Utanþingsstjórn takk.

Það er ömurlegt að fylgjast með þessum vandræðagangi. Það er löngu kominn tími á faglega utanþingsstjórn sem tekur mið af hagsmunum þjóðarinnar en stendur ekki í þessu hagsmunapoti.

Það virðist vera æðsta markmið þessarar ríkisstjórnar að hanga saman í þeim eina tilgangi að halda Sjálfstæðisflokknum frá. Ég get verið sammála þeim með að Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki erindi í ríkisstjórn næstu árin.

En þar sem þessi stjórn ræður ekki við verkið þurfum við utanþingsstjórn.


mbl.is Ríkisstjórnarfundur hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Utanþingsstjórn verður að styðjast við þingmeirihluta og er því algjörlega valdalaus án stuðnings stjórnmálaflokkanna ...og hver er þá breytingin ??

Jón Ingi Cæsarsson, 30.9.2009 kl. 18:39

2 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Gefum þinginu frí um tíma málið er bara að ég eins og fleiri er orðin rosalega þreytt á þessum vandræðagangi.

Þóra Guðmundsdóttir, 30.9.2009 kl. 18:48

3 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

NR1 við verðum að losna við samfylkinguna frá völdum strax áður en skaðinn verður meiri.Mér finnst það grafalfarlegur hlutur ef einn stjórnmálaflokkur getur haldið þjóðinni í fjötrum eingöngu til að geta komist í ESB og þeim virðist alveg sama hvað það kostar þjóðina bara ef þeir komast í ESB.Mín skoðun er sú að þetta séu landráð af verstu gerð.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 30.9.2009 kl. 19:02

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Engar ákvarðanir hljóta gildi nema fyrir þeim sé meirihluti á Alþingi...þetta heitir þingbundið lýðræði og ef menn vilja komast hjá því og búa til einræði þarf stjórnarskrárbreytingu...ef menn vilja það ?

Og hvað... fá Sjálfstæðisflokk og Framsókn sem bjuggu þetta til á 12 ára valdaferli..ertu að leggja það til Marteinn ?

Jón Ingi Cæsarsson, 30.9.2009 kl. 19:06

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ögmundur virðist vera að forða okkur frá Æsseifskilmálum Breta og Hollendinga. Það eru tíðindi dagsins.

Sigurður Þórðarson, 30.9.2009 kl. 19:21

6 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Allar stjórnir ættu að vera utanþingsstjórnir finnst mér. Ráðherrar ættu að hafa  áheyrnarrétt og málfrelsi á þinginu en að öðru leyti engin völd þar. Þeir yrðu að njóta stuðnings meirihluta á alþingi og eru í störfum sínum ábyrgir gagnvart þinginu og skyldugir að svara fyrirspurnum þingmanna. Með slíku fyrirkomulagi væri fótunum kippt undan ofstopastjórn ráðherra eins og tíðkast hefur hér á landi síðustu áratugi. Alþingi á að ráða gjörðum ríkisstjórnar, en alls ekki öfugt.

Magnús Óskar Ingvarsson, 30.9.2009 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband