Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Kolröng túlkun.

Fólk var ekki að kjósa um ESB aðild, það kaus þá stjórnmálamenn sem þeir treystu best og töldu minnst spillta.

Það hefði átt að nota þessar kosningar til að kanna vilja kjósenda í þessum efnum, það hefði ekki kostað svo mikla peninga en sparað rosalegan tíma og þras.

Það er endalaust hægt að velta sér upp úr svona úrslitum. 

Það er fráleitt að taka öll þau mál sem hver flokkur hefur á stefnuskrá sinni og reikna með því að hvert atkvæði honum greidd sé um leið samþykki fyrir þeim.


mbl.is Skylt að sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dallurinn er sokkinn.

Þetta er eflaust einsdæmi í pólitík.  Flokkurinn  hefur bara minkað, hver flokksmaðurinn á fætur öðrum hefur yfirgefið flokkinn, þingmenn, miðstjórnarmenn, formenn kjördæmafélaga, formaður kvenfélags og fleiri og fleiri.

Flokkurinn mælist minni og minni í hverri skoðanakönnuninni á fætur annarri og að lokum þurrkast hann beinlínis út. Nær ekki einu sinni upp í 2,5% sem er lágmark til fjárstyrks frá ríkinu.

Samt hvarflar það ekki að formanninum að líta í eigin barm. Ekki eitt andartak . Heldur kennir hann öllu öðru um meira að segja skoðanakönnununum. Trekk í trekk lögðum við, hin brottgengnu, til að farið yrði ofan í það hvers vegna flokkurinn mældist svona illa.

Við vildum reyna að leita skýringa til þess að hægt yrði að bæta úr því. En nei það mátti alls ekki, "Frjálslyndi flokkurinn hefur alltaf komið  mun betur út í kosningum en skoðanakönnunum" var viðkvæðið.

Dallurinn er sokkinn og helmingur áhafnarinnar fórst, ekkert hefur fiskast í langan tíma og samt neitar skipstjórinn að víkja og restin af áhöfninni keppist við að sannfæra kallinn í brúnni og sjálfa sig um að ekkert sé að, er ekki allt í lagi?


mbl.is Miðstjórn Frjálslynda flokksins kölluð saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Ísland

Augljósasti sigurvegari kosninganna er samfylking Jóhönnu. Til hamingju með það Samfylkingarfólk.

Til hamingju Vinstri Græn, þið bættuð við ykkur 5 mönnum þrátt fyrir einstaklega klúðursleg ummæli Kolbrúnar Halldórsdóttur á síðustu metrunum.

Til hamingju Framsókn með að koma nýja formanninum ykkar á þing, ég tel hann eiga fullt erindi þangað.

Til hamingju Sjálfstæðismenn að hafa fengið skýr skilaboð frá kjósendum, stór hluti þeirra getur greinilega hugsað sjálfstætt. 

Til hamingju Frjálslyndir með að uppskera eins og þið sáðuð, kannski kveikið þið á perunni.

Síðast en ekki síst, til hamingju allir Íslendingar með að Borgarahreyfingin náði inn. Þó svo mér finnist eitt og annað um þingmennina þeirra þá er þessi niðurstaða samt ánægjuleg því hún sýnir að lýðræðið virkar. Það er hægt að stofna nýtt framboð án þess að hafa aðgang að digrum sjóðum.  


mbl.is Nýtt Alþingi Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ummæli Kolbrúnar um olíuleit.

Ég er alveg handviss um að það sem Kolbrún sagði um olíuleitina hafi kostað VG fjölmörg atkvæði. Fólk vill finna og bora eftir olíu.
mbl.is Nóttin er ung segir Kolbrún Halldórs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við Sjálfstæðismenn getum ekki....

Kosið flokkinn okkar í þetta skipti, því miður. Hann hefur villst af leið og er orðinn spilltur. Nú þarf hann að fara í rækilega naflaskoðun.

Mér er það alltaf minnistætt sem Friðrik Sófusson sagði þegar ég var í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins fyrir all mörgum árum.

Hann sagði að of löng stjórnarseta væri ekki nokkrum flokki holl. Allir flokkar ættu það á hættu að spillast við slíkar aðstæður. Hverjum flokki væri hollt að vera í stjórnarandstöðu af og til. Sá tími er svo sannarlega núna fyrir Sjálfstæðisflokkinn.


mbl.is Gengur hægt á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað á ég að kjósa ? framhald.

Í fyrri pistli mínum í dag talaði ég um Sjálfstæðisflokk, Framsókn, Samfylkingu og Vinstri græn. Þá eru þrjú eftir.

Eins og ég tók fram þá er ég eiginlega í eðli mínu Sjálfstæðismanneskja en get ekki með nokkru móti gefið þeim flokki atkvæði mitt. Það gat ég reyndar heldur ekki fyrir tveimur árum og sem næst besta kost gekk ég í Fjrálslyndaflokkinn. Það gerði ég vegna þess að ég hélt að þar færi óspilltur hægri flokkur sem stjórnaðist af hugsjónum. Því miður reyndist það ekki rétt. 

Það er að vísu rétt að ekki hefur sannast að einhver hafi reynt að bera á hann fé, en hann hefur fengið umtalsvert fé til ráðstöfunar úr ríkissjóði.

Fé sem er ætlað til stjórnmálastarfs í landinu sem er grundvöllur lýðræðisins. Hvernig Frjálslyndiflokkurinn fer með það fé er skandall. Ég kynntist því af eigin raun. Forysta flokksins var beinlínis á móti því að byggja upp flokkstarf í Reykjavík. Ég nenni ekki að fara nánar út í þessa sálma en það var og er beinlínis sorglegt hvernig komið er fyrir flokknum. Hvað eftir annað hafnaði formaðurinn því ákveðið að farið væri í saumana á því hvers vegna flokkurinn laðaði ekki til sín fylgi einmitt á þeim tímum sem fylgið hefði beinlínis átt að sópast til flokksins.

Ekki eru listarnir þeirra glæsilegir, ekki einn þar sem mér finnst eiga erindi á þing.

Varðandi Lýðræðishreyfinguna þá finnst mér hún að mörgu leiti athyglisverð, og það er oft á tíðum ágætt að Ástþór hristi upp í mannskapnum. Hann hefur margar góðar hugmyndir sem vert væri að nýta. Þar með er það líka upptalið. Ég vona að Steingrímur standi við það að hringja í hann. Það væri margt vitlausara en að nýta hugmyndir og starfskrafta Ásþórs.

Borgarahreyfingin. Hmm ég veit ekki alveg hvað mér finnst um hana. Margt gott við hana en mér fannst afleitt að heyra að Þráni skuli finnast sjálfsagt að vera bæði á þingmannalaunum og þiggja listamannalaun. Reyndar er ég alfarið á móti svona "heiðurslistamannalaunum" og listamannalaunum yfirleitt. Það mætti kannski styðja við bakið á þeim sem eru að feta sín fyrstu spor á listabrautinni en ekki greiða fullfrískum mönnum laun "af því bara þeir eru svo góðir listamenn". 

Eftir stendur það að ég veit enn ekki hvað ég á að kjósa. Ég er hins vegar 100% viss um að ég ætla ekki að kjósa

Sjálfstæðisflokkinn,

Samfylkinguna eða

Frjálslyndaflokkinn.


mbl.is Samfylkingin enn stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað á ég að kjósa?

Í gegn um tíðina hef ég sennilega oftast kosið Sjálfstæðisflokkinn. Það gerði ég vegna þess að ég trúði því að þeir stæðu vörð um frelsi einstaklingsins til athafna og þar með  hagsmuni einyrkjans.

Þeir treystu einstaklingunum betur en ríkinu til að fara með fjármuni og þess vegna stilltu þeir skattheimtu í hóf og kæmu í veg fyrir ofvöxt ríkisbáknsins

Við vitum öll hvernig fór. Ríkið hefur þanist svo svakalega út að nú er ekkert svigrúm til að fjölga ríkisstarfsmönnum sem hefði þó verið ágætt við þessar aðstæður. Skattheimta á "venjulegt" fólk hefur líka farið algjörlega úr böndunum undir þeirra stjórn.

Mér leist alveg ljómandi vel á nýja formann Framsóknarflokksins og þess vegna hefði ég verið til í að gefa honum séns. Ég vil endilega fá hann sem æðsta mann í skipulagsmálum borgarinnar í það minnsta. Mér líst líka vel á Helgu Sigrúnu og trúi henni til ýmissa góðra og skynsamlegra verka. Það fór hins vegar rosalega fyrir brjótið á mér að heyra Vigdísi, sem skipar efsta sætið í Reykjavík suður, lesa auglýsingu fyrir flokkinn. 

"Mér og Sigmundi Davíð langar til að bjóða ykkur..........." stuttu síðar kom "leiðrétting"  "Mig og Sigmund Davíð... viljum bjóða ykkur" . Sennilega eru þetta bara fordómar í mér en mér leið frekar illa með þetta.

Samfylkingin kemur alls ekki til greina að mínu mati. Framganga Ingibjargar Sólrúnar finnst mér fyrir neðan allar hellur svo ekki sé minnst á Björgvin G. Sá maður virðist ekki skilja einföldustu hluti, svo sem eins og að axla ábyrgð. Hann telur sig hafa axlað ábyrgð með því að segja af sér daginn áður en hann hefði misst djobbið hvort eð var. Samfylkingin ber að stærstum hluta ábyrgð á því að framboði til Öryggisráðsins hafi verið haldið til streitu. Auðvitað hefðum við aldrei átt að leggja í þann leiðangur. Sú vegferð öll er okkur til háborinnar skammar.

Þar kristallast líka sú staðreynd að Íslenskir stjórnmálamenn kunna alls ekki að skammast sín. Þessi kokhreysti að halda áfram þrátt fyrir að hér stefndi í þrot sýnir fullkomið dómgreindarleysi og vanmat á aðstæðum. Listinn yfir afglöp Samfylkingarinnar er auðvitað mun lengri en læt þetta duga í bili.

Vinstri græn komu svo sterklega til greina hjá mér ekki síst vegna þess að þau virðast vera tiltölulega óspillt. Mér líst líka sérstaklega vel á Svandísi, Katrínu og Guðfríði Lilju. Ég er líka farin að meta Álfheiði Ingadóttur. Þó mér finnist hún alls ekki skemmtileg og óþægilega oft er ég ósammála henni þá virðist mér hún vera ærleg og heiðarlegur stjórnmálamaður og ákaflega vinnusöm.

Þegar ég var eiginlega alveg búin að ákveða að kjósa þá kemur ekki Kolbrún Halldórs með þessa líka fáránlegu athugasemd með Drekasvæðið. Sem betur fer reyndi Steingrímur að draga í land og hún líka blessunin en þetta virkaði illa á mig. Ég er heldur ekkert hrifin af Kolbrúnu. Nema þegar hún talar um mansal þar virðist hún vera á heimavelli.

Nú, þá gjóaði ég augunum aftur á Framsókn. Á borgarafundinum á Nasa er spurningu beint að fulltrúum flokkanna. Ætti eldra fólk að víkja fyrr af vinnumarkaði til að rýma til fyrir yngra fólki? Segir þá þessi ágæta Vigdís að það ætti endilega að auðvelda eldri borgurum  að stunda sjálfboðavinnu....

Ég verð að drífa mig í vinnuna framhald síðar í dag.

 


mbl.is Stjórnin heldur enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband