Æjjj
Laugardagur, 25. október 2008
Alveg er það óþolandi þegar svona kallar sem eru öruggir með allt sitt, fara að tala svona. Sjálfur er Biskupinn með vel á aðra milljón í mánaðarlaun og er því sjálfur "vellauðugur" á flesta mælikvarða.
Að segja að hér sé umfram allt auðsældarkreppa en ekki örbirgð, er hrein móðgun við þá sem hafa þurft að draga fram lífið á rúmum hundrað þúsund krónum á mánuði. Þessi orð sýna bara að Hr. Biskupinn er ekki í nokkrum tengslum við raunveruleikann.
Veit Herra Biskupinn ekki að hér á Íslandi er fólk sem er að missa allt sitt, og vinnuna í ofanálag. Hér er fólk sem átti vart ofaní sig og á fyrir áfallið og hvað þá núna.
Vissulega eiga fáir svo bágt að ekki sé einhver sem hafi það verr. Mér finnst það bara ekki sæma biskupi að fara út í slíkan samanburð nú.
Má ég biðja Biskupinn og hans félaga að bera harm sinn og áhyggjur í hljóði.
Aldrei verið auðugri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér varðandi biskupstalið.
Hreiðar Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 14:22
Ég get ekkert að því gert en ég fæ alltaf nettan hroll þegar ég les eða heyri viðtöl við hann...
Dystópía, 25.10.2008 kl. 15:05
Heyr heyr! Mér varð flökurt við að lesa þessa ræðu. Hann lifir í algerri sápukúlu þessi fábjáni.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.10.2008 kl. 15:07
Hann væntanlega gefur af sínu til þeirra sem minna mega sín.
Víðir Benediktsson, 25.10.2008 kl. 15:43
Skyldi hann gefa það úr landi eða láta það renna til íslenskra fórnarlamba?
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 25.10.2008 kl. 15:48
Biskupinn gerir eflaust eins og stendur í Biblíunni, þ.e. gefur með sér. Mig minnir að þar standi eitthvað á þá leið að ef maður á meira en maður hefur not fyrir þá gefi maður öðrum.
Þóra Guðmundsdóttir, 25.10.2008 kl. 16:00
"Sá sem á tvo kyrtla gefi þeim annan sem engan á" Einhvern veginn svona hljómar þetta.
Víðir Benediktsson, 25.10.2008 kl. 16:27
Hvaða máli skiptir það hvort hann gefur íslenskum fórnarlömbum eða erlendum?
Bergrún Íris Sævarsdóttir, 25.10.2008 kl. 18:09
Ég skrifaði um þetta færslu líka. Þetta er ótrúlegt lýðskrum og ég hef mestu skömm á þessu.
Rannveig H, 26.10.2008 kl. 00:38
Bergrún !
Að sjálfsögðu skiptir máli hvort við styðjum íslenska meðbræður okkar eða erlenda. Ég geri ekki ráð fyrir því að þú viljir horfa upp á ættingja þína veslast upp hér á götum Reykjavíkur, vegna fátæktar. Spurðu sjálfa þig, hvort myndir þú frekar gefa Íslendingi ölmusu eða einhverjum erlendum ríkisborgara ? Ég ætlast til að fá heiðarlegt svar.
Kv. Kristján.
..., 27.10.2008 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.