal hjá unga fólkinu svo ég er ekki svo svartsýnn. Persónulega tel ég að okkur sé betur borgið undir stjórn kvenna en karla. Það byggi ég á því að karlar hafa stjórnað hingað til og ef konur taka við þá getur það bara batnað.

Gunnar Skúli Ármannsson, 26.5.2007 kl. 21:03

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl. Ég er nokkuð sammála þér en ég hef spurt mig í seinni tíð hvort þetta sé ekki bara aumingjagangur í okkur konunum. Erum við t.d. að bakka upp konur sem vilja takast á við karlaheiminn. Flykkjum við okkur um konu frekar en karlmann? Eða ættum við frekar að gera það ef okkur lýst betur á karlinn? Þeir hafa alltaf góð rök s.s. að þeir þurfi að sjá fyrir heimilinu. Við sem gerum það sjálfar verðum bara að skera niður útgjöldin og lifa á lægri launum.  Ég er alveg búin að missa trúna á að það verði nokkurntíma launajafnrétti á Íslandi bara sorry... 

Kolbrún Stefánsdóttir, 27.5.2007 kl. 10:37

4 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Heyrðu Kolla ekkert þunglyndi, þetta hefst að lokum. Reyndar löngu eftir okkar daga. Sem miðaldra karl fékk ég oft að heyra það hvort ég væri ekki kvæntur þegar ég vildi fara heim að sinna fjölskyldunni. Fékk oft að heyra söguna um lækninn sem var heima hjá veiku barni sínu einn dag og var síðan kallaður á teppið daginn eftir af sínum yfirlækni. Var sagt við hann að það hefði verið voða sætt af honum að vera heima en "gerðu það aldrei aftur góði minn".

Þetta gerist ekki í dag þannig að það hefur margt breyst. Ein ástæðan er að konurnar eru oft læknarnir og ef ekki þá eru eiginkonurnar oft betur launaðar en eiginmenn þeirra, þe læknarnir.

Ég hef séð mikla breytingu til batnaðar á liðnum áratugum og jafnvægi mun komast á í launum einnig. Reyndar hef ég alltaf dreymt um að geta verið heima og hugsað um börnin og látið konuna vinna úti. Ég skil ekki hvernig þið gátuð látið plata ykkur út á vinnumarkaðinn hér um árið án þess að skutla karlinum heim í staðinn. 

Gunnar Skúli Ármannsson, 27.5.2007 kl. 22:55

5 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Til að laga launajafnrétti þarf margt að koma til. Samfélagið (við sjálf og ekki síst aðilar vinnumarkaðarins) þarf að viðurkenna konur sem vinnukraft og meta kosta kvenna til launa. Síðan þurfa karlar að axla ábyrgð á börnum og heimilitil jafns við konur. Ekki bara kvenna vegna, ekki bara barnanna vegna, heldur ekki síst sjálfra sín vegna. Þessar breytingar taka tíma og tel ég að stéttarfélög og opinberir aðliar og upplýsandi fjölmiðlar hafi þar miklu hlutverki að gegna.

"Óútskýrður kynbundinn launamunur" er ólögmætur og hlýtur að koma til skoðunar hvernig eigi að taka á slíkum lögbrotum.

Jón Halldór Guðmundsson, 1.6.2007 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband