Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Orkuveitan síðust með fréttirnar.
Mánudagur, 31. mars 2008
Merkilegt að þegar ég skrifa þessa færslu er nokkur stund síðan rafmagnið kom á en á vef Orkuveitunnar er sagt að rafmagn verði komið á innan klukkustundar. Það kemur hvergi fram hvenær þetta er skrifað.
Rafmagn komið á að nýju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ber er hver að baki nema sér ....
Föstudagur, 28. mars 2008
Mikill hagvöxtur síðustu ár hér á landi ásamt velheppnaðri einkavæðingu hefur skilað sér í góðri afkomu ríkissjóðs sem meðal annars hefur verið nýtt til að greiða niður skuldir. Hreinar skuldir ríkissjóðs eru nú litlar sem engar og geta fá vestræn ríki státað af slíkri stöðu. Það þýðir að ríkissjóður hefur mikinn fjárhagslegan styrk og getur tekið að láni verulegar fjárhæðir ef á þarf að halda. Það er því engum vafa undirorpið að ríkissjóður og Seðlabankinn gætu hlaupið undir bagga ef upp kæmi alvarleg staða í bankakerfinu. Ég hef ítrekað verið spurður um þetta af erlendum aðilum á liðnum vikum og hef ávallt svarað því til að íslensk stjórnvöld muni við slíkar aðstæður hiklaust grípa til sömu aðgerða og ábyrg stjórnvöld annars staðar. Þetta vil ég árétta nú, sagði Geir m.a. ´
Þetta finnst mér ákaflega athyglisvert. Þarna áréttar hann að bæði ríkisstjórn og Seðlabanki munu standa og styðja við bakið á bönkunum. Þeim bönkum sem á undanförnum árum hafa malað eigendum sínum gull og greitt forstjórum sínum fáránleg ofurlaun á sama tíma og bankarnir hafa lánað almenningi með okurvöxtum.
Þetta getur hann sagt blygðunarlaust á meðan ríkistjórnin dregur lappirnar í það óendanlega við að leiðrétta kjör aldraðra og öryrkja.
Það væri ekki amalegt fyrir almenning í landinu ef hann hefði slíkan bakhjarl þegar eitthvað alvarlegt kemur uppá.
Uppsveiflunni lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Konur til bjargar íslenskum viðskipta og fjármálaheimi.
Föstudagur, 28. mars 2008
Halla Tómasdóttir, stjórnarformaður Auður Capital mbl.is/Ómar
Mér líst vel á þetta, mér líst líka vel á þessar konur sem standa að Auði Capital og ég hef mikla trú á þeim.
Smá spurning með tímasetninguna, kannski ekki sú heppilegasta og þó, sennilega er þetta einmitt sem við þurfum, núna þegar strákarnir eru búnir að spila rassinn úr buxunum, nýja hugsun og önnur viðhorf.
Áfram stelpur.
Hvetur konur í fjárfestingum til dáða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þó fyrr hefði verið.
Fimmtudagur, 27. mars 2008
Nú hefur formaður borgarráðs tilkynnt að nú eigi að laga til í miðbænum. Það er auðvitað bara gott, en mikið rosalega tók þá langan tíma að kveikja á perunni. Það gerðist ekkert fyrr en nánast allir fjölmiðlar og einstaklingar höfðu hamast í gríð og erg til að vekja athygli á ástandinu.
Þó er betra seint en aldrei.
Átak gegn niðurníðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Halló! einhver blaðamaður. Hvernig er hefðbundinn vinnudagur einkabílstjóra opinberra starfsmanna?
Fimmtudagur, 27. mars 2008
Gaman væri að fylgjast með slíkum degi.Ég hef aldrei getað skilið hvers vegna fólk þarf að hafa einkabílstjóra þó svo það gegni mikilvægum störfum.
Það er auðvitað voðalega þægilegt að setjast alltaf uppí heitan bílinn beint fyrir utan húsið, þurfa ekki að finna bílastæði né heldur sjá um að setja bensín á bílinn o.s.fr. en það er heldur ekki eins og þessi lúxus sé ókeypis, og hver borgar ?
Þetta væri líka í lagi ef þetta fyrirkomulag væri arðbært í sjálfu sér, þ.e. þetta dýrmæta fólk afkastaði meiru yfir daginn fyrir vikið en svo er ekki, þetta snýst fyrst og síðast um þægindi.
Það mætti ætla að fólk dveldi aldrei lengur á sama stað en fáeinar mínútur í senn. Vissulega geta komið erilsamir dagar þar sem þarf að þvælast út og suður og þá mætti alveg notast við leigubíla þá daga en að þannig sé háttað dag eftir dag, því trúi ég ekki.
Það væri fróðlegt að fá svör við eftirfarandi
Hversu margir njóta þessara fríðinda ?
Hvað kostar þetta ?
Hvernig er hefðbundinn vinnudagur bílstjóranna (hvað fer langur tími í hangs og þess háttar) ?
Hvað hafa bílstjórarnir í laun ?
Njóta þeir annarra fríðinda ?
Forseti Borgarstjórnar er einn þeirra sem nýtur þessara fríðinda, fróðlegt væri að vita hvenær það byrjaði og hvers vegna þótti þörf á því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Útlendingahatur eða bara slæmir mannasiðir ?
Þriðjudagur, 25. mars 2008
Þegar útlendingaóvild eða hatur ber á góma rifjast upp fyrir mér hvernig hlutirnir voru hérna á árum áður þegar útlendingar voru mjög fáséðir á Íslandi
Þá var nú oftar en ekki smjaðrað heil ósköp fyrir þeim, það þótt voða fínt að vera útlendingur og allt þótti fínt sem kom frá útlöndum.
Tengdamóðir mín kom hingað ung frá Englandi árið 1947, nýgift og talaði auðvitað ekkert nema móðurmálið. Hún vildi læra Íslensku en það var nú þrautin þyngri þar sem Íslendingarnir sem hún umgekkst vildu ólmir fá að tala ensku hvort sem þeir gátu það eða ekki þannig að henni sóttist námið frekar illa.
Á þessum árum voru sveitaböllin í blóma, sá blómi stóð ansi lengi. Margir ungir menn fóru á dansleikina í þeim eina tilgangi að berja mann og annan, það er skondið að hugsa til þess að þeir sem voru ungir og sprækir þá eru komnir á hávirðulegan aldur í dag og vilja ekkert af þessum bernskubrekum sínum vita, í besta falli segja þeir að þeir hafi þó slegist heiðarlega þó svo að ein og ein tönn hafi brotnað og stöku bein.
Í gömlum bókum má líka lesa frásagnir af blóðugum götubardögum, þá börðust ungir drengir með prikum og bareflum og menn skiptust í lið eftir búsetu. Það má sjá svoleiðis bardaga í Bíódögum.
Ég átti mitt sveitaballa tímabil á árunum 1976 og 1977 fór á böll á Borg í Grímsnesi, Aratungu, Flúðum og Árnesi. Þá var það hreint ekki óalgengt að ég varð vitni að heiftugum slagsmálum þar sem eina ástæðan fyrir slagsmálunum var sú að "þetta voru Keflvíkingar" þá mátti bara berja ef þeir létu sjá sig á Borg. Ég vissi líka til þess að Selfyssingar voru lamdir í Keflavík.
Ég held að við séum enn á þessu stigi, því miður, núna eru útlendingarnir nýjustu "utanbæjarmennirnir". Þess vegna held ég líka að þetta sé ekki neitt djúpstætt hatur svona yfirleitt en það er auðvitað bara mín skoðun. Því finnst mér að það ætti að fara varlega í fréttaflutning af árekstrum innfæddra og útlendinga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Páskahugleiðing
Sunnudagur, 23. mars 2008
Ég hef aldrei skilið hvers vegna kristnir menn segja föstudaginn langa vera sorgardag. Í mínum huga var krossfestingin nauðsynleg til að upprisan gæti orðið.
Jesú var ekki myrtur heldur tók hann sjálfviljugur að sér að ganga í gegnum þessar hörmungar til þess að frelsa mannkynið frá syndum sínum. Það hefði hann ekki getað ef hann hefði dáið saddur lífdaga í hárri elli.
Mér finnst hins vegar eðlilegt að kristnir menn hafi hægt um sig þennan dag og noti daginn til íhugunar um sínar eigin syndir og þakki Jesú fyrir þá miklu þjáningar sem hann lagði á sig fyrir þá sjálfa og allt mannkynið.
Það er samt ákaflega sjaldgæft að menn geri það, þvert á móti eru þessir svokölluðu bænadagar nú orðið aðallega notaðir til ferðalaga og skemmtana af ýmsu tagi.
Þó svo ég sé ekkert endilega trúuð þá er ég mjög þakklát fyrir þessa hvíldardaga sem við fáum svona af og til í nafni kristninnar, Jólin, Páska og Hvítasunnu. Mér finnst ákaflega gott að nánast allt þjóðfélagið hægi á sér, umferðin verður sáralítil og friður færist yfir. Ég held jafnvel að þjóðarsálin hafi gott af þessu. Maður getur líka verið nokkuð viss um að á þessum dögum fái maður ekki bréf frá Sýslumanni og það útaf fyrir sig er heilmikils virði.
Gleðilega Páska
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ótrúlegt
Föstudagur, 21. mars 2008
Ekki slæmt að hafa þetta með sér í gönguferðir, svona sem burðardýr.
Bloggar | Breytt 23.3.2008 kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Undarlegur dómur.
Laugardagur, 15. mars 2008
Ég verð að segja að mér finnst þetta mjög skrítinn dómur. Sérstaklega þegar hann er settur í samhengi við aðra dóma þar sem einn veldur öðrum skaða.
Þarna er um að ræða barn sem virðist í óðagoti skaða kennarann, það þykir ólíklegt að barnið hafi ætlað að vinna kennaranum mein en dómarinn segir að barninu hefði mátt vera ljóst að það gæti verið hættulegt að loka hurðinni með þeim hætti sem það gerði.
Þessi dómur er enn undarlegri þegar við skoðum dóma sem fullorðið fólk fær þegar það af ásetningi skaðar aðra og það jafnvel þegar það veldur börnum óbætanlegu tjóni. Svo ekki sé nú talað um þegar fullorðinn karlmaður lemur konu í spað, þá er bara um fáeina hundraðþúsundkalla að ræða.
Snýr þessi dómur kannski bara að tryggingafélaginu sem fjölskyldan er tryggð hjá ?
Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sérkennilegt sjónarhorn
Föstudagur, 14. mars 2008
"Vændiskonan sem felldi ríkisstjórann í New York úr embætti". Þetta birtist á vísir.is
Í fréttum stöðvar 2 var svipað uppi á teningnum "Vændiskonan sem kostaði ríkisstjórann í New York starfið"
Vægast sagt undarlega að orði komist í fréttinni. Þá mætti líka segja: Bíllinn sem varð til þess að Jón ók of hratt og missti prófið.
Annars er þetta ekkert nýtt, fréttamenn tala gjarnan eins og það sé hálkunni að kenna þegar menn keyra ekki eftir aðstæðum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)