Menn eru fljótir að gleyma.

Eru menn búnir að gleyma þeirri gjá sem myndast hafði á milli Margrétar Sverrisdóttur og formanns Frjálslynda flokksins? Í aðdraganda síðasta landsþings dró Margrét það í lengstu lög að gefa  upp hvort hún ætlaði að bjóða sig fram til formanns eða varaformanns. Hún var harðákveðin að sækjast eftir öðru hvoru embættinu, jafnvel þó báðir hefðu þeir lýst því yfir að þeir vildu vera áfram. Að lokum sóttist hún eftir varaformennsku þvert á vilja formannsins.
mbl.is Illvígar deilur Frjálslyndra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svipað og Davíð Oddson gerði gagnvart Þorsteini Pálssyni og Ingibjörg Sólrún gagnvart Össuri. Enginn á forystuembætti.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 10:07

2 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

 Ég hef aldrei skilið hvers vegna það er talið vera dónaskapur að bjóða sig fram til starfa í lýðræðisríki. Eða að gagnrýna athafnir forystumanna. Við eigum sennilega bara að þakka fyrir að þessi hefð hefur ekki myndast í kring um ríkisstjórnir.

Þóra Guðmundsdóttir, 23.9.2008 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband