Hvað á ég að kjósa ? framhald.

Í fyrri pistli mínum í dag talaði ég um Sjálfstæðisflokk, Framsókn, Samfylkingu og Vinstri græn. Þá eru þrjú eftir.

Eins og ég tók fram þá er ég eiginlega í eðli mínu Sjálfstæðismanneskja en get ekki með nokkru móti gefið þeim flokki atkvæði mitt. Það gat ég reyndar heldur ekki fyrir tveimur árum og sem næst besta kost gekk ég í Fjrálslyndaflokkinn. Það gerði ég vegna þess að ég hélt að þar færi óspilltur hægri flokkur sem stjórnaðist af hugsjónum. Því miður reyndist það ekki rétt. 

Það er að vísu rétt að ekki hefur sannast að einhver hafi reynt að bera á hann fé, en hann hefur fengið umtalsvert fé til ráðstöfunar úr ríkissjóði.

Fé sem er ætlað til stjórnmálastarfs í landinu sem er grundvöllur lýðræðisins. Hvernig Frjálslyndiflokkurinn fer með það fé er skandall. Ég kynntist því af eigin raun. Forysta flokksins var beinlínis á móti því að byggja upp flokkstarf í Reykjavík. Ég nenni ekki að fara nánar út í þessa sálma en það var og er beinlínis sorglegt hvernig komið er fyrir flokknum. Hvað eftir annað hafnaði formaðurinn því ákveðið að farið væri í saumana á því hvers vegna flokkurinn laðaði ekki til sín fylgi einmitt á þeim tímum sem fylgið hefði beinlínis átt að sópast til flokksins.

Ekki eru listarnir þeirra glæsilegir, ekki einn þar sem mér finnst eiga erindi á þing.

Varðandi Lýðræðishreyfinguna þá finnst mér hún að mörgu leiti athyglisverð, og það er oft á tíðum ágætt að Ástþór hristi upp í mannskapnum. Hann hefur margar góðar hugmyndir sem vert væri að nýta. Þar með er það líka upptalið. Ég vona að Steingrímur standi við það að hringja í hann. Það væri margt vitlausara en að nýta hugmyndir og starfskrafta Ásþórs.

Borgarahreyfingin. Hmm ég veit ekki alveg hvað mér finnst um hana. Margt gott við hana en mér fannst afleitt að heyra að Þráni skuli finnast sjálfsagt að vera bæði á þingmannalaunum og þiggja listamannalaun. Reyndar er ég alfarið á móti svona "heiðurslistamannalaunum" og listamannalaunum yfirleitt. Það mætti kannski styðja við bakið á þeim sem eru að feta sín fyrstu spor á listabrautinni en ekki greiða fullfrískum mönnum laun "af því bara þeir eru svo góðir listamenn". 

Eftir stendur það að ég veit enn ekki hvað ég á að kjósa. Ég er hins vegar 100% viss um að ég ætla ekki að kjósa

Sjálfstæðisflokkinn,

Samfylkinguna eða

Frjálslyndaflokkinn.


mbl.is Samfylkingin enn stærst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Steingrímur stóð sig best í kvöld. Hann ber ekki ábyrgð á mistökum síðustu ára, en hefur hófsamar lausnir á framhaldinu. Gefum honum séns núna!

Dabbi (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 23:31

2 Smámynd: Atli Hermannsson.

Sæl Þóra, Já það væri margt vitlausara hjá Steingrími en að hringja í Ástþór. Hann er eins og við vitum "léttgeggjaður" á köflum en það á þjóðin að fara að nýta sér. Hann er að mörgu leyti eldklár og vægt til orða tekið áræðinn og duglegur með afbrygðum. Þá skortir hann ekki  hugmyndirnar og framtaksemina ásamt því að vera hvorki til baka haldinn né með minnimáttarkennd.... ég verð nú að fara að hætta þessu hóli því annars gætu einhverjir farið að halda að það væri "náið" samband á milli okkar Ástþórs -  en ég hef aldrei séð manninn en því meira tekið eftir honum í gegnum tíðana.

Þá á hann svo sannarlega ekki skilið að vera hanteraður eins og mér finnst stundum skýna í ljós, líkt og hann væri eitthvað annars flokks. Það væri betur komið fyrir okkur ef fleiri hefðu allavega hans brjáluðu réttlætikennd.         

Atli Hermannsson., 24.4.2009 kl. 23:56

3 identicon

Þóra. Ég persónulega veit ekki hvað mér á að finnast um þessi heiðurslistalaun. Honum Þráni finnst þetta réttlætismál að hann haldi þeim. Hann hafi unnið fyrir þessu alla ævi. Endilega kíktu á "varnarræðu" hans á www.eyjan.is (bloggið hans er þar staðsett). Svo má benda á það að Þráinn sóttist ekki eftir því að fá þessi laun upphaflega ef mig minnir rétt. Ég þekki Þráinn bara af góðu og treysta honum. Spurðu sjálfa þig bara hvað samræmist þinni réttlætiskennd að kjósa. Við erum að gera þetta í okkar frítíma, erum að reyna breyta þessu samfélagi eins og við getum. Ég vona þú styðjir Borgarahreyfinguna í því

Jóhann Gunnar (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband