Halló Geir, vaknaðu
Föstudagur, 30. janúar 2009
Geir segir að Samfylkingin stjórnist af hatri á einum manni. Hann segir að Seðlabankinn eigi enga sök.
Það var Seðlabankinn sem hélt stýrivöxtum uppi og gerði þar með eftirsóknarvert að eiga krónur.
Seðlabankinn hélt gengi Íslensku krónunnar uppi sem hafði þær afleiðingar að erlendur gjaldeyrir var á útsölu sem aftur gerði það að verkum að fólk keypti og keypti.
Það var Seðlabankinn sem dró úr bindiskyldu bankanna.
Seðlabankinn bannaði fjármálafyrirtækjum að gera upp í Evrum sem virkaði hvetjandi fyrir þá að gambla með krónuna.
Seðlabankanum mistókst það hlutverk sitt að halda verðbólgu niðri.
Sjálfstæðisflokkurinn lét það óáreitt með afskiptaleysi að pallbílar væru fluttir inn í fáránlegu magni til einkanota. Bílar sem báru lægri gjöld vegna þess að þeir voru flokkaðir sem atvinnutæki. Þessir bílar voru svo í ofanálag bensínhákar hinir mestu sem kallaði á enn meira útstreymi á gjaldeyri vegna eldsneytiskaupa.
Árni Matt heykti sér af þeirri snilld sem honum fannst vera. Því þetta gerði það að verkum að fleiri krónur streymdu í ríkiskassann í formi virðisaukaskatts.
Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem keyrði hér allar framkvæmdir úr hófi fram á methraða, enda er niðurstaðan sú að bara í byggingariðnaðinum er búið að vinna þá vinnu sem hefði dugað okkur í 2-3 ár.
![]() |
Geir óttast sundrung og misklíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bankakerfið fór á hausinn og þeir sem áttu að hafa eftirlitið klikkuðu ekki?
Hvað klikkaði þá? ; áratuga spilling og valdaseta. Ætli einhver hafi sagt honum að við gerðum byltingu og erum ekki hætt. Til að þetta gangi þurfa margir sem hafa kosið Flokkinn að breyta um skoðun ef það er of erfitt má alltaf skila auðu.
Lifi byltingin
Ingvar Þórisson, 30.1.2009 kl. 18:18
Sæl Þóra.
Þessi pallbílainnflutningur var með ólíkindum vitlaus það verður að segjast eins og er.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 2.2.2009 kl. 22:51
Sigríður Anna Þórðardóttir þáverandi Umhverfisráðherra Sjálfstæðisflokksins varði þetta í útvarpsviðtal sagði að hér væri um atvinnutæki að ræða. Menn stunduðu að setja vask í eitt hornið og tryggja bílinn sem húsbíl! sem er ódýrara.
Ingvar Þórisson, 3.2.2009 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.