Frjálslyndi flokkurinn fyrir landsbyggðarfólk, ekki Reykvíkinga.

Þar kom það. Þetta eru orð innvígðra og innmúraðra flokksmanna. Reykvíkingar eiga ekkert erindi uppá dekk.

Fyrir hartnær ári síðan átti ég þátt í að stofna kjördæmafélög í Frjálslynda flokknum í Reykjavík. Tilgangur þessara félaga var að koma á flokkstarfi í borginni sem hafði ekki verið til.

Ætla mætti að það væri forystu flokksins að skapi en það var öðru nær. Allt frá upphafi mættum við ótrúlegu mótlæti af hálfu forystu flokksins. Lengi vel var erfitt að átta sig á því, erfitt að festa fingur á því hvað var í rauninni sem hún hafði á móti okkur.

Svo var farið að túlka viðleitni okkar til að koma á flokkstarfi, sem aðför að landsbyggðinni og ég veit ekki hvað og hvað. Núna loksins er þetta komið á hreint. Frjálslyndi flokkurinn er landsbyggðarflokkur og ætlar sér ekkert annað. 

Þessar klausur eru teknar af bloggsíðu Ásthildar Cecil sem er ein af flokkseigendunum, fyrri klausan úr grein sem birtist í Mogganum í dag en seinni klausan er úr svari sem hún gefur á síðunni. 

"Málefni Reykjavíkur eru vissulega góðra gjalda verð, en það vill svo til að flokkurinn mælist ekki með mikið fylgi þar, sem sýnir að styrkur hans liggur á landsbyggðinni, enda ekki vanþörf á að vinna að þeim málefnum sem brenna á hinum dreifðu byggðum landsins. Út af þeirri stefnu höfum við aldrei vikið, og förum vonandi ekki að gera það nú."

"Málefni borgarinnar, eru góð og gild, en það eru nógir sem hafa þau á sinni könnu.  En Frjálslyndi flokkurinn er í raun og veru eini dreifbýlisflokkurinn, og með karlinn í brúnni, er tryggt að það gleymist ekki.  Ef til dæmis Jón Magnússon, sá ágæti maður tæki að sér formennsku í flokknum, eins og mér heyrðist að hann byði sig til, þá hef ég einfaldlega ekkert að gera í þessum flokki, því þá yrðu borgarmálin bara ofaná.  þannig er það. "

Ekki veit ég hvernig Ásthildi hefur "heyrst"  Jón bjóða sig fram til forystu. Ég hef ekki heyrt það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl Þóra.

Ég er að vissu leyti jafn orðlaus yfir þessari setningu, sem alveg eins vegur að öðrum bæjarfélögum hér á svæðinu eins og Reykjavík, og ég hef ekki minnstu vitund um hvers vegna fulltrúi okkar héðan skrifar undir.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.9.2008 kl. 01:12

2 Smámynd: Jens Guð

  Bara til að það sé á hreinu:  Jón Magnússon hefur aldrei gefið í skyn ásetning til formennsku í FF.  Þvert á móti hefur hann margsinnis hamrað á því að slíkt sé ekki á dagskrá.  Hann hefur þess í stað ítrekað stuðning sinn við formann flokksins,  Guðjón Arnar. 

   Það hefur hinsvegar hentað Kristni H.  Gunnarssyni að halda halda öðru fram.  Málpípa hans,  launaður starfsmaður flokksins,  Helgi Helgason,  hefur verið að vinna fyrir kaupinu sínu með því að afvegaleiða gagnrýni á KHG í þess átt.

Jens Guð, 25.9.2008 kl. 02:03

3 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Já Guðrún. Þau eiga auðvitað við okkur öll á höfuðborgarsvæðinu. Ég er bara mjög leið yfir þessu. Eins og ég sagði í athugasemd hjá Ásthildi, þá hafði þessu verið hvíslað að okkur en mér fannst þessi afstaða bæði svo fjærstæðukennd og galin að ég neitaði að trúa því að hún væri sönn.

Jens, hárrétt Kristinn hefur einstakt lag á að snúa staðreyndum á hvolf eftir því sem hentar honum sjálfum.

Þóra Guðmundsdóttir, 25.9.2008 kl. 10:07

4 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Er þetta ekki "rangur misskilningur" með Jón ? .. Var Ásthildur ekki að tala um þingflokksformennsku ? .. eller hvad ?

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.9.2008 kl. 15:11

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þessi orð eru beitt vopn í höndum andstæðinga flokksins hér í þéttbýlinu.

Getur verið að þau séu sett fram í þeim tilgangi?

Sigurður Þórðarson, 27.9.2008 kl. 07:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband