Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Vændi í Kastljósi.

Ég sá viðtalið við vændiskonuna í Kastljósinu í gær. Þetta hljómaði eins og grín af verstu sort.  Þarna sat hún blessuð konan og reyndi að útskýra hvað þetta væri nú allt saman eðlilegt eins og um venjulegtvaendiskona starf væri að ræða. Samt gat hún ekki komið fram undir nafni. Auðvitað ekki.

Það er einmitt mergur málsins, þetta er hvorki eðlilegt né venjulegt starf. Ég var mest hissa á þeim í Kastljósinu að þeir skuli yfirleitt vera að birta þetta viðtal.

Vesalings konan reyndi svo að afsaka sig með því að það væru bara fordómarnir í samfélaginu sem kæmu í veg fyrir að hún kæmi fram undir nafni.

Fordómar, er orð sem er klárlega ofnotað. Þegar maður hefur kynnt sér mál og komist að niðurstöðu þá eru það ekki fordómar.

Ég áttaði mig alls ekki á því hvað vakti fyrir Kastljósfólki með þessu viðtali.  Hvers vegna ríkisfjölmiðill telur ástæðu til að fjalla um þetta mál með þessum hætti. Átti þetta kannski að vera liður í því að venja fólk við að vændi verði gert opinbert og viðurkennt á Íslandi ? 


Öfgafeministar

Konur í Sádi -Arabíu vilja fá að aka um þjóðvegi landsins, alveg ótrúleg frekja. Eins og það sé ekki nóg fyrir þær að fá að keyra. Það hefði farið betur á því að þær hefðu ekki fengið að læra á bíl.  Það verður að passa að hleypa þessum kvensum ekki of langt, það er aldrei að vita hvað þær kunna að heimta næst.

 


mbl.is Konur í Sádí-arabíu vilja fá að aka bílum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skyldusparnaður.

,,Nú er rétti tíminn fyrir skyldusparnað. Þrátt fyrir það að ég sjálf hafi farið illa út úr IMP_1719_32skyldusparnaðinum á sínum tíma þá mæli ég eindregið með því að hann verði tekinn upp aftur.

Ég og mín kynslóð vorum bara einstaklega óheppin ef hægt er að taka þannig til orða, því sparnaðurinn var óverðtryggður og brann bara upp eins og annar sparnaður á þeim tíma.

Svo var ég líka svo ljómandi heppin eða hitt þó heldur, að í kjölfarið var verðtrygging tekin upp og einmitt þá tók ég mín fyrstu lán sem voru auðvitað verðtryggð þegar óðaverðbólgan geisaði enn og það þótti þjóðráð að taka launin úr sambandi, hætta að verðtryggja þau því þá eins og nú voru laun láglaunafólks aðalástæðan fyrir verðbólgu.

 


Byssan.

Mér finnst ekki rétt að vera að gera eitthvað með svona hluti eins og þessa byssu. Það hefði verið hreinlegast að eyða henni.  Ég reyni markvisst að leggja nöfn svona misyndismanna ekki á minnið, ég vil ekki gera þeim það til geðs. Oft er það einmitt aðaltilgangur þeirra, að verða frægur.
mbl.is Alræmd byssa á uppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers vegna ?

Maðurinn við Guð : Hvers vegna skapaðir þú konuna svona fallega ?

Guð : Til þess að þú eigir auðvelt með að elska hana.

Maðurinn : En hvers vegna skapaðir þú hana svona heimska ?

Guð : Það var til þess að hún gæti elskað þig. 


Nýja sjúkrahúsið

Nú hefur verið ákveðið að láta til skarar skríða og byggja almennilegt sjúkrahús. Það er auðvitað löngu tímabært en ekki líst mér á líkanið og þaðan af síður staðsetninguna.

Ég hefði viljað sjá spítalann rísa á öðrum stað eins og til dæmis í Fossvogi eða hjá Vífilstöðum sem hefði sennilega verið besta staðsetningin.

Þetta líkan minnir óþægilega á byggingastíl sjöunda áratugarins, eitthvert amerískt skrímsli. Ég hef líka heyrt marga segja að betra hefði verið að byggja hærra upp heldur en að dreifa húsunum útum allar jarðir.

Ég er líka hálf hrædd um að mönnum takist að klúðra hlutunum. Byggingarkostnaðurinn á auðvitað eftir að fara ævintýralega fram úr áætlun eins og alltaf þegar um opinberar framkvæmdir er að ræða.

Því þrátt fyrir að menn séu alltaf að þykjast að vera að læra af mistökunum sem þeir gera þá læra þeir bara andsk....  ekki neitt.

Það kæmi mér ekkert sérstaklega á óvart þó svo að það gleymdist að gera ráð fyrir sjálfsögðum hlutum eins og býtibúrum og ýmsu smálegu. Gleymdist ekki að gera ráð fyrir fötluðum í dýrustu ferju í heimi ?

Ég man líka eftir kirkju þar sem gleymdist að hafa skrúðhús.

Ég ætla samt að vona að þetta gangi upp og við fáum sjúkrahús við hæfi. Sjúklingar og aðstandendur þeirra eiga að mínu mati heimtingu á almennilegum spítala svo ekki sé nú talað um starfsfólkið sem myndi eflaust þiggja betri vinnuaðstöðu. Þá er bara að vona líka að það takist að manna svona stóran vinnustað. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband