Hvað með að svipta Geir og Ingibjörgu eftirlaunum?
Miðvikudagur, 12. ágúst 2009
Hingað til hafa ráðamenn á Íslandi ekki þurft að bera neina ábyrgð á gjörðum sínum eða afglöpum. Oft er talað um pólitíska ábyrgð en hún dugar skammt. Hún er í rauninni ekki nema orðin tóm og í versta/besta falli nær viðkomandi ekki endurkjöri. Þó gerist það ákaflega sjaldan þar sem dyggir stuðningsmenn flokkanna eru vanir að standa með sínu fólki í blíðu og stríðu, þannig að hinn "seki" lendir oftar en ekki ofarlega á sínum lista(sbr. Björgvin Sigurðsson). Sem er svo kosinn af gömlum vana.
Þessi meinta pólitíska ábyrgð nær heldur ekki til þeirra sem kjósa að draga sig í hlé (Geir, Ingibjörg og Árni M.M).
Embættismenn eru í besta falli færðir til í starfi, samanber ráðuneytisstjóra nokkurn sem klárlega misnotaði aðstöðu sína.
Spurning hvort ekki væri rétt að taka upp þá siði sem tíðkast í sumum útlöndum, þ.e. að þeir sem gerast sekir um vítaverð afglöp eða gáleysi í opinberum störfum verði sviptir eftirlaunum.
Íslendingar vildu ekki lán frá Rússum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta lið!
Sigurður Þórðarson, 12.8.2009 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.