Færsluflokkur: Bloggar
Hvar ætti hann svo sem að fá vinnu,,
Mánudagur, 23. mars 2009
Auðvitað mun Einar Guðfinnsson taka annað sætið. Hann getur örugglega ekki hugsað sér annað starf, því miður eins er ég hrædd um að það yrði ekki slegist um hann á hinum almenna markaði.
Það er heldur ekki eins og vinnumarkaðurinn sé svo glæsilegur, þökk sé "fólkinu í Sjálfstæðisflokknum"
Mér finnst að fólk ætti almennt ekki að vera lengur á þingi en 2-3 kjörtímabil samfellt. Fólk sem hefur verið á þingi svo áratugum skiptir er algjörlega búið að missa öll tengsl við það sem flest okkar kalla eðlilegt líf.
Enn verra er þegar fólk fer á þing áður en það nær að kynnast lífinu.
Mun að sjálfsögðu taka þetta sæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í Jesú nafni.
Föstudagur, 13. mars 2009
Ætli sr. Karl viti af því að í Frjálslyndaflokknum eru Ásatrúarmenn fjölmargir. Það er líka yfirlýst stefna flokksins að aðskilja Ríki og Kirkju. Ætli það fari saman við skoðanir sérans?
Annars veitir flokknum ekki af að fá sálusorgara í sínar raðir. Næg eru verkefnin. Sálfræðingur yrði líka vel þeginn. Hver veit nema hann bætist í hópinn. Nú eru prófkjör um helgina svo það er aldrei að vita nema fleiri fallkandidatar þurfi að finna sér nýjan vettvang.
Karl V. til liðs við Frjálslynda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Flottasti listinn, hingað til.
Sunnudagur, 8. mars 2009
"Já það verður ekki af þeim skafið.
Þeir vita að innan fárra ára verða konur í miklum meirihluta ráðandi í bæjar- og sveitastjórnum og jafnvel inná Alþingi. Það er að segja ef ekki verður gripið í taumana.
Enda eru völdin að færast þaðan og inn í viðskiptalífið.
Þetta sjá karlarnir í Vinstri grænum og þeir ætla sko ekki að vera gripnir í bólinu og vera vitrir eftir á eins og hefur hent suma, ónei þeir ætla að vera vitrir fyrirfram og því vilja þeir setja lögin núna strax áður en í óefni er komið.
Jafnt hlutfall karla og kvenna takk. Annars er hætta á að þeir fái bara alls ekki að vera með yfirhöfuð."
Þetta skrifaði ég í febrúar 2007.
Sterkur endurnýjaður hópur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég fordæmi kardinálann Vadikaninu.
Laugardagur, 7. mars 2009
Það er tími til kominn að segja þessum tréhestum til syndanna. Níu ára gamalt stúlkubarn verður barnshafandi að tvíburum eftir nauðgun. Hún er of smávaxin til að ganga með börnin svo ekki sé nú talað um aldur.
Læknir segir að líf stúlkunnar hafi verið í hættu, en nei þessir karladurgar sem telja sig vera umboðsmenn Guðs, hvorki meira né minna, telja sig þess umkomna að fordæma móður stúlkunnar og læknana sem komu að fóstureyðingunni.
Guði sé lof, segi ég nú bara, að stúlkan skuli hafa fengið þessa aðstoð.
Vatíkanið tekur undir fordæmingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ja hérna.
Laugardagur, 7. mars 2009
Kristján Möller efstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er á móti.
Föstudagur, 6. mars 2009
Nú er til umfjöllunar í þinginu að fella, tímabundið, niður virðisaukaskatt af vinnu sem er unnin á byggingastað og jafnvel úti í bæ. Víðtæk samstaða virðist vera um málið.
Það er helst smá ágreiningur um hversu langt eigi að ganga. Þetta á líka að ná til arkitekta, tækni- og verkfræðinga. Svo eru auðvitað mörg önnur tengd störf unnin úti í bæ. Hvað með þau?
Hvað með aðra atvinnustarfsemi eins og þjónustu svo ekki sé talað um rukkarana (lögfræðinga) ? Áfram munu þeir innheimta fullan vsk. og það af þeim sem síst skyldi.
Mér hefði fundist skynsamlegra að lækka virðisaukaskattinn á línuna. Það er erfitt að réttlæta svona mismunun.
Ætla að skapa 4000 ársverk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Já svei mér þá.
Mánudagur, 2. mars 2009
Hugsanlega munu einhverjir Sjálfstæðismenn skora á Tryggva Þór að bjóða sig fram til formanns. Ég held bara að ég gæti tekið undir þá áskorun þ.e. ef ég væri í flokknum. Ég var farin að örvænta um að Bjarni yrði einn í framboði.
Skora á Tryggva Þór í formannskjör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Augnablik!!
Sunnudagur, 1. mars 2009
Nú lýsir IMF áhyggjum sínum yfir ört vaxandi atvinnuleysi. En var það ekki einmitt hann sem krafðist þess að stýrivextir yrðu hækkaðir 18% ?
Við hefðum auðvitað ekki átt að ansa því. Ekki veit ég hvernig við eigum að geta borgað nokkurn skapaðan hlut ef við höfum ekki vinnu.
Vextir fara að lækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bandarískir vísindamenn.
Laugardagur, 21. febrúar 2009
Hafa vísindamenn ekkert þarfara að gera? Þetta er eitt af því sem allir vita og þurfa ekki að láta vísindamenn segja sér.
Fitan yngir upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnlendingum er auðvitað vorkunn.
Laugardagur, 14. febrúar 2009
Það er gott að Sunnlenskir Sjálfstæðismenn skuli hafa vit á því að viðurkenna veikleika sinn. Því miður verður það ekki sagt um flokksfélaga þeirra annars staðar á landinu.
Þeir sem enn hafa þokkalega sjálfsvirðingu gera sér grein fyrir því að það er ekki vænlegt til árangurs að tefla Árnunum tveim aftur fram.
Vonandi verður þeim að ósk sinni.
Vilja endurnýjun á framboðslistum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)