Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Halló Geir, vaknaðu
Föstudagur, 30. janúar 2009
Geir segir að Samfylkingin stjórnist af hatri á einum manni. Hann segir að Seðlabankinn eigi enga sök.
Það var Seðlabankinn sem hélt stýrivöxtum uppi og gerði þar með eftirsóknarvert að eiga krónur.
Seðlabankinn hélt gengi Íslensku krónunnar uppi sem hafði þær afleiðingar að erlendur gjaldeyrir var á útsölu sem aftur gerði það að verkum að fólk keypti og keypti.
Það var Seðlabankinn sem dró úr bindiskyldu bankanna.
Seðlabankinn bannaði fjármálafyrirtækjum að gera upp í Evrum sem virkaði hvetjandi fyrir þá að gambla með krónuna.
Seðlabankanum mistókst það hlutverk sitt að halda verðbólgu niðri.
Sjálfstæðisflokkurinn lét það óáreitt með afskiptaleysi að pallbílar væru fluttir inn í fáránlegu magni til einkanota. Bílar sem báru lægri gjöld vegna þess að þeir voru flokkaðir sem atvinnutæki. Þessir bílar voru svo í ofanálag bensínhákar hinir mestu sem kallaði á enn meira útstreymi á gjaldeyri vegna eldsneytiskaupa.
Árni Matt heykti sér af þeirri snilld sem honum fannst vera. Því þetta gerði það að verkum að fleiri krónur streymdu í ríkiskassann í formi virðisaukaskatts.
Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem keyrði hér allar framkvæmdir úr hófi fram á methraða, enda er niðurstaðan sú að bara í byggingariðnaðinum er búið að vinna þá vinnu sem hefði dugað okkur í 2-3 ár.
Geir óttast sundrung og misklíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ó Geir ó Geir.
Föstudagur, 30. janúar 2009
Þessi ummæli Geirs segja betur en þúsund orð um hvað hann er veruleikafirrtur.
Ísland er komið á hausinn undir hans stjórn, einfalt. Eftir hrunið fékk hann og hans ríkisstjórn tíma til að sannfæra okkur um að þau hefðu tök á aðstæðum. Ekkert benti til þess að svo væri. Þvert á móti virtist allt fara úrskeiðis sem á annað borð gat farið úrskeiðis. Hvað eftir annað kom Geir fram fyrir fréttamenn og sagði að "á morgun" yrðu gjaldeyrismálin komin í lag. Síðar talaði hann um "eftir helgi".
Þau hafa líka sagt hvað eftir annað, að þau þyrftu að vera duglegri við að upplýsingum um eigið ágæti á framfæri, sagst vera að gera svo miklu meira en fólk héldi. Þau hafa ekki einu sinni gert það.
Fyrir síðustu kosningar lagði Sjálfstæðisflokkurinn ofuráherslu á getu sína og hæfni í fjármálum. Áralangur áróður þeirra hafði gert það að verkum að ég og fleiri var farin að trúa því að engum væri betur treystandi fyrir peningamálunum.
Markmið Seðlabankans hafa EKKI gengið eftir. Þegar maður les það sem skrifað er um tilgang og markmið þeirrar stofnunnar og ber það svo saman við raunveruleikann þá er það alveg klárt að sú stofnun hefur ekki staðið sig. Það er ævintýralegur munur á markmiðum og útkomu.
Nei takk, ekki fleiri ár í bili allavega með Sjálfstæðisflokkinn í stjórn. Það er heldur ekki hollt neinum flokki hversu góður sem hann annars kann að vera, að vera svona lengi í stjórn samfellt.
Geir: Stjórnuðust af hatri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
En ekki hvað?
Mánudagur, 26. janúar 2009
Geir Haarde reyndi að telja okkur trú um að lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins væri háð því að hann og hans lið væri við stjórn. Ég trúði því ekki og ég þekki ekki einn sem trúði því.
Annars er það mjög sorglegt hvernig Geir endar feril sinn í pólitík, hrökklast frá með sk,,,, og skömm.
IMF: Áætlunum sé fylgt eftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Enn eitt ruglið í Geir.
Laugardagur, 24. janúar 2009
Geir hefur haldið því fram að öll hugsanleg aðstoð við Íslendinga væri í uppnámi ef skipt yrði um stjórn.
Hann talaði alltaf eins og aðstoð IMF yrði veitt honum persónulega.
Nú heldur Þorgerður Katrín hræðsluáróðrinum áfram og segir kosningar, þó óumflýjanlegar séu, lengja kreppuna um allt að tvö ár.
Nei takk Sjálfstæðismenn, nú dragið þið ykkur í hlé.
Stjórnarskipti breyta engu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þau ætla bara ekki að ná þessu.
Föstudagur, 23. janúar 2009
Þetta er ekki nóg. Ríkisstjórnin verður að víkja nú þegar, einfalt.
Skipa þarf utanþingsstjórn einhvers konar starfstjórn sem væri þá við völd fram að kosningum.
Skipta þarf út í Seðlabanka og Fjármálaeftirlitinu, núna.
Þorgerður leysir Geir af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Andstyggilegt fyrir Geir en..
Föstudagur, 23. janúar 2009
Þetta er auðvitað áfall fyrir Geir og vonandi kemst hann yfir þetta. En um leið opnast honum leið út án þess að hann þurfi að játa nokkuð á sig. Hann er bara veikur og fer, löglega afsakaður.
Ég vona að honum gefist ráðrúm í veikindafríinu til að horfa yfir farinn veg og sjá hvaða þátt hann og hans fólk eiga í þessum ósköpum og síðan biðji hann okkur afsökunar.
Ég vil nefnilega ekki slá því föstu að hann hafi vitað hvert stefndi án þess að gera nokkuð, þaðan af síður að hann hafi tekið þátt í þessu vitandi vits.
Af tvennu illu er skárra að maðurinn sé vanhæfur vegna getuleysis heldur en illgirni.
Sjálfstæðismenn í sjokki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvernig geta mótmæli snúist andhverfu sína!!!! verða þau þá að meðmælum?
Þriðjudagur, 20. janúar 2009
"þið megið mótmæla, bara ekki vera með læti og ekki trufla mig"
Þau þykjast skilja reiðina, þau þykjast virða rétt fólksins til að mótmæla,,,,en bara ekki ganga of langt. Þetta er orðin svo þvælin tugga að manni verður illt.
Þau hefðu betur gætt þess sjálf að ganga ekki of langt, í getuleysi.
Þau hvorki heyra né skilja kröfuna um að fólkið vill þau burt.
Ég vil þau í burtu vegna þess að ég treysti þeim ekki. Þau sváfu á verðinum og sinntu ekki þeim aðvörunarbjöllum sem þó glumdu út um allt.
Mótmæli mega ekki snúast upp í andhverfu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
TIL HAMINGJU FRAMSÓKN
Sunnudagur, 18. janúar 2009
Fyrst Framsóknarmenn höfðu vit, kjark og þor til að að kasta gamla liðinu í burt og kjósa sér Sigmund sem formann, þá eiga þeir von.
Ef flokksmenn hinna flokkanna gera slíkt hið sama, þ.e. að kasta gamla liðinu í burtu þá á Ísland von.
Sigmundur kjörinn formaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ætli Davíð viti af þessu?
Föstudagur, 2. janúar 2009
Mótmælendum ógnað á gamlársdag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)