Guði sé lof,

Hvort eiga nú smiðirnir sem eru nýbúnir að missa vinnuna sína eða eru við það að fá uppsagnarbréf,  að þakka Guði fyrir skjálftann eða eiga Sunnlendingar eigi að þakka Guði fyrir samdráttinn á byggingamarkaðnum sem gerir það að verkum að smiðir eru á lausu ? 

Allavega er það alveg klárt að þessi skjálfti kom eins og eftir pöntun ef hann hefur á annað borð þurft að koma.  


mbl.is Snarpur kippur á Hellisheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Það má líka segja sem er meira um vert að hann kom á réttum tíma sólarhringsins. Að nóttu til hefðu sennilega fleiri slasast, börn og fullorðnir hefðu stokkið berfætt upp úr rúmum og geta skorist illa vegna glerbrota.

Hansína Hafsteinsdóttir, 2.6.2008 kl. 20:29

2 identicon

'Eg held að þú ættir að kinna þér þessar hörmungar og hvað margir hafa misst allt sitt í þessum jarð skjálfta áður enn þú ferð að þakka guði fyrir hann þetta er algjörlega vanvirðing gagnvart okkur sem lentum í þessum hörmungum

snorri (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 20:57

3 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Óþarfi að taka þessu illa Snorri, ég er aðeins að skjóta á þá sem vilja þakka Guði fyrir allt en svo má ekki kenna honum um neitt.

Annars vil ég nú bara segja það að svo lengi sem ég man (það er orðið ansi langt) þá hefur verið búist við mjög hörðum skjálfta á þessu svæði. Það er í rauninni ótrúlega mikil heppni í bæði skiptin, 2000 og núna að hann skuli verða um hábjartan dag í blíðskaparveðri. Hugsaðu þér hvernig ástandið hefði verið ef hann hefði orðið um miðja nótt um hávetur í lemjandi stórhríð. 

Þóra Guðmundsdóttir, 2.6.2008 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband