Alvöru borgarstjóri.

Það var ömurlegt að sjá gömlu húsin í miðbænum brenna í gær. 

Mér fannst  samt frábært að sjá borgarstjórann á staðnum. Þarna var hann í eldlínunni með slökkviliðsmönnunum og fylgdist með af lífi og sál. Mér fannst það flott hjá honum. Ég veit líka að þetta yljaði mögum um hjartaræturnar á erfiðri stund. 

Þessi atburður varðar okkur öll og þess vegna var viðvera hans viðeigandi en alls ekki sjálfsögð.

Fyrst ég er nú farin að hæla Villa þá ætla ég í leiðinni óska honum og félögum í borgarstjórninni til hamingju með umhverfisvænu breytingarnar. Ég hefði að vísu viljað sjá öryrkja og aldraða með námsmönnum í Strætó en engu að síður eru þetta mjög jákvæðar aðgerðir.

Áfram Villi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Eggertsson

Borgarstjórinn vill láta endurreisa húsin.  Ekki hef ég á móti því.  Hver á að borga?  Það er svolítil kaldhæðni í því að heyra borgarstjóra tala í kjölfar brunans vitandi það að hann er að láta rífa söguleg hús við Laugaveginn. 

Þessi auglýsing um græn skref er bara kosningaplakat fyrir ríkisstjórnina.  Reykvíkingar borga.

Kjartan Eggertsson, 19.4.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband