Hvert var flugvélin að fara og hvaðan kom hún?
Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Þetta þykir mér ákaflega skrítið. Flugvél á leið yfir Norður-Atlandshaf drekkhlaðin sprengiefni og verður bensínlaus á miðri leið.
Hver átti farminn? Varla hafa Rússar verið að fara með sprengiefni vestur um haf, höfðu þeir kannski keypt það í Bandaríkjunum?
Sá grunur læðist að mér að vopnasalar hafi haft flugvélina á leigu.
Hvernig stendur á því að þessi frétt dúkkar upp núna? Er það til að minna okkur á að Rússar eru "vondu kallarnir"?
Eins og svo oft þá vantar mig að vita meira.
Lenti hlaðin sprengiefni á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi frétt vekur upp fleiri spurningar en hún svarar.
Ef þetta hefði verið mjög alvarlegt eða sterkur grunur um eitthvað óeðlilegt þá átti að stöðva vélina. Það var ekki gert sem segir mér að þetta sé eðlilegt og það að þetta sé birt núna sé til að fá almenning til að hugsa um annað en efnahagsmálin í smá stund.
Kveðja Skattborgari.
Skattborgari, 12.11.2008 kl. 21:17
Kanski á leið til Kúbu eða Venezuela
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 21:23
Skattborgari, ég er ekki viss um að það hefði verið hægt að kyrrsetja vélina. Það er rétt hjá þér að það kemur sér vel fyrir suma að dreifa athyglinni þó það sé ekki nema augnablik.
Rafn, mér datt auðvitað í hug að hún hefði verið á leiðinni þangað. Mér finnst líka líklegt að vélin hafi verið tekin á leigu.
Þóra Guðmundsdóttir, 12.11.2008 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.