Maður fær sting í hjartað.

Þetta er hræðilegt en viðbúið. Það er rándýrt að senda blessuð börnin í skóla.

Skólagjöld í Tækniskólanum (gamla Iðnskólanum) eru 38.000.- kr. fyrir önnina og þá eru bækur og allt efni eftir,  á meðan Innritunargjöld (má ekki kalla skólagjöld) í Háskóla Íslands eru 45.000.- kr. fyrir veturinn.

Það var eftirtektarvert að menntamálaráðherra félagshyggju og velferðarstjórnarinnar, framlengdi leyfi framhalsskólanna til að innheimta efnisgjöld vegna "erfiðra aðstæðna í þjóðfélaginu". Skólarnir þurfa nefnilega svo mikið á þessum peningum að halda í þessu erfiða árferði. Hvað með að fella niður skólagjöld vegna erfiðra aðstæðna heimilanna ?.

Allavega ættu börn atvinnulausra og lægst launaða fólksins að fá frítt.


mbl.is Hætta við skólavist vegna fjárskorts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það ganga nú voðalega fá börn í Háskóla Íslands (-:

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 15:15

2 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Skarplega athugað hjá þér. Það væri kannski ráð að senda þau þangað, það væri ódýrara.

Þóra Guðmundsdóttir, 23.8.2009 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband