Er það nema von að fólk sé feitt ?

Það virðist vera einlægur ásetningur fjölmargra aðila og víðtæk samstaða um að fita þjóðina. Á ótrúlegustu stöðum er sælgæti til sölu. Í verslunum sem selja bílavarahluti er sælgæti stillt upp við kassana, í byggingavöruverslunum bæði Byko og Húsasmiðjunni er sælgæti við kassana.

Í matvöruverslunum eins og Hagkaup dugar ekki að vera með heilan sælgætisgang og sælgæti við kassana heldur þurfa þeir að planta því út um alla búð innan um aðrar vörur. Ef ske kynni að manni hefði tekist að sneiða hjá því annars staðar.

Meira að segja er sælgæti til sölu þar sem ég lét skoða bílinn minn um daginn. Það var reyndar soldið skondið. Standar með sælgæti voru sitt hvoru megin á afgreiðsluborðinu þannig að ég rétt svo gat skrifað á strimilinn.

Ég spurði stelpuna sem var að afgreiða, hvort hún vissi hvers vegna í ósköpunum sælgæti væri til sölu á þessum stað. Jú ekki stóð á svari "Fólk vill þetta, við erum bara að svara eftirspurn" selst þetta þá vel ? "já alveg rosalega þetta er líka á svo góðu verði, næstum engin álagning" Hún bætti því líka við að þetta væri soldið vont fyrir stelpurnar sem ynnu þarna. Erfitt að standast svona freisingu, beinlínis með þetta í andlitinu alla daga og það líka á svona ljómandi góðu verði.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Auðvitað ber fólk ábyrgð á sjálfu sér, líka fólk sem reykir frá sér lungun. Mér finnst hins vega algjör óþarfi að troða þessum varningi nánast ofaní kok á fólki. Ég spyr líka: hvers konar þjónustulund er það að bjóða sælgæti, nánast án álagningar, til sölu þar sem maður lætur skoða bílinn sinn. Ef það fyrirtæki vill endilega stunda verslun eru margar aðrar vörur sem mér dettur í hug að hægt væri að bjóða uppá fyrst.

Þóra Guðmundsdóttir, 27.9.2008 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband