Sérkennilegt.

Það er auðvitað ekki gott að geta ekki skipt um íbúð þegar maður vill og eða þarf. Þetta getur samt varla verið nema lúxusvandamál miðað við mörg önnur um þessar mundir.

Mér finnst það vera alvarlega vandamál ef drengurinn hennar fær ekki þjónustu og aðstoð við hæfi. 

Það er líka hægt að nota stofuna sem svefnstað. Hvað skyldu margir, bæði hjón og einstaklingar hafa notað stofuna fyrir sig en eftirlátið börnunum svefnherbergið? Þeir eru ansi margir.

Stundum er líka hægt að skipta herbergjum í tvennt eða stúka af í stofu.

Mér finnst Rakel líka fullsvartsýn þegar hún talar um að vera föst þarna í 35 ár. Ég hef enga trú á því, en ef svo illa færi þá verður íbúðin hæfilega stór.

En ég er algjörlega sammála að þessi eignaupptaka sem á sér stað þarna er algjörlega óþolandi og kallar á viðbrögð strax.


mbl.is Föst í of lítilli íbúð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband