Eru menn í afneitun eða eru þeir bæði blindir og heyrnarlausir?

Hvorki Geir né Ingimundur vilja tala um krísufund. Þeir voru bara að ræða saman og fara yfir málin. Ég verð að segja að miðað við efnahagsástandið í landinu, uppsagnir og stöðu krónunnar þá hefði mér liðið betur ef mennirnir hefðu verið á krísufundi.

Í rauninni ætti öll ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins að vera á krísufundi. Með þeim ættu að vera þeir sérfræðingar sem hægt er að kalla til við þessar aðstæður. Þing ætti að koma strax saman og menn ættu að leita allra mögulegra leiða til að finna lausnir.

Það er óþolandi að horfa á endalaust aðgerðaleysi.


mbl.is Enginn krísufundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála

Skúli O. (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 21:24

2 identicon

Hvernig er það, ættir þú ekki að vera á krísufundi með mentornum þínum honum Jóni Magnússyni. En án gamans þá tek ég undir hvert orð.

Hannibal (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 09:40

3 Smámynd: Rannveig H

Afneitun og ráðaleysi,myndi ég skrifa upp á.Það er eitt sem vekur athygli mína það virðast allir hagfræðingar vera ósamála hagfræðingum seðlabankans.

Rannveig H, 28.9.2008 kl. 17:30

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Hannibal, jú við Jón erum einmitt nýbúin að halda krísufund, verst að Davíð og Geir vilja ekki gera eins og við segjum .

Rannveig, ég þekki einn Seðlabankahagfræðing og omg. ef hinir eru eitthvað svipaðir þá er ekki nema von að þeir séu í tómu tjóni.  Veistu hvað þeir eru margir hagfræðingarnir í Seðlabankanum ? þeir skipta tugum. Það væri gaman ef maður gæti fengið að vera svo sem eins og í eina viku í starfskynning í Seðlabankanum. 

Þóra Guðmundsdóttir, 28.9.2008 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband