Það þarf þorp til að ala upp barn.

Þetta er svo satt. Ef vel á að vera dugar ekkert minna. Ef við látum okkur öll varða velferð náungans þá farnast okkur betur.

Flestir foreldrar myndu þiggja með þökkum að nágrannar eða samborgarar skipti sér af óæskilegri hegðun barna og unglinga.

Það er hálf óhuggulegt að vita til þess að einhver hafi séð krakkana með gaskút fyrr um kvöldið. Sá hefði betur skipt sér af því, annaðhvort beint eða með því að hafa samband við lögregluna.
Þar sem enginn þekkir mann þar er gott að vera

því að allan andskotann þar er hægt að gera. 

Því miður eru margir sem hafa þetta að leiðarljósi en með því að standa saman þá myndu allavega sumir haga sér betur.


mbl.is Fimm unglinganna komnir af gjörgæsludeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Staðfest er að fjarskiptadeild
lögreglunnar tók við símtali frá vitni
sem sagðist hafa séð hóp unglinga með
gaskút í nágrenni við skúrinn um
klukkan hálf sjö í gærkvöld. Tilkynnt
var um sprenginguna um tveimur tímum
síðar. " Tekið af textavarp.isÞað er stundum bara ekki nóg, því miður!

Karitas (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 19:11

2 Smámynd: Halla Rut

Nú hefur það komið í ljós að lögregla var látin vita af þessu en hún gerði EKKERT.

Halla Rut , 28.10.2008 kl. 22:20

3 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Fyrir mörgum árum hringdi ég á lögguna vegna þess að í næsta nágrenni við mig var rosalegt partý. Meðalaldur ca. 15 og krakkarnir beinlínis rúlluðu út úr húsinu blindfullir. Löggan spurði þá bara hvort einverjir væru farnir að slást. Fyrst svo var ekki þá nenntu þeir ekkert að pæla í því.

Þóra Guðmundsdóttir, 28.10.2008 kl. 22:54

4 Smámynd: ...

Sæl frænka ! Ég er þér hjartanlega sammála.

Eins og þú veist, er ég alinn upp í vestfirsku sjávarþorpi,  og ég fullyrði, að ef  einhver þorpsbúi hefði séð krakka þvælast um með gaskút þá hefði sá hinn sami látið foreldra eða lögreglu vita um hvað væri að gerast. Við þorparar fylgjumst vel með og látum vita ef að eitthvað óeðlilegt er í gangi. Kv. Kristján

..., 28.10.2008 kl. 23:34

5 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Sæll Kristján, það er ömurlegt að vita til þess að löggan hafi verið látin vita, eins og Halla segir,  en ekki gert neitt.

Þóra Guðmundsdóttir, 29.10.2008 kl. 00:15

6 identicon

Því miður Þóra mín, segist lögreglan alltof oft hafa of mikið að gera, þó að við vitum betur. Ef ekki er um morð eða stórrán er að ræða þá má helst ekki trufla laganna verði með einhverjum tittlingaskít.

Kv K.H.

kristján (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband