Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Jákvæð niðurstaða - fyrir hvern?

Ross vonast eftir jákvæðri niðurstöðu, þá meinar hann væntanlega fyrir sig. Ég vonast líka eftir jákvæðri niðurstöðu, jákvæðri niðurstöðu fyrir mig og aðra Íslendinga. Jákvæð niðurstaða væri að mínu mati að Ross fengi ekki að kaupa svo mikið sem dropa í HS Orku.

Það er deginum ljósara að það verður aldrei samkeppni á þessum markaði. Það er varla að hún geti orðið á meginlandi Evrópu, hvað þá hér. 

Ég vona að menn beri gæfu til þess að halda þessum grunnþjónustufyrirtækjum í eigu almennings.


mbl.is Upplýsandi fundur með Magma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maður fær sting í hjartað.

Þetta er hræðilegt en viðbúið. Það er rándýrt að senda blessuð börnin í skóla.

Skólagjöld í Tækniskólanum (gamla Iðnskólanum) eru 38.000.- kr. fyrir önnina og þá eru bækur og allt efni eftir,  á meðan Innritunargjöld (má ekki kalla skólagjöld) í Háskóla Íslands eru 45.000.- kr. fyrir veturinn.

Það var eftirtektarvert að menntamálaráðherra félagshyggju og velferðarstjórnarinnar, framlengdi leyfi framhalsskólanna til að innheimta efnisgjöld vegna "erfiðra aðstæðna í þjóðfélaginu". Skólarnir þurfa nefnilega svo mikið á þessum peningum að halda í þessu erfiða árferði. Hvað með að fella niður skólagjöld vegna erfiðra aðstæðna heimilanna ?.

Allavega ættu börn atvinnulausra og lægst launaða fólksins að fá frítt.


mbl.is Hætta við skólavist vegna fjárskorts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðlagður dagskammtur 1 míkrógramm?

"Sýni voru send til efnagreiningar hjá háskólanum í Bonn. Þar fundust rúmlega 2.500 míkrógrömm af eiturefninu í 150 gramma salatpoka. Það er 2.500 sinnum meira en ráðlagður dagsskammtur, að því er segir í þýskum fjölmiðlum. "

Er virkilega mælt með 1 míkrógrammi á dag af þessu eitri?


mbl.is Hættulegt salat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað með að svipta Geir og Ingibjörgu eftirlaunum?

Hingað til hafa ráðamenn á Íslandi ekki þurft að bera neina ábyrgð á gjörðum sínum eða afglöpum. Oft er talað um pólitíska ábyrgð en hún dugar skammt. Hún er í rauninni ekki nema orðin tóm og í versta/besta falli nær viðkomandi ekki endurkjöri. Þó gerist það ákaflega sjaldan þar sem dyggir stuðningsmenn flokkanna eru vanir að standa með sínu fólki í blíðu og stríðu, þannig að hinn "seki" lendir oftar en ekki ofarlega á sínum lista(sbr. Björgvin Sigurðsson). Sem er svo kosinn af gömlum vana.

Þessi meinta pólitíska ábyrgð nær heldur ekki til þeirra sem kjósa að draga sig í hlé (Geir, Ingibjörg og Árni M.M).

Embættismenn eru í besta falli færðir til í starfi, samanber ráðuneytisstjóra nokkurn sem klárlega misnotaði aðstöðu sína.

Spurning hvort ekki væri rétt að taka upp þá siði sem tíðkast í sumum útlöndum, þ.e. að þeir sem gerast sekir um vítaverð afglöp eða gáleysi í opinberum störfum verði sviptir eftirlaunum.


mbl.is „Íslendingar vildu ekki lán frá Rússum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

2.533.- kr. og 33 aurar á mann fyrir utan ísetningu.

Sumir eins og t.d. Norðmenn hafa ákveðið að bólusetja alla sína þegna. Að bólusetja helminginn gerir eflaust mikið gagn fyrir heildina, þó hefði ég haldið að það hefði þurft að bólusetja að minnsta kosti 2/3 hluta landsmanna ef ekki 3/4.

Hvers vegna ætli fleiri skammtar hafi ekki verið pantaðir? Fólk gæti þá bara borgað sjálft. 


mbl.is Bóluefni fyrir 380 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki bara netverjar.

Það eru ALLIR brjálaðir. Svo tala Kaupþingsmenn um að þeir þurfi að halda upplýsingum leyndum fyrir "óviðkomandi". Þeir virðast ekki enn hafa áttað sig á að þetta kemur okkur öllum við. Tími leyndarmálanna er liðinn. Tjaldið er fallið, leiknum er lokið.
mbl.is Netverjar æfir yfir lögbanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk Eva og eigðu tóninn sjálfur Hrannar.

Ummæli Hrannars undirstrika það bil sem er á milli margra stjórnmálamanna og þjóðarinnar. Almenningi í landinu hefur algjörlega blöskrað linkindin sem stjórnvöld hafa sýnt gagnvart óvinum okkar. Gott hjá Evu, við erum þá ekki algjörlega vinalaus í útlöndum.
mbl.is Hrannar sendir Joly tóninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband