Maður fær sting í hjartað.
Sunnudagur, 23. ágúst 2009
Þetta er hræðilegt en viðbúið. Það er rándýrt að senda blessuð börnin í skóla.
Skólagjöld í Tækniskólanum (gamla Iðnskólanum) eru 38.000.- kr. fyrir önnina og þá eru bækur og allt efni eftir, á meðan Innritunargjöld (má ekki kalla skólagjöld) í Háskóla Íslands eru 45.000.- kr. fyrir veturinn.
Það var eftirtektarvert að menntamálaráðherra félagshyggju og velferðarstjórnarinnar, framlengdi leyfi framhalsskólanna til að innheimta efnisgjöld vegna "erfiðra aðstæðna í þjóðfélaginu". Skólarnir þurfa nefnilega svo mikið á þessum peningum að halda í þessu erfiða árferði. Hvað með að fella niður skólagjöld vegna erfiðra aðstæðna heimilanna ?.
Allavega ættu börn atvinnulausra og lægst launaða fólksins að fá frítt.
Hætta við skólavist vegna fjárskorts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það ganga nú voðalega fá börn í Háskóla Íslands (-:
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 15:15
Skarplega athugað hjá þér. Það væri kannski ráð að senda þau þangað, það væri ódýrara.
Þóra Guðmundsdóttir, 23.8.2009 kl. 15:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.