Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
Fyrirtæki sem 80% eiga að sniðganga.
Þriðjudagur, 23. febrúar 2010
Að sniðganga fyrirtæki í eigu Haga virðist vera það eina sem þessi 80% geta gert til að lýsa vanþóknun sinni. Nú er bara að standa í lappirnar og gera það.
Á heimasíðu Haga er þessi listi.
80% vilja ekki Jóhannes í Bónus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ætli Finnur viti af þessu?
Föstudagur, 19. febrúar 2010
Finnur Sveinbjörnsson er einmitt nýbúinn að kveða upp þann úrskurð að þarna fari hæfustu stjórnendur landsins og í rauninni þeir einu sem geta rekið batteríið.
Annars er þetta eftir öðru, nú er það bara í höndum hins almenna borgara sýna að hann lætur ekki bjóða sér svona lagað með því að sniðganga þau fyrirtæki sem enn eru í eigu þessara fugla.
Nú þurfum við bara að fá lista yfir þessi fyrirtæki.
Úrskurður um sekt Haga stendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Hvers vegna svona mikill munur á bótum
Fimmtudagur, 11. febrúar 2010
Mér finnst þessi dómur of vægur. Nú voru brot mannsins gegn börnunum fordæmalaus og virkilega alvarleg.
Í fljótu bragði finnst mér brotin gegn stúlkunum ekki eða litlu minni en gegn drengnum, því er ég undrandi á þeim mikla mun á bótum sem þau eiga að fá. Drengurinn 1200 þúsund en stúlkurnar 600.000.- hvor.
2 ára fangelsi fyrir brot gegn börnum sínum | |
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mistök ?
Laugardagur, 6. febrúar 2010
Það virðist vera að svona glæpamenn fái "magnafslátt" af glæpum sínum. Það virðist ekki skipta neinu máli hvað þeir brjóta gegn mörgum refsingin virðist alltaf taka mið af því að einungis hafi verið brotið gegn einu fórnarlambi. Þó svo fórnarlömbin séu fimm þá er talað um fyrsta brot ef um er að ræða fyrsta sinn sem maðurinn kemur fyrir dóm.
Því datt mér í hug hvort ekki væri réttara að ákæra aðeins fyrir eitt brot í einu. Þannig að ef fórnarlömb þessa manns eru fleiri en nú hafa komið fram, þá ættu þau að bíða með að kæra þar til dæmt hefur verið í þessu máli, þá er líka von á þyngri dómi þar sem það yrði þá tæplega um fyrsta brot að ræða.
Grunaður um fleiri kynferðisbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)