Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Utanþingsstjórn takk.

Það er ömurlegt að fylgjast með þessum vandræðagangi. Það er löngu kominn tími á faglega utanþingsstjórn sem tekur mið af hagsmunum þjóðarinnar en stendur ekki í þessu hagsmunapoti.

Það virðist vera æðsta markmið þessarar ríkisstjórnar að hanga saman í þeim eina tilgangi að halda Sjálfstæðisflokknum frá. Ég get verið sammála þeim með að Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki erindi í ríkisstjórn næstu árin.

En þar sem þessi stjórn ræður ekki við verkið þurfum við utanþingsstjórn.


mbl.is Ríkisstjórnarfundur hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Utanþingsstjórn takk.

Það er ömurlegt að fylgjast með þessum vandræðagangi. Það er löngu kominn tími á faglega utanþingsstjórn sem tekur mið af hagsmunum þjóðarinnar en stendur ekki í þessu hagsmunapoti.

Það virðist vera æðsta markmið þessarar ríkisstjórnar að hanga saman í þeim eina tilgangi að halda Sjálfstæðisflokknum frá. Ég get verið sammála þeim með að Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki erindi í ríkisstjórn næstu árin.

En þar sem þessi stjórn ræður ekki við verkið þurfum við utanþingsstjórn.


mbl.is Styðja áframhaldandi samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar

Hvers vegna talar Jóhanna ekki beint við fólkið í landinu ? Dögum og vikum saman bíður fólk eftir því að heyra eitthvað frá ríkisstjórn og ráðherrum um það hvað er að gerast og þá loksins að eitthvað kemur þá er það  á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar.

Loksins virðist ríkisstjórnin skilja vanda heimilanna  og Árni Páll boðar löngu tímabær úrræði en það gerir hann á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar.

Hvers vegna töluðu þau ekki beint við þjóðina?


mbl.is Ekki séð fyrir enda Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrein og klár mismunun

Ég veit varla hvar ég á að byrja og svo tekur verkalýðshreyfingin þátt í bullinu.

Við hvað ætla þeir að miða ? launin í dag eða í janúar ?

Skjótt skipast veður í lofti eins og við ættum að vita núna. Sá sem er vel staddur í dag þarf ekkert að vera það eftir fáeinar vikur eða mánuði. Menn geta misst vinnuna eða heilsuna og þá er voðinn vís.

Hvað með þá sem tóku hófleg lán og vildu ekki skuldsetja sig upp í topp ?. Vildu geta átt góðan afgang ýmist til að leggja fyrir nú eða bara til að nota í ferðalög og fleira. 

Núna flokkast þeir til þeirra sem ráða við sitt og fá þar af leiðandi engan "afslátt" en þeir eiga heldur ekki krónu í afgang. 

Nei takk, ekki þessa leið.

Það þarf bara að leiðrétta á línuna. Þeir sem þá verða samt í erfiðleikum eiga þá að fá sértæka meðferð. Sumir verða bara að fara á hausinn, hefðu jafnvel ekki þolað smá samdrátt, en öðrum yrði hjálpað. 

Lykilatriði er þó að henda engum út á götu. Það ætti ekki að vera erfitt með allt þetta lausa húsnæði.


mbl.is Róttækari aðgerðir til handa heimilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forseti Íslands eða forseti vinstri manna?

Þessi ákvörðun hefði auðvitað ekki átt að koma á óvart.

Þó hafði ég leyft mér að vona að karluglan hefði dug í sér til að fara að vilja þess stóra hluta þjóðarinnar sem vill fá að greiða um þetta atkvæði. Það sést vel með hverjum hann er í liði. Nú nefndi hann ekki þá gjá sem er enn á milli þings og þjóðar og hefur sjaldan ef þá nokkurn tíma verið stærri.  Gjánna sem honum varð svo tíðrætt um þegar hann neitaði að staðfesta fjölmiðlalögin. Þau lög, sem þó voru ekki fullkomin frekar en önnur lög, hefðu betur verið samþykkt.

Það hefur sýnt sig að það er beinlínis fáránlegt i landi sem ríkir fákeppni, jafnvel tvíkeppni (tvær blokkir skipta með sér markaði) að fjölmiðlarnir séu líka í eigu þeirra sem öllu ráða. Það er jafn fáránlegt að fjölmiðill sé í einkaeigu. Fjölmiðlarnir eru jú sagðir vera 4. valdið og því ber að stýra þeim sem slíkum.


mbl.is Forsetinn staðfestir Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband