Færsluflokkur: Bloggar
Er þetta utanríkisstefna Obama ?
Miðvikudagur, 23. júlí 2008
Ætlar Obama virkilega að feta þessa slóð? "Beina athyglinni að Afganistan", þýðir það að það eigi að fara út í eina vitleysuna enn? Ég hafði gert mér vonir um að hann yrði öðruvísi.
Víglínan er í Afganistan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta fatta ég bara alls ekki.
Þriðjudagur, 22. júlí 2008
Enn þann dag í dag heita menn á Strandarkirkju.
Trúir fólk því virkilega að Guð hætti við áform sín ef hann fær pening? Að hægt sé að bjóða Guði nýja kertastjaka eða messuklæði og þá láti hann svo lítið að bjarga skipinu, lækna hinn sjúka nú eða bara láta mann vinna í happadrætti.
Það væri fróðlegt að vita hvað Kirkjan fær mikla peninga á ári út á þessa hjátrú. Hvað skyldi svo vera gert við þessa peninga?
Hvað segir biskupinn, finnst honum eðlilegt að hagnast á hjátrú almennings ? Er eðlilegt að prestar hvetji til áheita? Ef áheit virka er þá ekki verið að segja að Guð sé mútuþægur ?
Einhver í neyð, eins og til dæmis sjávarháska, ákallar guð sinn og lofar að gefa húsi peninga bara ef Guð væri svo góður að þyrma honum í þetta skipti. Annan vantar að selja húsið sitt og ef Guð reddar dílnum þá fær Kirkjan pening.
Er það fólk ekki í leiðinni að segja að bæninni þurfi að fylgja gjöf svo Guð hlusti ? Allavega virðist fólk trúa því að Guð leggi sig meira fram ef hann fær eitthvað í staðinn.
Enn er heitið á Strandarkirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (41)
Ekið á tvær konur á Vespu
Mánudagur, 14. júlí 2008
Þessi frétt var á vísi . Mér finnst að það þurfi að fara að gera sérstaklega ráð fyrir svona faratækjum í umferðinni.
Það sér hver maður að þessar hægfara græjur eiga ekkert erindi með bílum þrátt fyrir að vera vélknúin. Þeim á líka bara eftir að fjölga og það er hið besta mál í alla staði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sumir hafa heila útvarpsstöð aðrir bara bloggsíðu.
Mánudagur, 14. júlí 2008
Fyrir nokkrum dögum skrifaði ég pistil hér á blogginu mínu um Útvarp Sögu.
Á þeirri útvarpsstöð eru opnir símatímar þar sem hlustendur geta hringt inn og tjáð sig. Að vísu er það ekki heiglum hent að "ná inn" og fólk þarf að hafa bæði tíma og aðstöðu til.
Ég er ekki með auglýsta símatíma, samt er hringt og það klukkan að verða tíu á sunnudagskvöldi. Maður í símanum, (hringir úr óskráðu númeri) kynnir sig og segist vera í stjórn útvarpsstöðvarinnar. Hann er ekki par ánægður með færsluna mína og vill fá skýringar, vill fá að vita "hvaða hvatir liggi að baki". Kunnuglegur frasi.
Ég áttaði mig ekki alveg á blessuðum manninum. Honum er greinilega mjög annt um Arnþrúði og fannst ég hafa vegið ómaklega að henni og stöðinni.
Hann virtist alls ekki getað skilið gagnrýni mína á framsetningu auglýsinga. Lög og reglur segja til um að það eigi að vera skörp skil á milli auglýsinga og fræðslu. Einfalt.
Það er líka skondið að ætla að neita því að Arnþrúður hafi haldið því fram að Guðmundur í Byrginu hafi orðið að ósekju fyrir ofsóknum af hálfu yfirvalda, fyrir það eitt að "búa yfir of miklum upplýsingum".
Skyldi maðurinn hringja í alla þá sem blogga eitthvað óþægilegt um Útvarp Sögu ? Hann hefur þá nóg að gera.
Ég stend við hvert orð og spyr; má ég ekki tjá mínar skoðanir?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
"Kloakdæksler skød op i regnen"
Föstudagur, 11. júlí 2008
Þetta er fyrirsögnin í Jyllandsposten.
Þetta eru lok á klóakið, en ekki rörin sjálf. Merkilegt að fréttamaðurinn sem snaraði textanum svona fimlega yfir á Íslensku hafi ekki séð neitt athugavert við að bílstjórar væru að "grafa niður klóakrör"
Flóð í Kaupmannahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Útvarp Saga, skrítna útvarpsstöðin
Sunnudagur, 6. júlí 2008
Það er ekki ofsögum sagt að Útvarp Saga er skrítin útvarpsstöð. Það má segja að sá eini sem þar haldi uppi áhugaverðu efni sé Sigurður G. Tómasson. Sérstakleg þegar hann fær til sín hinn fjölfróða vin sinn, Guðmund Ólafsson.
Sjálfur er Sigurður fjölfróður mjög og á oft bágt með sig. Það getur verið pirrandi til lengdar hvað hann botnar oft setningar viðmælenda sinna, ótrúlega oft hefur hann bæði verið og gert það sem um er rætt.
Útvarpsstjórinn sjálfur, Arnþrúður Karlsdóttir, er svo kapítuli útaf fyrir sig.
Uppfull af réttlætiskennd fer hún oft mikinn og predikar heil ósköp. Stundum hefur hún heilmikið til síns máls og maður getur ekki annað en samsinnt henni, en allt of oft fer hún rangt með. Það er mjög alvarlegt. Sérstakleg þegar litið er til þess að hún á sér aðdáendahóp sem trúir hverju orði sem hún segir. Hversu stór hann er, er erfitt að segja, en hann er einhver.
Það er þeim mun alvarlegra þar sem margt af því fólki sem dáir hana, segist ekki hlusta á nokkra aðra útvarpsstöð.
Þegar hún fær mál á heilann (sem er alloft) er voðinn vís. Þá sést hún ekki fyrir og fer hamförum.
Eitt af því alvarlegasta sem hún hefur tekið fyrir er að hún hefur ekki vílað fyrir sér að fullyrða að innflytjendur eiturlyfja hafi bæði lögreglu og dómstólana í vasanum og þess vegna sé innflutningur eiturlyfja jafn mikill og raun ber vitni.
Mér finnst það háalvarlegt mál að kona í hennar stöðu skuli halda því fram að bæði lögregla og dómstólar séu handbendi eiturlyfjabaróna. Hún rökstyður það svo sem ekkert frekar en heldur því samt engu að síður fram. Hún fullyrti líka að fíkniefnaleitarhundum hefði verið fækkað fyrir tilstilli þessara innflytjenda. Sannleikurinn er hins vegar sá að hundunum var í raun fjölgað.
Ef hún aftur á móti hefur eitthvað haldbært, máli sínu til stuðnings, þá á hún að leggja það á borðið svo öllum megi vera það ljóst.
Fleira er mjög sérstakt. Í aðra röndina klifar hún á því að vera engum háð en í hina er hún sífellt að biðja hlustendur um peninga. Það var hlálegt þegar kona nokkur hringdi inn og fór þess kurteislega á leit við Arnþrúði að endurflutningur væri með öðrum hætti. Arnþrúður brást hin versta við, sagði það vera sitt prívat mál hvernig hún hagaði hlutunum. Útvarpstöðin væri öllum ókeypis og þessi ágæta kona skyldi bara reyna að hafa áhrif á Ríkisútvarpið. Konugreyið vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið og kvaddi hið snarasta. Það sem Arnþrúður vissi ekki, var að þessi tiltekna kona hafði lagt reglulega inn á reikning stöðvarinnar.
Enn er ótalið það allra ógeðfelldasta við stöðina. Það er að seld eru veiðileyfi á auðtrúa hlustendur.
Í maí og í júní var vikulegur "heilsuþáttur" í umsjá Þuríðar Ottesen. Þar fór hún yfir eitt og annað heilsutengt og spjallaði við hlustendur. Í þáttinn hringdi fólk sem átti við allskyns kvilla að stríða og átti Þuríður ráð undir rifi hverju eða öllu heldur í boxi hverju, rándýru. Hún gat leiðbeint fólki með inntöku á hinum ýmsu undraefnum sem hún hefur til sölu.
Aldrei kom það fram að Þuríður þessi er heildsali sem keypti tímann eins og hverja aðra auglýsingu. Auðtrúa hlustendur kokgleyptu "viskuna" eins og um heilagan sannleika væri að ræða.
Mér finnst það vera auðvirðulegast af öllu auvirðilegu að nýta sér heilsubresti fólks til að hafa það að féþúfu. Hún sagði meira að segja í einum þættinum "fólk spilar í lottói og hvers vegna þá ekki að spila í lottói þar sem vinningurinn getur verið bætt líðan" þá var hún að vísa til þess að stundum virkuðu efnin og stundum ekki. Þau eru nefnilega rándýr.
Í sama dúr er svo hin makalausa Sirrý spákona. Annað eins bull og kemur frá henni er fáheyrt. Það sem hún stundar er í besta falli samkvæmisleikur. Það alvarlega er, er að hún nýtir sér einfeldni og vandræði fólks til að hafa af því fé. Það er lúalegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ég hlýt að vera stórskrítin
Fimmtudagur, 26. júní 2008
Ég verð að játa að ég hef haft mjög gaman af þessum auglýsingum og alveg sérstaklega þeirri fyrstu.
Mér finnst atriðið þegar Júdas segir "er búið að segja gjörið þið svo vel ?" alveg óborganlegt. Mér finnst leikmyndin líka mjög skemmtileg og hefði alveg verið til í að sjá "myndina", ef hún hefði verið til.
Ekki er Galileo auglýsingin síðri.
Mér finnst Jón Gnarr yfirleitt vera mikill húmoristi og alveg stór skemmtilegur, alla vega fyrir minn smekk.
Lengi tekist á við húmorsleysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Lúðvík bullukollur
Þriðjudagur, 24. júní 2008
"Hagkerfið er orðið það stórt að það er óvíst að krónan dugi við þær aðstæður" Þetta lét hann út úr sér í Kastljósi ásamt ýmsu öðru.
Hef bara ekki tíma til að fara nánar yfir það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
"Fátt verðmætara en traust og trúverðugleiki"
Þriðjudagur, 17. júní 2008
Var á meðal þess sem Geir H. Haarde sagði í dag. Hann vísaði til alþjóðlegra fjármálamarkaða en þetta á við allsstaðar og á öllum sviðum.
Mér hefur einmitt helst þótt skorta á traust og trúverðugleika hans sjálfs og ríkistjórnarinnar, því miður.
Hann virðist ekki átta sig á því að fjöldi fólks situr heima hjá sér, með hnút í maganum yfir atburðum síðustu mánaða og sumir eru líka með uppsagnabréf í höndunum.
Margir hafa hagað sér óskynsamlega og látið glepjast af gylliboðum lánastofnana, sem vel að merkja voru óáreittar við þá iðju. Keypt sér allskonar dót á afborgunum, jeppa, fellihýsi og svoleiðis.
Þeim líður meinilla, ekki nóg með að lánin hafi snarhækkað, heldur hefur dótið snarlækkað í verði og er núna illseljanlegt ef ekki óseljanlegt með öllu.
Þeim sem hafa hagað sér skynsamlega, líður heldur ekki vel. Íbúðalánin hafa hækkað og þar með afborganirnar, matvörur hafa hækkað í verði sem og flestar aðrar vörur.
Fyrir stuttu síðan var Ingibjörg Sólrún spurð af fréttamanni hvað ríkisstjórnin hygðist gera. Hún var nú ekki á því að það þyrfti yfirleitt að gera eitthvað, "það er ekkert teljandi atvinnuleysi" sagði hún. Þá þegar var vitað að um fjöldauppsagnir yrði að ræða.
Það er rétt hjá Geir fátt er verðmætara en traust og trúverðugleiki í lífinu yfirleitt. Hvar værum við stödd ef þess nyti ekki við ?
En hvorugt ávinnst nema fólk sé heiðarlegt.
"Við verðum að laga okkur að breyttum aðstæðum"
Sagði hann líka.
Mér finnst það alltaf hljóma hjákátlega þegar fólk eins og hann, með allt sitt á þurru sama á hverju gengur, talar svona.
Honum hefði verið nær að koma fram, þegar ósköpin dundu yfir og stappa stálinu í fólk.
Það gerði hann ekki. Hann sagði fólki hins vegar að halda að sér höndum, stöðva framkvæmdir og hætta við íbúðarkaup.
Það var hreint ekki gáfulegt. Bara það eitt gæti orsakað kreppu. Gerir Geir sér ekki grein fyrir því að fjöldinn allur af fólki þarf að vinna fyrir sér, er ekki áskrifendur að laununum sínum heldur þarf að hafa fyrir framfærslu sinni ?
Fjöldinn allur á allt sitt undir því að selja öðrum vinnu sína og þjónustu og það að segja öllum að bara stoppa er fullkomið ábyrgðarleysi.
Við Íslendingar erum upp til hópa duglegt og kraftmikið fólk, sem vílar ekki fyrir sér að vinna mikið þegar á þarf að halda.
Við eigum líka skilið að eiga kraftmikinn og duglegan forsætisráðherra sem talar í okkur kjarkinn þegar gefur á bátinn og kemur fram með alvöru lausnir þegar þeirra er þörf.
Forsætisráðherra bjartsýnn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Kostur þrenginganna.
Föstudagur, 13. júní 2008
Bændur í Eyjafirði eru farnir að verka hey með öðrum hætti en undanfarin ár. Það er sennilega meiri vinna við það en á móti spara þeir eldsneyti og plast sem verður auðvitað dýrara og svo fá þeir kjarnmeira hey.
Einmitt svona hlutir eiga sér oft stað þegar þrengir að. Þá er fólk beinlínis neytt til þess að hugsa hlutina uppá nýtt.
Á meðan allt leikur í lyndi þá er engin þörf á að breyta til. Þess vegna getur verið gott fyrir okkur að fá spark í rassinn af og til svo við förum að haga okkur skynsamlega.
Við þekkjum það öll að þegar "nóg" er til þá förum við kæruleysislega með hlutina en þegar við sjáum fram á skort þá er annað uppi á teningnum.
Ég vona samt að við þurfum ekki að fara að "venda" flíkum eins og gert var þegar elskuleg amma mín var ung.
Nýjungagjarnir bændur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)