Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010
"Þetta er bara mansal"
Mánudagur, 8. mars 2010
Arnari Þór Stefánssyni verjanda eins sakbornings finnst dómurinn vera þungur. Fimm ár fyrir mansal er miklu þyngra en í alvarlegri brotum til dæmis gegn börnum. Ég tel að Hæstiréttur muni sýkna en ef hann sýkni ekki að refsingin verði minnkuð.
Þessi ungi maður gerir sér greinilega enga grein fyrir því hvað mansal er alvarlegur glæpur. Mansal er þrælasala.
Vissulega eru dómar undantekningarlaust allt of vægir í alvarlegum brotum gegn börum en það þýðir ekki að dómar í öðrum alvarlegum málum eigi líka að vera vægir.
Þar sem þetta mál er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi þá eru dómstólar ekki bundnir af dómahefðum eins og svo oft virðist vera raunin. Þess vegna er þessi dómur bara alveg ágætur. Að sjálfsögðu að því gefnu að mennirnir séu í raun sekir um þennan alvarlega glæp.
![]() |
5 ára fangelsi fyrir mansal |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)