Hvað er svona hræðilegt við að ganga að kröfum ljósmæðra?

Þeir sem vilja ekki ganga að kröfum ljósmæðra, tala mikið um fordæmi. Þeir óttast að aðrar stéttir komi á eftir og óski eftir sömu hækkunum.

Eins og málið blasir við mér þá eru ljósmæður bara að fara fram á leiðréttingu, þær eru að fara fram á að menntun þeirra verð metin til launa. Í dag bera þær minna úr býtum en margir aðrir ríkisstarfsmenn sem hafa styttra nám á bakinu.

Er þetta svona voðalega vont, eru það slæm skilaboð að  aukin menntun verði metin til hærri launa? Er það slæmt og hættulegt fordæmi að þessar dæmigerðu kvennastéttir fái uppreisn æru ?

Það hljómar kannski frekjulega í eyrum einhverra að fara fram á 25% hækkun en þegar viðmiðunin er lág þá eru þetta engin ósköp. Síðasta launahækkun þingmanna var svo sem ekki há í prósentum en krónutalan var samt mun hærri. 

Svo segir Ingibjörg blessunin að leiðin að launajafnrétti kynjanna liggi ekki í gegnum kjarasamninga. Hvernig hún kemst að þeirri niðurstöðu er mér hulin ráðgáta. Hún, sem hluti af ríkistjórninni, hefur einstakt tækifæri núna til að sýna að slagorð hennar sem femínista og jafnréttissinna eru ekki bara orðin tóm. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rannveig H

Virkilega góð færsla! Ég er þér svo sammála,og af öllum þessu fólki í ríkisstjórn veldur Ingibjörg S mér mestum vonbrigðum. Konan sú er höfundur af því að afnema kynjabundin launamismunun, hlutfall kvenna er mjög hátt sem kaus hana vegna loforða um að bæta stöðu kvenna. Ekkert sem hún er að gera í ríkisstjórn í dag er,er á loforðalistanum hennar.

Rannveig H, 14.9.2008 kl. 22:04

2 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Já Rannveig, það er svo merkilegt með hana Ingibjörgu að hún heldur stöðugt áfram að valda manni vonbrigðum. Kannski erum við bara svona vitlausar að halda áfram að reikna með einhverju frá henni. Við ættum auðvitað að vera löngu búnar að gefa hana uppá bátinn.

Þóra Guðmundsdóttir, 15.9.2008 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband