Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2010

Hvað svo?

Mér finnst það alltaf hálf einkennilegt í svona málum að þrátt fyrir að ráðningin reynist byggð á röngum forsendum jafnvel svo að þeir sem að henni standi séu dæmdir skaðabótaskyldir að þá standi hún.

Minnir á ráðningu sendiráðsprestsins í London á sínum tíma. Þá var um að ræða tengdason biskupsins. Ef ég man rétt þá var dómsmálaráðuneytið dæmt til greiðslu á skaðabótum til þeirrar sem var sannanlega hæfari til starfans.

Samt sat pilturinn brosmildi sem fastast og þeir sem urðu til þess að ríkið þurfti að greiða milljónir í skaðabætur sátu líka. 

Nú vill reyndar svo vel til að Árni er hættur en hvað með umræddan dómara, situr hann áfram.

Á þetta virkilega að halda svona áfram?


mbl.is Árni og ríkið bótaskyld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska þjóðarsálin

Íslendingar hafa löngum þótt vera bæld þjóð. Við höfum ekki lagt það í vana okkar að flykkast út á götur þegar okkur hefur misboðið heldur höfum við borið harm okkar í hljóði. Það er hins vegar alkunna að þegar fólk byrgir of sterkar tilfinningar of lengi inni þá endi það oft með ósköpum.

Allt frá hruni hefur soðið á Íslensku þjóðarsálinni. Hún batt vonir við skýrsluna margumtöluðu en skýrslan sú lét aldeilis bíða eftir sér. Um það leiti sem þolinmæðin var á þrotum braust út eldur á Fimmvörðuhálsi. Þegar svo skýrslan kom róaðist allt því fólk er almennt ánægt með hana. 

En  þegar viðbrögð hinna ábyrgu voru ljós, enginn kannaðist við að bera ábyrgð heldur hver benti á annan þá var okkur öllum lokið og sjáið afleiðingarnar.

 Gígurinn í Eyjafjallajökli.. Myndin var tekin úr TF Sif í gær.

 

mynd


mbl.is Ófrýnileg ásýnd Eyjafjallajökuls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upptaka í þrívídd

Eru ekki örugglega einhverjir að taka gosið upp í þrívídd ? Ég ætla rétt að vona það. Alveg væri ég til í að sjá þá mynd í Háskólabíói.

 


mbl.is Óbreytt gos og fólk á heimleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband